Málað á bökkum MeToo-fljóts Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. maí 2019 10:00 Maður nennir ekki lengur að setja sig í einhverjar stellingar, segir Hallgrímur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari KLOF & PRÍ$ er yfirskrift málverkasýningar Hallgríms Helgasonar sem verður opnuð í dag, föstudaginn 10. maí, í Tveimur hröfnum á Baldursgötu og stendur til 8. júní. „Þetta eru málverk og teikningar sem mér tókst að vinna í vetur, einkum nú á útmánuðum. Ég held að það séu 14 málverk og yfir 40 teikningar á sýningunni,“ segir Hallgrímur. „Nánast allar þessar myndir eru af einhvers konar pörum, karli og konu yfirleitt, og í þessum samböndum hefur greinilega eitthvað gerst eða er að fara að gerast. Eitthvað sárt og dramatískt. Ég er búinn að vera upptekinn af þessu mótífi í nokkur ár og var búinn að finna enska titilinn á þetta: Women hungry, Men Angry. Hins vegar tókst mér ekki að þýða hann yfir á íslensku, þannig að úr varð annar titill sem vísar kannski í fleiri áttir en hinn: KLOF & PRÍ$.“Þrúgandi og frelsandi Verkin eru innblásin af MeToo og skoðanir listamannsins á þeirri byltingu eru sterkar og afdráttarlausar og sjálfur hefur hann sára sögu að segja. „Það má segja að ég stilli trönunum upp á bökkum MeToo-fljótsins og máli útsýnið þaðan, þetta er svona mín sýn á þjóðfélagið eins og það stendur núna, einkum þessi kynjaátök sem maður skynjar í samtímanum: Framsækni femínista mætir þrotareiði feðraveldisins, brotaþolar burðast með drauga fortíðar, gerendur neita eða gráta og meðvirkir makar stara út í tómið. Mér finnst þessi MeToo-bylting alveg magnað fyrirbæri, og sjálfsagt spilar þar einnig inn í mín eigin reynsla. Fyrir nokkrum árum kom ég út með kynferðisofbeldi sem ég varð fyrir ungur, skápaopnun sem reyndist mér bæði þrúgandi og frelsandi í senn. Og stundum held ég að ég sé að mála beint út frá þeirri reynslu, bæði nauðguninni sjálfri og eftirmálunum sem urðu þegar ég sagði frá henni. Annars skilur maður einna síst sjálfur hvert undirmeðvitundin er að fara, maður verður bara að treysta henni. Fyrir rúmu ári var ég einnig svo heppinn að vera á Manhattan þegar kvennagangan mikla, Women’s March, fór fram. Að sjá þessar milljón raddir rísa úr djúpinu var ekkert minna en stórfenglegt. MeToo-bylgjan er Franska bylting okkar daga og áhrifa hennar mun gæta næstu 200 árin. Tuðið gegn henni mun ekki koma neitt betur út í ljósi sögunnar en ramakvein franska aðalsins á sínum tíma. En sagan mun einnig dæma illa þá sem ganga of hart fram í nafni nýrra tíma.“Undirmeðvitundin leiðir Á vissan hátt er Hallgrímur á nýjum slóðum í þessari sýningu sinni. „Á síðustu sýningum mínum hefur realisminn ráðið ríkjum en nú yfirgef ég ytri heiminn og hverf inn í mig; mála bara beint á strigann, allt óplanað og í hreinni óvissu, með sömu aðferð og ég hef teiknað í gegnum árin. Undirmeðvitundin leiðir og fær langan taum frá yfirvitundinni. Ætli það sé ekki sextugsaldurinn, maður nennir ekki lengur að setja sig í einhverjar stellingar og leyfir sínu innra rugli að flæða óhindrað á strigann. Fyrir vikið eru verkin sjálfsagt skrýtin í augum sumra, en svona er maður nú bara. Fyrir málarann í manni er þetta hins vegar bara hátíð, og gleðin og afköstin eftir því. Eina vandamálið er að vita hvenær maður á að hætta, eins og Kristján heitinn Davíðsson sagði.“ Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
