Segir það neyðarúrræði að hækka vöruverð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. apríl 2019 20:00 Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið þurfa á verðhækkunum að halda til að geta haldið áfram rekstri. Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Það sé ekki eingöngu vegna launahækkana heldur einnig vegna hækkunar á hráefniskostnaði. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Mikil gagnrýni braust út í gær þegar tilkynning barst þess efnis að heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM hygðist hækka vörur sínar um 3,9 prósent yrðu kjarasamningar samþykktir. Í kjölfarið kom í ljós að Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent. Framkvæmdastjóri Gæðabaksturs segir fyrirtækið neyðast til að hækka vöruverð. „Það hefur hækkað hráefni hjá okkur á síðasta ári um 30 prósent á hveiti. Vegna lélegra uppskeru það árið. Við vorum með framvirkan samning sem að kláraðist eftir áramótin. Launahækkanir sem eru yfirvofandi. Flutningskostnaður á vörum sem við þurfum að senda út á land hefur hækkað um sex prósent. Síðan hafa verið hækkanir út af gengi að koma út á hráefni. Þess vegna er þetta neyðarúrræði sem við grípum til,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki hækkað verð í 15 mánuði. Hann reiknar með að kjarasamningar verði samþykktir og koma þurfi til móts við launahækkanirnar á einhvern hátt. „síðustu ár höfum við verið að hagræða og gera betur í verksmiðjunni. Það er bara ekki hægt lengur,“ segir hann. Hann sé með 170 manns í vinnu og hækkun á launum verði hátt í fimm milljónir á mánuði.Í þessari umræðu hefur ekkert verið pælt í því að draga verðhækkanirnar til baka og finna aðrar leiðir?„Nei ég hef ekki gert. Ég tel það vera að við þurfum á þessu að halda. Við höfum ekki einhverja djúpa vasa að fara í, því miður,“ segir hann. Kjaramál Neytendur Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Það sé ekki eingöngu vegna launahækkana heldur einnig vegna hækkunar á hráefniskostnaði. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Mikil gagnrýni braust út í gær þegar tilkynning barst þess efnis að heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM hygðist hækka vörur sínar um 3,9 prósent yrðu kjarasamningar samþykktir. Í kjölfarið kom í ljós að Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent. Framkvæmdastjóri Gæðabaksturs segir fyrirtækið neyðast til að hækka vöruverð. „Það hefur hækkað hráefni hjá okkur á síðasta ári um 30 prósent á hveiti. Vegna lélegra uppskeru það árið. Við vorum með framvirkan samning sem að kláraðist eftir áramótin. Launahækkanir sem eru yfirvofandi. Flutningskostnaður á vörum sem við þurfum að senda út á land hefur hækkað um sex prósent. Síðan hafa verið hækkanir út af gengi að koma út á hráefni. Þess vegna er þetta neyðarúrræði sem við grípum til,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki hækkað verð í 15 mánuði. Hann reiknar með að kjarasamningar verði samþykktir og koma þurfi til móts við launahækkanirnar á einhvern hátt. „síðustu ár höfum við verið að hagræða og gera betur í verksmiðjunni. Það er bara ekki hægt lengur,“ segir hann. Hann sé með 170 manns í vinnu og hækkun á launum verði hátt í fimm milljónir á mánuði.Í þessari umræðu hefur ekkert verið pælt í því að draga verðhækkanirnar til baka og finna aðrar leiðir?„Nei ég hef ekki gert. Ég tel það vera að við þurfum á þessu að halda. Við höfum ekki einhverja djúpa vasa að fara í, því miður,“ segir hann.
Kjaramál Neytendur Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira