Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2019 14:30 Ragnheiður Erla Björnsdóttir er huldukonan í bréfi lögmanns þingmanna Miðflokksins. Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur „ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru er að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla.Persónuvernd hafnaði í gær kröfulögmanns þingmanna Miðflokksins um frekari gagnaöflun í máli þeirra vegna Klausturmálsins svokallaða. Í úrskurði Persónuverndar er vísað í bréf lögmanns þingmannanna þar sem meðal annars er vitnað í að óþekkt kona hafi komið inn á Klaustur og „gengið ákveðið að innra rými staðarins og rakleitt, að því er virðist, til Báru Halldórsdóttur“.Hin óþekkta kona er sem fyrr segir Ragnheiður Erla sem í samtali við Vísi segir góða ástæðu hafa verið fyrir því að hún hafi gengið rakleiðis í átt að Báru. Hún hafi verið nýkomin til Íslands eftir ferðalög erlendis og hafi viljað heilsað upp á Báru, enda séu þær gamlar vinkonur.„Við höfum þekkst frá því ég var 14 ára,“ segir Ragnheiður Erla en hún átti leið framhjá Klaustri umrætt kvöld á leið til og frá æfingu hjá Rauða Skáldahúsinu sem haldin var í Iðnó umrætt kvöld.„Súrrealísk blanda“Segist hún hafa tekið eftir þingmönnunum og Báru á leið á æfinguna fyrr um kvöldið og hugsað með sér að þarna væri „súrrealísk blanda“ af fólki samankomin. Á leiðinni af æfingu, um tveimum tímum síðar, tók hún eftir því að enn sátu Bára og þingmennirnir á Klaustri. Því hafi hún ákveðið að heilsa upp á Báru. Skopparakringlan sem Ragnheiður Erla handlék inni á Klaustri.Mynd/Ragnheiður Erla.Í bréfi lögmanns þingmanna Miðflokksins segir um Ragnheiði Erlu að á tilteknum tíma sjáist hún ganga fram hjá Klaustri og hafi í hægri hendi ljósan mun, mögulega möppu, tölvu eða spjaldtölvu. Rétt á eftir sjáist konan, Ragnheiðir Erla, koma inn á staðinn en hafi þá fært muninn úr hægri endi í þá vinstri. Þegar konan gekk út af staðnum, eftir að hafa gefið sig á tal við Báru, hafi hún ekki haft ljósa muninn lengur með sér. Virðist hún því hafa afhent hann Báru, og Bára afhent konunni áðurnefndan smáhlut.„Ég fór inn til að segja hæ við Báru. Hún knúsaði mig og sagði „ég er upptekin“ og ég fór út,“ segir Ragnheiður Erla um samskipti sín við Báru sem hú telur að hafi tekið um 20 sekúndur. Af og frá sé að hún hafi afhent Báru eitthvað eða að Bára hafi afhent henni eitthvað. Smáhluturinn sé lítil skopparakringla sem hún hafi gjarnan í höndunum. Ljósa mappan hafi annað hvort verið fartölva hennar eða ljóðabók.„Það var ekkert leynimakk,“ segir Ragnheiður Erla sem virðist ekki vera sérstaklega hrifinn af því að hafa verið dreginn inn í þetta mál af Miðflokksmönnum.„Mér finnst þetta fyrst og fremst kjánalegt. Þeir eru að eyða miklum tíma í óþarfa tíma sem þeir gætu verið að nýta í að vinna fyrir þegnana í landinu. Þeir eru að nýta tímann í algjöra vitleysu. Þetta er bara til skammar,“ segir Ragnheiður Erla. Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35 Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninginn á tímabilinu. 26. apríl 2019 20:36 Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur „ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru er að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla.Persónuvernd hafnaði í gær kröfulögmanns þingmanna Miðflokksins um frekari gagnaöflun í máli þeirra vegna Klausturmálsins svokallaða. Í úrskurði Persónuverndar er vísað í bréf lögmanns þingmannanna þar sem meðal annars er vitnað í að óþekkt kona hafi komið inn á Klaustur og „gengið ákveðið að innra rými staðarins og rakleitt, að því er virðist, til Báru Halldórsdóttur“.Hin óþekkta kona er sem fyrr segir Ragnheiður Erla sem í samtali við Vísi segir góða ástæðu hafa verið fyrir því að hún hafi gengið rakleiðis í átt að Báru. Hún hafi verið nýkomin til Íslands eftir ferðalög erlendis og hafi viljað heilsað upp á Báru, enda séu þær gamlar vinkonur.„Við höfum þekkst frá því ég var 14 ára,“ segir Ragnheiður Erla en hún átti leið framhjá Klaustri umrætt kvöld á leið til og frá æfingu hjá Rauða Skáldahúsinu sem haldin var í Iðnó umrætt kvöld.„Súrrealísk blanda“Segist hún hafa tekið eftir þingmönnunum og Báru á leið á æfinguna fyrr um kvöldið og hugsað með sér að þarna væri „súrrealísk blanda“ af fólki samankomin. Á leiðinni af æfingu, um tveimum tímum síðar, tók hún eftir því að enn sátu Bára og þingmennirnir á Klaustri. Því hafi hún ákveðið að heilsa upp á Báru. Skopparakringlan sem Ragnheiður Erla handlék inni á Klaustri.Mynd/Ragnheiður Erla.Í bréfi lögmanns þingmanna Miðflokksins segir um Ragnheiði Erlu að á tilteknum tíma sjáist hún ganga fram hjá Klaustri og hafi í hægri hendi ljósan mun, mögulega möppu, tölvu eða spjaldtölvu. Rétt á eftir sjáist konan, Ragnheiðir Erla, koma inn á staðinn en hafi þá fært muninn úr hægri endi í þá vinstri. Þegar konan gekk út af staðnum, eftir að hafa gefið sig á tal við Báru, hafi hún ekki haft ljósa muninn lengur með sér. Virðist hún því hafa afhent hann Báru, og Bára afhent konunni áðurnefndan smáhlut.„Ég fór inn til að segja hæ við Báru. Hún knúsaði mig og sagði „ég er upptekin“ og ég fór út,“ segir Ragnheiður Erla um samskipti sín við Báru sem hú telur að hafi tekið um 20 sekúndur. Af og frá sé að hún hafi afhent Báru eitthvað eða að Bára hafi afhent henni eitthvað. Smáhluturinn sé lítil skopparakringla sem hún hafi gjarnan í höndunum. Ljósa mappan hafi annað hvort verið fartölva hennar eða ljóðabók.„Það var ekkert leynimakk,“ segir Ragnheiður Erla sem virðist ekki vera sérstaklega hrifinn af því að hafa verið dreginn inn í þetta mál af Miðflokksmönnum.„Mér finnst þetta fyrst og fremst kjánalegt. Þeir eru að eyða miklum tíma í óþarfa tíma sem þeir gætu verið að nýta í að vinna fyrir þegnana í landinu. Þeir eru að nýta tímann í algjöra vitleysu. Þetta er bara til skammar,“ segir Ragnheiður Erla.
Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35 Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninginn á tímabilinu. 26. apríl 2019 20:36 Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35
Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninginn á tímabilinu. 26. apríl 2019 20:36
Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01