KLOF & PRÍ$ er yfirskrift málverkasýningar Hallgríms Helgasonar sem verður opnuð í dag, föstudaginn 10. maí, í Tveimur hröfnum á Baldursgötu og stendur til 8. júní. „Þetta eru málverk og teikningar sem mér tókst að vinna í vetur, einkum nú á útmánuðum. Ég held að það séu 14 málverk og yfir 40 teikningar á sýningunni,“ segir Hallgrímur. „Nánast allar þessar myndir eru af einhvers konar pörum, karli og konu yfirleitt, og í þessum samböndum hefur greinilega eitthvað gerst eða er að fara að gerast. Eitthvað sárt og dramatískt. Ég er búinn að vera upptekinn af þessu mótífi í nokkur ár og var búinn að finna enska titilinn á þetta: Women hungry, Men Angry. Hins vegar tókst mér ekki að þýða hann yfir á íslensku, þannig að úr varð annar titill sem vísar kannski í fleiri áttir en hinn: KLOF & PRÍ$.“Þrúgandi og frelsandi Verkin eru innblásin af MeToo og skoðanir listamannsins á þeirri byltingu eru sterkar og afdráttarlausar og sjálfur hefur hann sára sögu að segja. „Það má segja að ég stilli trönunum upp á bökkum MeToo-fljótsins og máli útsýnið þaðan, þetta er svona mín sýn á þjóðfélagið eins og það stendur núna, einkum þessi kynjaátök sem maður skynjar í samtímanum: Framsækni femínista mætir þrotareiði feðraveldisins, brotaþolar burðast með drauga fortíðar, gerendur neita eða gráta og meðvirkir makar stara út í tómið. Mér finnst þessi MeToo-bylting alveg magnað fyrirbæri, og sjálfsagt spilar þar einnig inn í mín eigin reynsla. Fyrir nokkrum árum kom ég út með kynferðisofbeldi sem ég varð fyrir ungur, skápaopnun sem reyndist mér bæði þrúgandi og frelsandi í senn. Og stundum held ég að ég sé að mála beint út frá þeirri reynslu, bæði nauðguninni sjálfri og eftirmálunum sem urðu þegar ég sagði frá henni. Annars skilur maður einna síst sjálfur hvert undirmeðvitundin er að fara, maður verður bara að treysta henni. Fyrir rúmu ári var ég einnig svo heppinn að vera á Manhattan þegar kvennagangan mikla, Women’s March, fór fram. Að sjá þessar milljón raddir rísa úr djúpinu var ekkert minna en stórfenglegt. MeToo-bylgjan er Franska bylting okkar daga og áhrifa hennar mun gæta næstu 200 árin. Tuðið gegn henni mun ekki koma neitt betur út í ljósi sögunnar en ramakvein franska aðalsins á sínum tíma. En sagan mun einnig dæma illa þá sem ganga of hart fram í nafni nýrra tíma.“Undirmeðvitundin leiðir Á vissan hátt er Hallgrímur á nýjum slóðum í þessari sýningu sinni. „Á síðustu sýningum mínum hefur realisminn ráðið ríkjum en nú yfirgef ég ytri heiminn og hverf inn í mig; mála bara beint á strigann, allt óplanað og í hreinni óvissu, með sömu aðferð og ég hef teiknað í gegnum árin. Undirmeðvitundin leiðir og fær langan taum frá yfirvitundinni. Ætli það sé ekki sextugsaldurinn, maður nennir ekki lengur að setja sig í einhverjar stellingar og leyfir sínu innra rugli að flæða óhindrað á strigann. Fyrir vikið eru verkin sjálfsagt skrýtin í augum sumra, en svona er maður nú bara. Fyrir málarann í manni er þetta hins vegar bara hátíð, og gleðin og afköstin eftir því. Eina vandamálið er að vita hvenær maður á að hætta, eins og Kristján heitinn Davíðsson sagði.“
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira