Forða því að handritin fuðri upp í flugslysi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2019 11:55 Hús íslenskunnar mun rísa á næstu þremur árum. Ekki var talið öruggt að hafa handritin á efri hæðum Húss íslenskunnar vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofnunar, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Guðrún sagði að búið væri að gera miklar rannsóknir á því hvernig væri best að koma handritunum fyrir í Húsi íslenskunnar sem taka á í notkun eftir um þrjú ár. „Það var til dæmis ekki talið öruggt að setja það á efri hæðirnar vegna þess að það er hætt við því að flugvél fljúgi á húsið því við erum svo nálægt flugvelli. Það er stór þáttur í því að hafa handritin niðri en ekki uppi,“ sagði Guðrún en leitað var til öryggisráðgjafa bæði hér heima og erlendis vegna þessa. Tilboði Ístaks sem tekið var hljóðar upp á 4,5 milljarða króna. Áfallinn kostnaður á verkefnið til dagsins í dag er 713 milljónir króna og við bætast svo áætlaðar verðlagsbreytingar út framkvæmdatímann upp á 371 milljón króna. Ýmis annar kostnaður bætist svo við framkvæmdina þannig að kostnaðaráætlunin nú hljóðar upp á alls 6,2 milljarða króna. Guðrún sagði það hafa verið vonbrigði hversu há tilboðin í verkið hefðu verið en mat markaðarins væri þetta. Þá væri um flókið hús að ræða. „Þetta er ekki venjulegt skrifstofuhús þar sem verða bara skrifstofur heldur þarf að byggja utan um handritin mikla geymslu. Það verður svona hús í húsinu og það verða líka miklar öryggiskröfur gerðar til sýningarinnar sjálfrar,“ sagði Guðrún en í húsinu verður sýning á handritunum sem hefur ekki verið hægt að bjóða upp á í langan tíma. Hún sagði að í grundvallaratriðum væri um sama hús að ræða og átti að byggja þegar skóflustungan var tekin árið 2013. Á fyrstu hæðinni, sem kölluð er almenningur, verður lifandi pláss þar sem sýningin á handritunum verður, bókasafn sem gengur upp eftir öllu húsinu, fyrirlestrasalur og veitingastaða. Á efri hæðum verður síðan starfsemi Háskóla Íslands, kennslurými og skrifstofur stofnunarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni á vef RÚV.Uppfært klukkan 15:17:Upphæðirnar sem fram komu í fréttinni um tilboð Ístaks og áætlaðan kostnað í fyrstu útgáfu hennar voru ekki réttar. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Fréttir af flugi Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ekki var talið öruggt að hafa handritin á efri hæðum Húss íslenskunnar vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofnunar, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Guðrún sagði að búið væri að gera miklar rannsóknir á því hvernig væri best að koma handritunum fyrir í Húsi íslenskunnar sem taka á í notkun eftir um þrjú ár. „Það var til dæmis ekki talið öruggt að setja það á efri hæðirnar vegna þess að það er hætt við því að flugvél fljúgi á húsið því við erum svo nálægt flugvelli. Það er stór þáttur í því að hafa handritin niðri en ekki uppi,“ sagði Guðrún en leitað var til öryggisráðgjafa bæði hér heima og erlendis vegna þessa. Tilboði Ístaks sem tekið var hljóðar upp á 4,5 milljarða króna. Áfallinn kostnaður á verkefnið til dagsins í dag er 713 milljónir króna og við bætast svo áætlaðar verðlagsbreytingar út framkvæmdatímann upp á 371 milljón króna. Ýmis annar kostnaður bætist svo við framkvæmdina þannig að kostnaðaráætlunin nú hljóðar upp á alls 6,2 milljarða króna. Guðrún sagði það hafa verið vonbrigði hversu há tilboðin í verkið hefðu verið en mat markaðarins væri þetta. Þá væri um flókið hús að ræða. „Þetta er ekki venjulegt skrifstofuhús þar sem verða bara skrifstofur heldur þarf að byggja utan um handritin mikla geymslu. Það verður svona hús í húsinu og það verða líka miklar öryggiskröfur gerðar til sýningarinnar sjálfrar,“ sagði Guðrún en í húsinu verður sýning á handritunum sem hefur ekki verið hægt að bjóða upp á í langan tíma. Hún sagði að í grundvallaratriðum væri um sama hús að ræða og átti að byggja þegar skóflustungan var tekin árið 2013. Á fyrstu hæðinni, sem kölluð er almenningur, verður lifandi pláss þar sem sýningin á handritunum verður, bókasafn sem gengur upp eftir öllu húsinu, fyrirlestrasalur og veitingastaða. Á efri hæðum verður síðan starfsemi Háskóla Íslands, kennslurými og skrifstofur stofnunarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni á vef RÚV.Uppfært klukkan 15:17:Upphæðirnar sem fram komu í fréttinni um tilboð Ístaks og áætlaðan kostnað í fyrstu útgáfu hennar voru ekki réttar. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Fréttir af flugi Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira