Tónlist

Hildur gefur út nýtt lag: „Tileinkað öllum konum sem hafa barist fyrir aðrar konur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hildur hefur undanfarin ár gert frábæra hluti í íslenskri tónlistarsenu.
Hildur hefur undanfarin ár gert frábæra hluti í íslenskri tónlistarsenu. Mynd/Berglaug Petra Garðarsdóttir
„Woman at War er lag sem er mér mjög kært en það var svolítið erfitt að koma þessum pælingum í popplag. Lagið er tileinkað öllum konum sem hafa barist fyrir aðrar konur í gegnum tíðina,“ segir tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir sem frumsýnir nýtt lag á Vísi í dag.

„Það er erfitt að vera alltaf að benda á misrétti og þegar hallar á konur og ég verð oft þreytt, því vissulega er ekki gaman að vera alltaf að berjast og rífast. En þessar konur sem ég lít upp til og hafa verið í framlínunni eiga það sameiginlegt að gefast ekki upp þótt á móti blási. Mér finnst svo skemmtileg áskorun að semja popplög um þyngri málefni en bara ást eða ástarsorg og síðustu lög sem ég hef verið að gefa  út fjalla um mál sem mér finnst skipta máli. Það er hægt að segja svo margt gegnum tónlist.“

Hildur hefur verið að semja lög fyrir aðra erlenda listamenn.Mynd / Berglaug Petra Garðarsdóttir
Woman at War er fjórða lagið sem Hildur gefur út sem verður á næstu plötu hennar Intuition sem kemur út í byrjun sumars.

„Fyrri lögin hafa fengið góðar viðtökur og má þar helst nefna lagið Picture Perfect sem er komið með 1,5 milljón spilannir á Spotify.“

Hildur hefur síðastliðin tvö ár unnið sem lagahöfundur fyrir aðra tónlistarmenn. 

Síðastliðinn föstudag kom einmitt út lagið Lights Out sem Hildur samdi með breska tónlistarmanninum Kelvin Jones.

Hann hefur verið vinsæll í Þýskalandi og Bretlandi og átti lag sem komst á toppinn í útvarpi í Þýskalandi síðasta sumar.

Hér að neðan er hægt að hlusta á bæði lögin.

Eins og áður segir er ný plata væntanleg frá Hildi sem kemur á næstu misserum út á Spotify.

Lagið Lights On með Kelvin Jones






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.