Erlent

Fimm ára hringdi í neyðarlínuna og bað um McDonalds

Andri Eysteinsson skrifar
Oft er þörf en hjá Iziah Hall var um að ræða nauðsyn.
Oft er þörf en hjá Iziah Hall var um að ræða nauðsyn. Getty/Robert Alexander
Fimm ára gamall drengur í Michigan í Bandaríkjunum hringdi í Neyðarlínuna ytra af heldur óvenjulegri ástæðu, drengnum langaði svo í McDonalds. AP greinir frá.

Drengurinn, Iziah Hall, spurði starfsmann neyðarlínunnar, Söruh Kuberski, hvort hún gæti komið með McDonalds handa honum því að amma hans væri sofandi og gæti ekki keypt handa honum.

Lögreglumaður var sendur á staðinn til að athuga með strákinn og segir lögreglumaðurinn sem sendur var á vettvang, Dan Patterson, að beiðni drengsins hafi verið fyndin og ákvað hann því að kaupa McDonalds fyrir strákinn.

„Ég á leið hjá McDonalds ef ég keyri til hans, ég hef ekkert betra að gera en að stoppa og kaupa eitthvað fyrir hann,“ sagði Patterson við WZZM-TV í Michigan. Patterson sagði strákinn hafa afþakkað veitingarnar þegar lögreglumaðurinn bankaði upp á og bað hann um að fara því annars yrði amma hans reið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×