Erlent

Segja meintan barnaníðing liggja undir grun

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf í Portúgal árið 2007.
Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf í Portúgal árið 2007. Vísir/EPA
Scotland Yard fer fram á aukið fjármagn í rannsóknina á hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann eftir að rannsókn málsins leiddi til þess að maður, sem hvorki er portúgalskur né breskur, liggur nú undir grun um að tengjast hvarfi hennar. Lögreglan bíður staðfestingar ráðherra.

Madeleine var þriggja ára þegar síðast sást til hennar en hún var í fríi með fjölskyldunni sinni í Algarve í Portúgal. Hennar hefur verið saknað í tólf ár.

Sky News hefur eftir portúgölskum miðlum að hinn grunaði hafi áður komið til kasta lögreglu og honum gefið að sök að hafa brotið kynferðislega á börnum. Þetta var áður en Madeleine hvarf.

Í ljósi þess að nýjar vendingar hafa orðið í málinu hefur lögreglan fjölgað í liði rannsóknarlögregluteymisins.

Vísir greindi frá því á fimmtudag að lögreglan í Bretlandi hefði farið fram á aukið fjármagn til að halda áfram rannsókn málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×