Erlent

Réttað yfir leiðtoga kynlífs-sértrúarsöfnuðar

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga Nxivm.
Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga Nxivm. Skjáskot
Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm. Saksóknarar í málinu sögðu í dómssal í dag að Raniere hafi haldið uppi kerfi innan hópsins sem mest líkist þrælahaldi, en ætlast var til að kvenkyns meðlimir hópsins stunduðu kynlíf með honum. Greint er frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Þegar hafa fimm konur játað aðild að starfsemi hópsins, þar á meðal leikkonan Allison Mack, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Smallville.

Raniere hefur lýst yfir sakleysi sínu á öllum ákæruliðum, en verði hann sakfelldur getur hann átt yfir höfði séð lífstíðar fangelsisvist.

Marc Agnifilo, einn lögmanna Raniere sagði í dag að öll kynferðisleg samskipti Raniere við konur innan hópsins hafi verið byggð á samþykki og að ásakanir um barnaklám og kynferðislega misnotkun séu ekki á rökum reistar.

Rannsókn yfirvalda á málinu hófst eftir að New York Times birti ítarlega grein um Nxivm.

Rannsakendur halda því fram að konur hafi verið fengnar inn í hópinn sem „þrælar“ og ætlast hafi verið til að þær þjónuðu „húsbændum“ sínum og að þær stunduðu kynlíf með Raniere, sem iðulega var kallaður „The Vanguard.“

Konur hópsins voru brennimerktar upphafsstöfum Raniere, oftast á mjöðmum, en brennimerkingarnar fóru fram í athöfnum þar sem aðrir meðlimir tóku merkinguna upp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×