Erlent

Kim Jong-un sakar Banda­ríkja­menn um ó­heilindi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá fundi Kim og Pútín fyrr í gær.
Frá fundi Kim og Pútín fyrr í gær. vísir/getty
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, sakar Bandaríkjamenn um að hafa komið fram af óheilindum á leiðtogafundi ríkjanna sem fram fór fyrr á árinu. Þetta kom fram í máli hans eftir leiðtogafund hans og Vladimirs Pútíns, Rússlandsforseta, sem fram fór í gær í rússnesku borginni Vladivostok.

Kim sagði einnig að það væri algjörlega undir Bandaríkjamönnum komið hvort takist að stilla til friðar á Kóreuskaganum og tók fram að ástandið væri mjög viðkvæmt á svæðinu eins og er og að brugðið gæti til beggja vona.

Pútín, sem einnig þekktist boð Kims um að koma í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu innan tíðar, sagði að tími væri kominn til að láta alþjóðalög leysa deiluna á Kóreuskaga, ekki þýddi að láta þann sterkasta ávallt ráða og vísaði þar til Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Kim sækir Pútín heim

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun ferðast til Rússlands og eiga þar fund með Vladímír Pútín, forseta Rússa. Frá þessu var greint í norðurkóreska ríkissjónvarpinu, KCNA, í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×