Formenn sáttir við þátttöku í atkvæðagreiðslum um samninga Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2019 12:00 Frá undirritun samninganna í byrjun mánaðarins. vísir/vilhelm Kjarasamningar um 110 þúsund félaga í Starfsgreinasambandinu og VR hafa verið samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. Þátttaka í atkvæðagreiðslu meðal 19 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins var tæplega þrettán prósent en yfir tuttugu prósent hjá félagsmönnum VR. Starfsgreinasambandið hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu meðal 18 félaga af 19 um nýjan samning, en AFL Starfsgreinafélag sá sjálft um sína atkvæðagreiðslu. Þátttaka var að jafnaði 12,78% í atkvæðagreiðslunni; já sögðu 80,06% en nei sögðu 17,33%. 2,61% tóku ekki afstöðu. Atkvæðarétt höfðu 36.835 manns. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum nema einu, en í 17 af 19 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 70% atkvæða. Samningurinn á hinum almenna vinnumarkaði, sem undirritaður var 3. apríl síðast liðinn telst því samþykktur hjá öllum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins er sáttur við þátttökuna í atkvæðagreiðslunni. „Ég held að þetta sýni eins og oft áður að ef fólk er ánægt með samningana tekur það síður þátt,“ segir Björn. En þátttakan hafi farið yfir 20 prósent í fjórum aðildarfélögum. Hann voni að forsendur samninganna standi út samningstímann. „Ég bara hvet alla til að fara ekki að fordæmi fyrirtækja sem ætla að hækka allt ef samningarnir yrðu samþykktir. Við vorum sammála um að þetta væru samningar sem fyrirtækin þyldu og þau eiga að sýna það og sanna,“ segir Björn. Meiri þátttaka hjá VR en SGS félögunum Samningarnir VR við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda voru samþykktir með rúmlega 88 prósent atkvæða. En þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 20,9 prósent gagnvart SA og 26,5 prósent gagnvart Félagi atvinnurekenda. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er sáttur við þátttökuna enda hafi þúsundir félagsmanna tekið þátt í mótun kröfugerðar með einum eða öðrum hætti. „Þannig að ég held að við séum að endurspegla vilja félagsmanna í gegnum kröfugerðina með þessum samningi. Auðvitað vildum við gera betur. Auðvitað vildum við ganga lengra í ákveðnum málum gagnvart stjórnvöldum. Auðvitað vildum við ná fleiri krónum í umslagið og svo framvegis,“ segir Ragnar Þór. Hann tekur undir með formanni Starfsgreinasambandsins í gagnrýni á þau fyrirtæki sem boði verðhækkanir vegna kjarasamninganna. „Og er að mynda ákveðna gjá í það traust sem við vorum að reyna að skapa á milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna. Það verður að koma í ljós hvort þau (fyrirtækin) standa við þetta. En að sama skapi munum við bregðast mjög harkalega við ef þetta verður niðurstaðan; að hér komi einhver holskefla af verðhækkunum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06 Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Kjarasamningar um 110 þúsund félaga í Starfsgreinasambandinu og VR hafa verið samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. Þátttaka í atkvæðagreiðslu meðal 19 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins var tæplega þrettán prósent en yfir tuttugu prósent hjá félagsmönnum VR. Starfsgreinasambandið hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu meðal 18 félaga af 19 um nýjan samning, en AFL Starfsgreinafélag sá sjálft um sína atkvæðagreiðslu. Þátttaka var að jafnaði 12,78% í atkvæðagreiðslunni; já sögðu 80,06% en nei sögðu 17,33%. 2,61% tóku ekki afstöðu. Atkvæðarétt höfðu 36.835 manns. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum nema einu, en í 17 af 19 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 70% atkvæða. Samningurinn á hinum almenna vinnumarkaði, sem undirritaður var 3. apríl síðast liðinn telst því samþykktur hjá öllum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins er sáttur við þátttökuna í atkvæðagreiðslunni. „Ég held að þetta sýni eins og oft áður að ef fólk er ánægt með samningana tekur það síður þátt,“ segir Björn. En þátttakan hafi farið yfir 20 prósent í fjórum aðildarfélögum. Hann voni að forsendur samninganna standi út samningstímann. „Ég bara hvet alla til að fara ekki að fordæmi fyrirtækja sem ætla að hækka allt ef samningarnir yrðu samþykktir. Við vorum sammála um að þetta væru samningar sem fyrirtækin þyldu og þau eiga að sýna það og sanna,“ segir Björn. Meiri þátttaka hjá VR en SGS félögunum Samningarnir VR við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda voru samþykktir með rúmlega 88 prósent atkvæða. En þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 20,9 prósent gagnvart SA og 26,5 prósent gagnvart Félagi atvinnurekenda. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er sáttur við þátttökuna enda hafi þúsundir félagsmanna tekið þátt í mótun kröfugerðar með einum eða öðrum hætti. „Þannig að ég held að við séum að endurspegla vilja félagsmanna í gegnum kröfugerðina með þessum samningi. Auðvitað vildum við gera betur. Auðvitað vildum við ganga lengra í ákveðnum málum gagnvart stjórnvöldum. Auðvitað vildum við ná fleiri krónum í umslagið og svo framvegis,“ segir Ragnar Þór. Hann tekur undir með formanni Starfsgreinasambandsins í gagnrýni á þau fyrirtæki sem boði verðhækkanir vegna kjarasamninganna. „Og er að mynda ákveðna gjá í það traust sem við vorum að reyna að skapa á milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna. Það verður að koma í ljós hvort þau (fyrirtækin) standa við þetta. En að sama skapi munum við bregðast mjög harkalega við ef þetta verður niðurstaðan; að hér komi einhver holskefla af verðhækkunum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06 Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16
Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06
Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04