„Ég hitti svo marga krakka sem eru skíthræddir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2019 11:48 Sævar Helgi Bragason segir að eldri kynslóðir hafi fundið fyrir sambærilegum kvíða og lofstalagskvíða en þá í tengslum við kjarnorkuvána á tímum Kalda stríðsins. Vísir/Baldur Alhliða hugarfarsbreytingar er þörf til að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur í loftslagsmálum þrátt fyrir þær tæknilausnir sem eru fyrir hendi og þær sem kunna að verða til. Tæknilausnir á sviði umhverfis -og loftslagsmála koma ekki til með að hjálpa ef mannkynið heldur áfram að sóa eins og ekkert hafi í skorist. Þetta segir Sævar Helgi Bragason, sem stundum er kallaður „Stjörnu-Sævar“ sem var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Sævari var mikið niðri fyrir í viðtalinu. „Ég kemst stundum við þegar ég er að tala um þetta vegna þess að ég hitti svo marga krakka sem eru skíthræddir,“ segir Sævar um hinn svokallaða loftslagskvíða sem margir finna fyrir. „Þetta er bara að gerast svo gígantískt hratt og við höfum ekkert marga áratugi til að bregðast við og ég ætla rétt að vona að við veljum lífið og veljum fegurðina og bregðumst við og gætum þess að þessi stórkostlega sinfónía, sem lífið á jörðinni er, fái að hljóma áfram.“ Hann segir að eldri kynslóðir hafi fundið fyrir sambærilegum kvíða en þá í tengslum við kjarnorkuvána á tímum Kalda stríðsins. „En við þekkjum alveg sambærilegan kvíða úr fortíðinni eins og til dæmis kjarnorkukvíðinn og ósonkvíðinn - ég þjáðist af ósonkvíðanum - en við leystum það bara með því að setja reglur og eins og staðan er í dag þá neyðumst við til þess að setja boð og bönn af því að við höfum ekki leyst neinn umhverfisvanda án þess að setja boð og bönn.“ Brjálæðislegar hamfarir Til þess að útskýra umfang vandans segist Sævar reyna að upplýsingarnar í annað samhengi til þess að fá fólk til þess að skilja. „Ég sé enn þá allt of marga sem eru enn að spyrna við fótum og vilja helst ekki breyta neinu. Mér finnst bara svo ákaflega sorglegt hvernig við erum að stúta þessari ótrúlegu fegurð sem við búum við í kringum okkur. Ég tek alltaf sem dæmi að ef það eru stjörnufræðingar á fjarlægum hnetti að fylgjast með jörðinni okkar úr fjarska þá gætu þeir mælt efnin í lofthjúpnum okkar, þau gætu mælt súrefnið, nitrið og koltvíoxíðið og þau gætu líka mælt hvernig koltvíoxíðið er að magnast upp í lofthjúpnum. Eina ályktunin sem við myndum draga ef við myndum finna slíkan hnött væri að þarna á þessum hnetti væru einhverjar brjálæðislegar hamfarir að eiga sér stað.“ Verðum að breyta lifnaðarháttum Sævar segir að það sé brýnt að breyta lifnaðarháttum og forgangsröðun. Samfélagskerfið sem við búum við í dag sé hvorki sjálfbært né umhverfisvænt og ljóst að gangi ekki til lengdar. „Það er rosalegur asi í þjóðfélaginu. Ég hef varla tíma til þess að sinna barninu mínu af því að ég er alltaf að vinna fyrir einhverjum óþarfa oft. Stundum fyrir nauðsynjum, vissulega líka, og við höfum það mjög misgott en við sem erum langríkust í heiminum notum langmest af auðlindum og skiljum eftir okkur lang lang langstærstu sporin,“ segir Sævar um kolefnisfótsporin. „Hagkerfið hefur fjórfaldast frá 1970 og um leið hefur lofthjúpurinn hlýnað hressilega og sjórinn súrnað hressilega og við því miður getum ekki haldið áfram á sömu braut þannig að við ættum kannski að einfalda lífið okkar og finna hamingjuna á annan hátt en að kaupa okkur hana.“ Mannkynið þurfi að finna hamingjuna annars staðar. „Ef við kaupum minna þá þurfum við að sjálfsögðu að vinna minna af því að við þurfum ekki að eiga peningana til að kaupa allt þetta drasl sem við erum að kaupa þannig að kannski öðlumst við bara meiri frítíma og getum varið honum meira með börnunum okkar, fjölskyldu og vinum sem sýnir sig að veitir okkur miklu meiri hamingju en drasl sem við setjum inn á heimilið okkar og við hreyfum okkur meira. Við þurfum það svo sárlega í þessu samfélagi að labba oftar út í búð eða hjóla og allt þetta sem fylgir því, eins og við erum þróuð. Við erum þróuð til þess að hreyfa okkur og hafa svolítið fyrir hlutunum en þægindasamfélagið, eigum við ekki bara að kalla það það, sem er að ganga af okkur dauðum og við að drepa það í leiðinni.“ Ruslafjöll hvert sem litið er Sævar segir að nú til dags sé varla hægt að finna þann blett á jörðinni sem ekki gætir áhrifa frá manninum. „Við skiljum eftir okkur ruslafjall hvert sem litið er. […] Við finnum plastagnir upp á hæstu tindum og á ísbreiðum norður- og suðurskautsins í mestu regindjúpum.