Atli Heimir Sveinsson látinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2019 13:39 Atli Heimir Sveinsson, tónskáld. vísir/pjetur Atli Heimir Sveinsson tónskáld er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans en RÚV greinir frá. Atli var í hópi virtustu tónskálda landsins og samdi fjölda tónverka.Eftirfarandi texti er fenginn af heimasíðu Atla: Atli Heimir Sveinsson fæddist í Reykjavík 21. september 1938. Á æskuheimili hans var tónlist í hávegum höfð og níu ára gamall hóf hann tónlistarnám í Barnamúsikskóla Dr. Heinz Edelsteins og ári seinna í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Jafnfram þessu var Atli í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk stúdentsprófi árið 1958. Hann fór síðan til Þýskalands og stundaði nám í tónsmíðum, píanóleik og hljómsveitarstjórn við Staatliche Hochschule für Musik í Köln. Atli samdi tíu einleikskonserta, sex sinfóníur og á að auki önnur hljómsveitarverk. Þá samdi Atli margvísleg einleiks- og kammerverk, sönglög og ýmsa tækifæristónlist. Þá má nefna hljómsveitarverkin Tengsl, Flower shower og Hreinn/Súm, Nóttin á herðum okkar, við ljóð eftir Jón Óskar, og Icerapp 2000 sem samið var fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og flutt 15 sinnum á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum árið 2000. Atli samdi jafnframt 5 óperur. Silkitromman var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu árið 1980 og síðar á leiklistarhátíð í Venezuela. Sjónvarpsóperan Vikivaki var sýnd samtímis um öll Norðurlönd 1982. Tunglskinseyjan var frumsýnd í Bejing 1996 og síðar í sett upp í Þjóðleikhúsinu. Atli vann mikið í leikhúsum og samdi þar margvíslega tónlist. Má þar nefna Dimmalimm, Dansleik, Ofvitann, Ég er gull og gersemi, Sjálfstætt fólk, Mýrarljós og söngleikinn Land míns föður, sem gekk 218 sinnum í Iðnó. Þá kenndi hann einnig tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Atli var formaður Tónskáldafélags Íslands frá 1972-1983 og formaður Norræna tónskáldaráðsins 1974-1976. Hann skipulagði tónlistarhátíð og aðalfund hins alþjóðlega félags nútímatónlistar árið 1973 og Norræna músikdaga 1976. Þá stofnaði hann Myrka músikdaga árið 1980. Þessar hátíðir mörkuðu tímamót í íslensku tónlistarlífi og mynduðu ný tengsl milli Íslands og umheimsins. Árið 1976 hlaut Atli Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Íslendinga, fyrir flautukonsert sinn. Árið 1978 hlaut hann síðan L’ordre du merite culturel frá Póllandi. Hann var kjörinn meðlimur í Konunglegu sænsku tónlistarakademíuna árið 1993. Hann nautheiðurslauna Alþingis og hélt fyrirlestra við ýmsa háskóla víða um heim. Hann var einnig gestakennari við CalArts í Los Angeles og Brownháskólann í Providence, Rohde Island. Sif Sigurðardóttir eiginkona Atla lést árið 2018. Synir Atla Heimis eru Teitur f. 1969 og Auðunn f. 1971. Barnabörnin eru sjö. Andlát Tónlist Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira
Atli Heimir Sveinsson tónskáld er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans en RÚV greinir frá. Atli var í hópi virtustu tónskálda landsins og samdi fjölda tónverka.Eftirfarandi texti er fenginn af heimasíðu Atla: Atli Heimir Sveinsson fæddist í Reykjavík 21. september 1938. Á æskuheimili hans var tónlist í hávegum höfð og níu ára gamall hóf hann tónlistarnám í Barnamúsikskóla Dr. Heinz Edelsteins og ári seinna í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Jafnfram þessu var Atli í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk stúdentsprófi árið 1958. Hann fór síðan til Þýskalands og stundaði nám í tónsmíðum, píanóleik og hljómsveitarstjórn við Staatliche Hochschule für Musik í Köln. Atli samdi tíu einleikskonserta, sex sinfóníur og á að auki önnur hljómsveitarverk. Þá samdi Atli margvísleg einleiks- og kammerverk, sönglög og ýmsa tækifæristónlist. Þá má nefna hljómsveitarverkin Tengsl, Flower shower og Hreinn/Súm, Nóttin á herðum okkar, við ljóð eftir Jón Óskar, og Icerapp 2000 sem samið var fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og flutt 15 sinnum á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum árið 2000. Atli samdi jafnframt 5 óperur. Silkitromman var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu árið 1980 og síðar á leiklistarhátíð í Venezuela. Sjónvarpsóperan Vikivaki var sýnd samtímis um öll Norðurlönd 1982. Tunglskinseyjan var frumsýnd í Bejing 1996 og síðar í sett upp í Þjóðleikhúsinu. Atli vann mikið í leikhúsum og samdi þar margvíslega tónlist. Má þar nefna Dimmalimm, Dansleik, Ofvitann, Ég er gull og gersemi, Sjálfstætt fólk, Mýrarljós og söngleikinn Land míns föður, sem gekk 218 sinnum í Iðnó. Þá kenndi hann einnig tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Atli var formaður Tónskáldafélags Íslands frá 1972-1983 og formaður Norræna tónskáldaráðsins 1974-1976. Hann skipulagði tónlistarhátíð og aðalfund hins alþjóðlega félags nútímatónlistar árið 1973 og Norræna músikdaga 1976. Þá stofnaði hann Myrka músikdaga árið 1980. Þessar hátíðir mörkuðu tímamót í íslensku tónlistarlífi og mynduðu ný tengsl milli Íslands og umheimsins. Árið 1976 hlaut Atli Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Íslendinga, fyrir flautukonsert sinn. Árið 1978 hlaut hann síðan L’ordre du merite culturel frá Póllandi. Hann var kjörinn meðlimur í Konunglegu sænsku tónlistarakademíuna árið 1993. Hann nautheiðurslauna Alþingis og hélt fyrirlestra við ýmsa háskóla víða um heim. Hann var einnig gestakennari við CalArts í Los Angeles og Brownháskólann í Providence, Rohde Island. Sif Sigurðardóttir eiginkona Atla lést árið 2018. Synir Atla Heimis eru Teitur f. 1969 og Auðunn f. 1971. Barnabörnin eru sjö.
Andlát Tónlist Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira