Íslenski boltinn

Skoraði sitt fyrsta deildarmark í fimm ár: „Nennti ekki að vera bitri og sári Óttar“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óttar Bjarni Guðmundsson skoraði sitt fimmta deildarmark í tæp fimm ár er hann jafnaði fyrir ÍA í 2-2 jafntefli gegn Fylki.

Óttar hefur undanfarin ár leikið með bæði uppeldisfélaginu Leikni og Stjörnuni en gekk í raðir Skagamanna fyrir tímabilið. Þar kom fyrsta deildarmarkið í tæp fimm ár.

„Þetta var gott mark. Tæklaði hann inn og þetta er fyrsta markið síðan 2014 svo það er rosa gott,“ sagði Óttar Bjarni í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Nei, ég veit alveg hvert mitt hlutverk er í liðinu. Ég svaf vel þessa nótt en ég þarf að verja markið fyrst og skora svo.“

Óttar segir að það sé mikil gleði á Akranesi um þessar mundir og hann nýtur lífsins á Skaganum.

„Magnað. Það er ótrúlega gaman að vera þarna. Þetta er algjört fótboltasamfélag og þetta snýst allt um fótbolta. Að vera kominn þangað og í kringum þessa menn er ótrúlega gaman,“ en hann vildi fá fleiri tækifæri hjá Stjörnunni.

„Já, en ég ákvað er ég hætti í Stjörnunni að pæla ekkert í því. Ég eignaðist mjög góða vini í Stjörnunni og lærði helling. Ég nennti ekki að vera bitri og sári Óttar.“

„Við vorum duglegir í vetur að æfa og við vissum hvert við ætluðum. Við ætlum að stefna hærra,“ sagði Óttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×