“ Það sé sorglegt að rölta um og sjá drasl á víðavangi um allar trissur. Það sé til marks um „einnota samfélag“. „Því miður þá stækkar hagkerfið þegar við ryðjum skóga en náttúran minnkar í staðinn og það gengur náttúrulega ekki upp til lengdar þannig að við þurfum að finna aðra mælikvarða á það hvernig samfélagið er að ganga. “ Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Alhliða hugarfarsbreytingar er þörf til að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur í loftslagsmálum þrátt fyrir þær tæknilausnir sem eru fyrir hendi og þær sem kunna að verða til. Tæknilausnir á sviði umhverfis -og loftslagsmála koma ekki til með að hjálpa ef mannkynið heldur áfram að sóa eins og ekkert hafi í skorist. Þetta segir Sævar Helgi Bragason, sem stundum er kallaður „Stjörnu-Sævar“ sem var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Sævari var mikið niðri fyrir í viðtalinu. „Ég kemst stundum við þegar ég er að tala um þetta vegna þess að ég hitti svo marga krakka sem eru skíthræddir,“ segir Sævar um hinn svokallaða loftslagskvíða sem margir finna fyrir. „Þetta er bara að gerast svo gígantískt hratt og við höfum ekkert marga áratugi til að bregðast við og ég ætla rétt að vona að við veljum lífið og veljum fegurðina og bregðumst við og gætum þess að þessi stórkostlega sinfónía, sem lífið á jörðinni er, fái að hljóma áfram.“ Hann segir að eldri kynslóðir hafi fundið fyrir sambærilegum kvíða en þá í tengslum við kjarnorkuvána á tímum Kalda stríðsins. „En við þekkjum alveg sambærilegan kvíða úr fortíðinni eins og til dæmis kjarnorkukvíðinn og ósonkvíðinn - ég þjáðist af ósonkvíðanum - en við leystum það bara með því að setja reglur og eins og staðan er í dag þá neyðumst við til þess að setja boð og bönn af því að við höfum ekki leyst neinn umhverfisvanda án þess að setja boð og bönn.“ Brjálæðislegar hamfarir Til þess að útskýra umfang vandans segist Sævar reyna að upplýsingarnar í annað samhengi til þess að fá fólk til þess að skilja. „Ég sé enn þá allt of marga sem eru enn að spyrna við fótum og vilja helst ekki breyta neinu. Mér finnst bara svo ákaflega sorglegt hvernig við erum að stúta þessari ótrúlegu fegurð sem við búum við í kringum okkur. Ég tek alltaf sem dæmi að ef það eru stjörnufræðingar á fjarlægum hnetti að fylgjast með jörðinni okkar úr fjarska þá gætu þeir mælt efnin í lofthjúpnum okkar, þau gætu mælt súrefnið, nitrið og koltvíoxíðið og þau gætu líka mælt hvernig koltvíoxíðið er að magnast upp í lofthjúpnum. Eina ályktunin sem við myndum draga ef við myndum finna slíkan hnött væri að þarna á þessum hnetti væru einhverjar brjálæðislegar hamfarir að eiga sér stað.“ Verðum að breyta lifnaðarháttum Sævar segir að það sé brýnt að breyta lifnaðarháttum og forgangsröðun. Samfélagskerfið sem við búum við í dag sé hvorki sjálfbært né umhverfisvænt og ljóst að gangi ekki til lengdar. „Það er rosalegur asi í þjóðfélaginu. Ég hef varla tíma til þess að sinna barninu mínu af því að ég er alltaf að vinna fyrir einhverjum óþarfa oft. Stundum fyrir nauðsynjum, vissulega líka, og við höfum það mjög misgott en við sem erum langríkust í heiminum notum langmest af auðlindum og skiljum eftir okkur lang lang langstærstu sporin,“ segir Sævar um kolefnisfótsporin. „Hagkerfið hefur fjórfaldast frá 1970 og um leið hefur lofthjúpurinn hlýnað hressilega og sjórinn súrnað hressilega og við því miður getum ekki haldið áfram á sömu braut þannig að við ættum kannski að einfalda lífið okkar og finna hamingjuna á annan hátt en að kaupa okkur hana.“ Mannkynið þurfi að finna hamingjuna annars staðar. „Ef við kaupum minna þá þurfum við að sjálfsögðu að vinna minna af því að við þurfum ekki að eiga peningana til að kaupa allt þetta drasl sem við erum að kaupa þannig að kannski öðlumst við bara meiri frítíma og getum varið honum meira með börnunum okkar, fjölskyldu og vinum sem sýnir sig að veitir okkur miklu meiri hamingju en drasl sem við setjum inn á heimilið okkar og við hreyfum okkur meira. Við þurfum það svo sárlega í þessu samfélagi að labba oftar út í búð eða hjóla og allt þetta sem fylgir því, eins og við erum þróuð. Við erum þróuð til þess að hreyfa okkur og hafa svolítið fyrir hlutunum en þægindasamfélagið, eigum við ekki bara að kalla það það, sem er að ganga af okkur dauðum og við að drepa það í leiðinni.“ Ruslafjöll hvert sem litið er Sævar segir að nú til dags sé varla hægt að finna þann blett á jörðinni sem ekki gætir áhrifa frá manninum. „Við skiljum eftir okkur ruslafjall hvert sem litið er. […] Við finnum plastagnir upp á hæstu tindum og á ísbreiðum norður- og suðurskautsins í mestu regindjúpum.“ Það sé sorglegt að rölta um og sjá drasl á víðavangi um allar trissur. Það sé til marks um „einnota samfélag“. „Því miður þá stækkar hagkerfið þegar við ryðjum skóga en náttúran minnkar í staðinn og það gengur náttúrulega ekki upp til lengdar þannig að við þurfum að finna aðra mælikvarða á það hvernig samfélagið er að ganga. “
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira