Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Aukaspyrnan var tekin 18 metrum frá réttum stað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
HK-ingar eru eðlilega ósáttir við að Blikar hafi komist upp með þetta.
HK-ingar eru eðlilega ósáttir við að Blikar hafi komist upp með þetta.
Jöfnunarmark Blika gegn HK um síðustu helgi var umdeilt enda hófst sókn Blikanna, sem leiddi til marksins, á kolröngum stað.

Aukaspyrna var dæmd á HK við vítateig Blika. Það var augljóst mál að aukaspyrnan var tekin á kolröngum stað en Vilhjálmur Alvar dómari lét það afskiptalaust.

Pepsi Max-mörkin mældu hversu langt aukaspyrnan var tekin frá þeim stað sem brotið átti sér stað. Sú mæling leiddi í ljós að það voru heilir 18 metrar.

„Stundum eru dómarar nákvæmir og skipta sér af einhverjum millimetrum en 18 metrar. Er það ekki aðeins of mikið af hinu góða?“ spurði Logi Ólafsson í Pepsi Max-mörkunum í gær.

Sjá má þetta atvik hér að neðan.



Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umdeild aukaspyrna Blika

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×