Verkalýðsforystan minnir á uppsagnarákvæði kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2019 19:15 Kjarasamningar alls þorra launafólks á almenna vinnumarkaðnum voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við því að grafa undan samningunum með verðhækkunum sem verði mætt með hörku og jafnvel uppsögn samninga í september á næsta ári. Verkalýðsfélögin greindu frá niðurstöðum atkvæðagreiðslna um nýgerða kjarasamninga í dag. Þáttaka í þeim var fremur dræm en alls staðar voru kjarasamningarnir samþykktir. Þannig samþykktu um 88 prósent félagsmanna VR samninga við Samtök atvinnulífsins annars vegar og Félag atvinnurekenda hins vegar þar sem þátttaka var frá um 21 prósenti til rúmlega 26 prósenta. Rétt rúmlega 77 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninga Eflingar samþykktu þá en þar var þáttakan rétt rúmlega tíu prósent. Þátttaka hjá öðrum félögum Starfsgreinasambandsins var að meðaltali 12,8% sem samþykktu samningana með yfir 70% atkvæða. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir margar ástæður geta legið fyrir dræmri þáttöku í atkvæðagreiðslum í sumum félögum. „Við erum þokkalega sátt við þátttöku okkar félagsmanna. Við erum yfir meðallagi, töluvert yfir meðallagi,“ segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir mikla félagsblöndun bæði tekju- og menntunarlega innan VR samþykki mjög hátt hlutfall samningana.Stöð 2Ennáeftir að útfæra margtísamningum Þá segir formaður VR samningarnir einnig flókna og margt eigi eftir aðútfæra. „Það er líka margt sem kannski er pínulítið óljóst eins og varðandi skattkerfisbreytingarnar. Hvernig þær verða útfærðar og ýmislegt annað sem við eigum eftir að vinna. Vegna þess að nú hefst í rauninni aðalvinnan. Það er að fylgja þessum samningum eftir eins og í húsnæðismálum og fleiri málum sem snúa að ríkisstjórninni og Samtökum atvinnulífsins,“ segir Ragnar Þór. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við verðhækkunum vegna kjarasamninganna sem muni leiða til verðbólgu og hækkunar vaxta og þar með hækkunar skulda fyrirtækja ekki síður en heimila. Endurskoðunarákvæði séu í samningunum í september á næsta og þarnæsta ári. Ný forysta í verkalýðshreyfingunni hafi gefið mjög sterk skilaboð um að verðhækkanir vegna kjarasamninga verði ekki liðnar. „Eins og hefur verið gert samning eftir samning áratugum saman. Þannig að við munum svo sannarlega nýta okkur þetta uppsagnarákvæði og sækja, hvaðáég að segja, það sem upp á vantar af mikilli hörku komi til þess aðþurfa að segja þeim upp. En ég vona svo sannarlega að svo verði ekki og fyrirtækin haldi að sér höndum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Kjarasamningar alls þorra launafólks á almenna vinnumarkaðnum voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við því að grafa undan samningunum með verðhækkunum sem verði mætt með hörku og jafnvel uppsögn samninga í september á næsta ári. Verkalýðsfélögin greindu frá niðurstöðum atkvæðagreiðslna um nýgerða kjarasamninga í dag. Þáttaka í þeim var fremur dræm en alls staðar voru kjarasamningarnir samþykktir. Þannig samþykktu um 88 prósent félagsmanna VR samninga við Samtök atvinnulífsins annars vegar og Félag atvinnurekenda hins vegar þar sem þátttaka var frá um 21 prósenti til rúmlega 26 prósenta. Rétt rúmlega 77 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninga Eflingar samþykktu þá en þar var þáttakan rétt rúmlega tíu prósent. Þátttaka hjá öðrum félögum Starfsgreinasambandsins var að meðaltali 12,8% sem samþykktu samningana með yfir 70% atkvæða. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir margar ástæður geta legið fyrir dræmri þáttöku í atkvæðagreiðslum í sumum félögum. „Við erum þokkalega sátt við þátttöku okkar félagsmanna. Við erum yfir meðallagi, töluvert yfir meðallagi,“ segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir mikla félagsblöndun bæði tekju- og menntunarlega innan VR samþykki mjög hátt hlutfall samningana.Stöð 2Ennáeftir að útfæra margtísamningum Þá segir formaður VR samningarnir einnig flókna og margt eigi eftir aðútfæra. „Það er líka margt sem kannski er pínulítið óljóst eins og varðandi skattkerfisbreytingarnar. Hvernig þær verða útfærðar og ýmislegt annað sem við eigum eftir að vinna. Vegna þess að nú hefst í rauninni aðalvinnan. Það er að fylgja þessum samningum eftir eins og í húsnæðismálum og fleiri málum sem snúa að ríkisstjórninni og Samtökum atvinnulífsins,“ segir Ragnar Þór. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við verðhækkunum vegna kjarasamninganna sem muni leiða til verðbólgu og hækkunar vaxta og þar með hækkunar skulda fyrirtækja ekki síður en heimila. Endurskoðunarákvæði séu í samningunum í september á næsta og þarnæsta ári. Ný forysta í verkalýðshreyfingunni hafi gefið mjög sterk skilaboð um að verðhækkanir vegna kjarasamninga verði ekki liðnar. „Eins og hefur verið gert samning eftir samning áratugum saman. Þannig að við munum svo sannarlega nýta okkur þetta uppsagnarákvæði og sækja, hvaðáég að segja, það sem upp á vantar af mikilli hörku komi til þess aðþurfa að segja þeim upp. En ég vona svo sannarlega að svo verði ekki og fyrirtækin haldi að sér höndum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira