Atli Heimir Sveinsson látinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2019 13:39 Atli Heimir Sveinsson, tónskáld. vísir/pjetur Atli Heimir Sveinsson tónskáld er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans en RÚV greinir frá. Atli var í hópi virtustu tónskálda landsins og samdi fjölda tónverka.Eftirfarandi texti er fenginn af heimasíðu Atla: Atli Heimir Sveinsson fæddist í Reykjavík 21. september 1938. Á æskuheimili hans var tónlist í hávegum höfð og níu ára gamall hóf hann tónlistarnám í Barnamúsikskóla Dr. Heinz Edelsteins og ári seinna í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Jafnfram þessu var Atli í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk stúdentsprófi árið 1958. Hann fór síðan til Þýskalands og stundaði nám í tónsmíðum, píanóleik og hljómsveitarstjórn við Staatliche Hochschule für Musik í Köln. Atli samdi tíu einleikskonserta, sex sinfóníur og á að auki önnur hljómsveitarverk. Þá samdi Atli margvísleg einleiks- og kammerverk, sönglög og ýmsa tækifæristónlist. Þá má nefna hljómsveitarverkin Tengsl, Flower shower og Hreinn/Súm, Nóttin á herðum okkar, við ljóð eftir Jón Óskar, og Icerapp 2000 sem samið var fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og flutt 15 sinnum á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum árið 2000. Atli samdi jafnframt 5 óperur. Silkitromman var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu árið 1980 og síðar á leiklistarhátíð í Venezuela. Sjónvarpsóperan Vikivaki var sýnd samtímis um öll Norðurlönd 1982. Tunglskinseyjan var frumsýnd í Bejing 1996 og síðar í sett upp í Þjóðleikhúsinu. Atli vann mikið í leikhúsum og samdi þar margvíslega tónlist. Má þar nefna Dimmalimm, Dansleik, Ofvitann, Ég er gull og gersemi, Sjálfstætt fólk, Mýrarljós og söngleikinn Land míns föður, sem gekk 218 sinnum í Iðnó. Þá kenndi hann einnig tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Atli var formaður Tónskáldafélags Íslands frá 1972-1983 og formaður Norræna tónskáldaráðsins 1974-1976. Hann skipulagði tónlistarhátíð og aðalfund hins alþjóðlega félags nútímatónlistar árið 1973 og Norræna músikdaga 1976. Þá stofnaði hann Myrka músikdaga árið 1980. Þessar hátíðir mörkuðu tímamót í íslensku tónlistarlífi og mynduðu ný tengsl milli Íslands og umheimsins. Árið 1976 hlaut Atli Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Íslendinga, fyrir flautukonsert sinn. Árið 1978 hlaut hann síðan L’ordre du merite culturel frá Póllandi. Hann var kjörinn meðlimur í Konunglegu sænsku tónlistarakademíuna árið 1993. Hann nautheiðurslauna Alþingis og hélt fyrirlestra við ýmsa háskóla víða um heim. Hann var einnig gestakennari við CalArts í Los Angeles og Brownháskólann í Providence, Rohde Island. Sif Sigurðardóttir eiginkona Atla lést árið 2018. Synir Atla Heimis eru Teitur f. 1969 og Auðunn f. 1971. Barnabörnin eru sjö. Andlát Tónlist Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Atli Heimir Sveinsson tónskáld er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans en RÚV greinir frá. Atli var í hópi virtustu tónskálda landsins og samdi fjölda tónverka.Eftirfarandi texti er fenginn af heimasíðu Atla: Atli Heimir Sveinsson fæddist í Reykjavík 21. september 1938. Á æskuheimili hans var tónlist í hávegum höfð og níu ára gamall hóf hann tónlistarnám í Barnamúsikskóla Dr. Heinz Edelsteins og ári seinna í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Jafnfram þessu var Atli í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk stúdentsprófi árið 1958. Hann fór síðan til Þýskalands og stundaði nám í tónsmíðum, píanóleik og hljómsveitarstjórn við Staatliche Hochschule für Musik í Köln. Atli samdi tíu einleikskonserta, sex sinfóníur og á að auki önnur hljómsveitarverk. Þá samdi Atli margvísleg einleiks- og kammerverk, sönglög og ýmsa tækifæristónlist. Þá má nefna hljómsveitarverkin Tengsl, Flower shower og Hreinn/Súm, Nóttin á herðum okkar, við ljóð eftir Jón Óskar, og Icerapp 2000 sem samið var fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og flutt 15 sinnum á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum árið 2000. Atli samdi jafnframt 5 óperur. Silkitromman var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu árið 1980 og síðar á leiklistarhátíð í Venezuela. Sjónvarpsóperan Vikivaki var sýnd samtímis um öll Norðurlönd 1982. Tunglskinseyjan var frumsýnd í Bejing 1996 og síðar í sett upp í Þjóðleikhúsinu. Atli vann mikið í leikhúsum og samdi þar margvíslega tónlist. Má þar nefna Dimmalimm, Dansleik, Ofvitann, Ég er gull og gersemi, Sjálfstætt fólk, Mýrarljós og söngleikinn Land míns föður, sem gekk 218 sinnum í Iðnó. Þá kenndi hann einnig tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Atli var formaður Tónskáldafélags Íslands frá 1972-1983 og formaður Norræna tónskáldaráðsins 1974-1976. Hann skipulagði tónlistarhátíð og aðalfund hins alþjóðlega félags nútímatónlistar árið 1973 og Norræna músikdaga 1976. Þá stofnaði hann Myrka músikdaga árið 1980. Þessar hátíðir mörkuðu tímamót í íslensku tónlistarlífi og mynduðu ný tengsl milli Íslands og umheimsins. Árið 1976 hlaut Atli Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Íslendinga, fyrir flautukonsert sinn. Árið 1978 hlaut hann síðan L’ordre du merite culturel frá Póllandi. Hann var kjörinn meðlimur í Konunglegu sænsku tónlistarakademíuna árið 1993. Hann nautheiðurslauna Alþingis og hélt fyrirlestra við ýmsa háskóla víða um heim. Hann var einnig gestakennari við CalArts í Los Angeles og Brownháskólann í Providence, Rohde Island. Sif Sigurðardóttir eiginkona Atla lést árið 2018. Synir Atla Heimis eru Teitur f. 1969 og Auðunn f. 1971. Barnabörnin eru sjö.
Andlát Tónlist Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent