Sagður hafa gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2019 23:01 News 12 long island Bandarískur karlmaður á fimmtugsaldri er sakaður um að hafa einn síns liðs gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna í New York um árabil. Saksóknarar í málinu segja hann hafa herjað á ungar konur háðar fíkniefnum og neytt þær til kynferðislegra athafna með öðrum mönnum í skipti fyrir peninga og fíkniefni. Maðurinn er 47 ára og heitir Raymond Rodio III. Þann 17. apríl var hann ákærður í sex ákæruliðum fyrir mansal og öðrum sex fyrir að stuðla að vændi. Hann var í dag leiddur fyrir dómara þar sem hann kvaðst saklaus. Hann var dæmdur í gæsluvarðhald og verður hann ekki látinn laus nema gegn tryggingu upp á eina milljón Bandaríkjadollara. Rodio gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um glæpina sem hann er ákærður fyrir. Saksóknari Suffolk-sýslu í New York, Tim Sini, segir Rodio hafa herjað sérstaklega á konur á þrítugsaldri sem háðar hafi verið fíkniefnum. Mansalshringur hans hafi verið starfræktur frá því í desember 2014 fram í febrúar 2018 og að um 20 konur hafi orðið fyrir barðinu á Rodio. Rodio er sagður hafa orðið konunum úti um eiturlyf án endurgjalds, fyrst um sinn, til þess að vinna traust þeirra og gera þær háðar honum. Hann hafi síðan nýtt sér bága stöðu þeirra til þess að neyða þær til kynferðislegra athafna með öðrum mönnum. Samkvæmt saksóknaranum máttu fórnarlömb Rodio hvergi í húsi foreldra hans vera nema í kjallaranum, sem var læstur að utan. Auk þess hafi engin salernisaðstaða verið til staðar í kjallaranum, heldur hafi konunum verið gert að gera þarfir sínar í þar til gerða fötu. Rodio er talinn hafa auglýst vændi til sölu á vefsíðum á borð við Backpage og Craigslist. Þá er hann sagður hafa haldið stórum hluta greiðslna fyrir vændið sjálfur, það er að segja ef fórnarlömb hans fengu þá nokkuð greitt. Rodio ku þá hafa hótað þeim fórnarlömbum sínum sem neituðu að selja líkama sinn með ofbeldi eða með því að segjast ætla að hætta að sjá þeim fyrir fíkniefnum. Foreldrar Rodio hafa neitað því að mansalið hafi verið gert út úr kjallara þeirra, en viðurkenna þó að Rodio hafi verið háður eiturlyfjum og þurfi nauðsynlega á hjálp að halda. Yfirvöld telja foreldrana ekki hafa tekið þátt í glæpastarfseminni né þá að þau hafi gerst sek um nokkuð annað ólöglegt. Bandaríkin Lögreglumál Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Bandarískur karlmaður á fimmtugsaldri er sakaður um að hafa einn síns liðs gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna í New York um árabil. Saksóknarar í málinu segja hann hafa herjað á ungar konur háðar fíkniefnum og neytt þær til kynferðislegra athafna með öðrum mönnum í skipti fyrir peninga og fíkniefni. Maðurinn er 47 ára og heitir Raymond Rodio III. Þann 17. apríl var hann ákærður í sex ákæruliðum fyrir mansal og öðrum sex fyrir að stuðla að vændi. Hann var í dag leiddur fyrir dómara þar sem hann kvaðst saklaus. Hann var dæmdur í gæsluvarðhald og verður hann ekki látinn laus nema gegn tryggingu upp á eina milljón Bandaríkjadollara. Rodio gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um glæpina sem hann er ákærður fyrir. Saksóknari Suffolk-sýslu í New York, Tim Sini, segir Rodio hafa herjað sérstaklega á konur á þrítugsaldri sem háðar hafi verið fíkniefnum. Mansalshringur hans hafi verið starfræktur frá því í desember 2014 fram í febrúar 2018 og að um 20 konur hafi orðið fyrir barðinu á Rodio. Rodio er sagður hafa orðið konunum úti um eiturlyf án endurgjalds, fyrst um sinn, til þess að vinna traust þeirra og gera þær háðar honum. Hann hafi síðan nýtt sér bága stöðu þeirra til þess að neyða þær til kynferðislegra athafna með öðrum mönnum. Samkvæmt saksóknaranum máttu fórnarlömb Rodio hvergi í húsi foreldra hans vera nema í kjallaranum, sem var læstur að utan. Auk þess hafi engin salernisaðstaða verið til staðar í kjallaranum, heldur hafi konunum verið gert að gera þarfir sínar í þar til gerða fötu. Rodio er talinn hafa auglýst vændi til sölu á vefsíðum á borð við Backpage og Craigslist. Þá er hann sagður hafa haldið stórum hluta greiðslna fyrir vændið sjálfur, það er að segja ef fórnarlömb hans fengu þá nokkuð greitt. Rodio ku þá hafa hótað þeim fórnarlömbum sínum sem neituðu að selja líkama sinn með ofbeldi eða með því að segjast ætla að hætta að sjá þeim fyrir fíkniefnum. Foreldrar Rodio hafa neitað því að mansalið hafi verið gert út úr kjallara þeirra, en viðurkenna þó að Rodio hafi verið háður eiturlyfjum og þurfi nauðsynlega á hjálp að halda. Yfirvöld telja foreldrana ekki hafa tekið þátt í glæpastarfseminni né þá að þau hafi gerst sek um nokkuð annað ólöglegt.
Bandaríkin Lögreglumál Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira