Alltaf fullt út úr dyrum hjá kaþólska prestinum á Ásbrú Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. apríl 2019 19:00 Séra Grzegorz Adamiak hefur starfað sem prestur á Íslandi síðan 2014 vísir/egill Fjöldi barna sem ganga í fyrsta sinn til altaris í sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II í Reykjanesbæ hefur tvöfaldast á fjórum árum. Sóknarpresturinn segir pólskum kaþólikkum á svæðinu alltaf verið að fjölga en hverja helgi er fullt út úr dyrum í messum hjá honum. Kaþólski sóknarpresturinn, séra Grzegorz Adamiak, var fenginn til Íslands árið 2014 til að sinna kaþólskum Pólverjum á Suðurnesjunum þar sem mikil þörf þótti á slíkri þjónustu. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi og býr stór hluti þeirra á Suðurnesjunum. Í dag tilheyra um tvö þúsund manns sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II á Ásbrú í Reykjanesbæ og er alltaf fullt út úr dyrum í messu hjá Grzegorz. Hann segir að það séu alltaf um tvö til þrjú hundruð manns í messu en þær eru þrjár um helgar, tvær á pólsku og ein á ensku.Fleiri börn fermast Grzegorz segir greinilegt að kaþólska samfélagið á Suðrnesjum fari ört stækkandi. Á hverju ári ganga fleiri börn fyrst til altaris en það gera kaþólikkar þegar þeir eru átta ára gamlir. Það er staðfesting þeirra á skírninni. „Síðan ég byrjaði árið 2014 hefur fjöldinn tvöfaldast. Fyrsta árið voru 19 krakkar og núna erum við að undirbú 53 krakka sem munu ganga til altaris í fyrsta sinn,“ segir Grzegorz. Börnin fermast svo 13 til 14 ára. „Ég er með ellefu krakka sem fermast í ár,“ segir Grzegorz en það eru líka fleiri börn en síðustu ár. Grzegorz, sem er mjög vel liðinn meðal samlanda sinna, segir starf sóknarkirkjunnar mikilvægt fyrir pólska samfélagið. Þá reyni hann alltaf að vera til staðar fyrir fólkið sitt. „Ég verð glaður þegar fólk leitar til mín. Ég held ég geti sagt að fólk þurfi á mér að halda hér,“ segir Grzegorz Adamiak, sóknarprestur á Ásbrú. Reykjanesbær Trúmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fjöldi barna sem ganga í fyrsta sinn til altaris í sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II í Reykjanesbæ hefur tvöfaldast á fjórum árum. Sóknarpresturinn segir pólskum kaþólikkum á svæðinu alltaf verið að fjölga en hverja helgi er fullt út úr dyrum í messum hjá honum. Kaþólski sóknarpresturinn, séra Grzegorz Adamiak, var fenginn til Íslands árið 2014 til að sinna kaþólskum Pólverjum á Suðurnesjunum þar sem mikil þörf þótti á slíkri þjónustu. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi og býr stór hluti þeirra á Suðurnesjunum. Í dag tilheyra um tvö þúsund manns sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II á Ásbrú í Reykjanesbæ og er alltaf fullt út úr dyrum í messu hjá Grzegorz. Hann segir að það séu alltaf um tvö til þrjú hundruð manns í messu en þær eru þrjár um helgar, tvær á pólsku og ein á ensku.Fleiri börn fermast Grzegorz segir greinilegt að kaþólska samfélagið á Suðrnesjum fari ört stækkandi. Á hverju ári ganga fleiri börn fyrst til altaris en það gera kaþólikkar þegar þeir eru átta ára gamlir. Það er staðfesting þeirra á skírninni. „Síðan ég byrjaði árið 2014 hefur fjöldinn tvöfaldast. Fyrsta árið voru 19 krakkar og núna erum við að undirbú 53 krakka sem munu ganga til altaris í fyrsta sinn,“ segir Grzegorz. Börnin fermast svo 13 til 14 ára. „Ég er með ellefu krakka sem fermast í ár,“ segir Grzegorz en það eru líka fleiri börn en síðustu ár. Grzegorz, sem er mjög vel liðinn meðal samlanda sinna, segir starf sóknarkirkjunnar mikilvægt fyrir pólska samfélagið. Þá reyni hann alltaf að vera til staðar fyrir fólkið sitt. „Ég verð glaður þegar fólk leitar til mín. Ég held ég geti sagt að fólk þurfi á mér að halda hér,“ segir Grzegorz Adamiak, sóknarprestur á Ásbrú.
Reykjanesbær Trúmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira