Árni bjartsýnn á að klára heimildarmynd Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. apríl 2019 07:30 Árni Johnsen hefur lengi haft taugar til Grænlands og unnið um árabil að gerð heimildarmyndar um Scoresbysundið. Fréttablaðið/Anton Brink Vonskuveður og veikindi eru meðal ástæðna fyrir því að heimildarmynd sem þingmaðurinn fyrrverandi Árni Johnsen hóf að vinna að um Scoresbysund á Grænlandi árið 2014 hefur ekki enn litið dagsins ljós. Árni var duglegur að sækja styrki til verkefnisins, meðal annars af skúffufé ráðherra, en ekki hefur tekist að ljúka við myndina. Árni segir í samtali við Fréttablaðið að hann sé þó enn vongóður um að það takist. „Verkefnið stendur þannig að það er svona hálfnað,“ segir Árni aðspurður um stöðu verkefnisins sem fjallað var nokkuð um í fjölmiðlum á sínum tíma. Hann segir ýmsar ástæður fyrir því að myndin hafi tafist. „Það tafðist svolítið því við lentum í rosalegum veðrum, svo lenti ég á spítala í sex mánuði en það kemur. Þetta er í gangi.“ Fréttablaðið sagði frá því í ársbyrjun 2016 að tveir ráðherrar þáverandi ríkisstjórnar hefðu veitt heimildarmyndarverkefninu styrk af ráðstöfunarfé sínu, sem jafnan er kallað skúffufé ráðherra og þeim er frjálst að ráðstafa í verkefni að eigin vali. Sigurður Ingi Jóhannsson, sem þá var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, styrkti verkefnið með skúffufé sínu sem og Gunnar Bragi Sveinsson sem þá var utanríkisráðherra. Síðar sama ár veitti svo þáverandi innanríkisráðherra Ólöf Nordal verkefninu 600 þúsund krónur í styrk af skúffufé sínu. Verkefnið hefur því fengið hundruð þúsunda í styrki frá allavega þremur ráðherrum fyrri ríkisstjórna. Árni lýsti, í viðtali við Fréttablaðið árið 2016 vegna styrkveitinganna, verkefninu sem afar kostnaðarsömu. Sagði hann Scoresbysund vera lengsta fjörð í heimi með um þúsund fjöllum og tugum skriðjökla. Verkefnið er því augljóslega viðamikið. „Þetta er rosalegt verkefni. Það áttar sig enginn á því sem þekkir ekki til þarna. Þetta er svo mikið flæmi og fjölbreytt,“ segir Árni um stærðargráðu verksins nú. Morgunblaðið fjallaði um fyrstu ferð Árna og Friðþjófs Helgasonar kvikmyndatökumanns í fjörðinn í september 2014. Lýsti Árni þar vilja sínum til að fanga hrikalega náttúru, dýralíf og mannlíf á þessum fáförnu og afskekktu slóðum á Norðaustur-Grænlandi á filmu. Birtist í Fréttablaðinu Grænland Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Vonskuveður og veikindi eru meðal ástæðna fyrir því að heimildarmynd sem þingmaðurinn fyrrverandi Árni Johnsen hóf að vinna að um Scoresbysund á Grænlandi árið 2014 hefur ekki enn litið dagsins ljós. Árni var duglegur að sækja styrki til verkefnisins, meðal annars af skúffufé ráðherra, en ekki hefur tekist að ljúka við myndina. Árni segir í samtali við Fréttablaðið að hann sé þó enn vongóður um að það takist. „Verkefnið stendur þannig að það er svona hálfnað,“ segir Árni aðspurður um stöðu verkefnisins sem fjallað var nokkuð um í fjölmiðlum á sínum tíma. Hann segir ýmsar ástæður fyrir því að myndin hafi tafist. „Það tafðist svolítið því við lentum í rosalegum veðrum, svo lenti ég á spítala í sex mánuði en það kemur. Þetta er í gangi.“ Fréttablaðið sagði frá því í ársbyrjun 2016 að tveir ráðherrar þáverandi ríkisstjórnar hefðu veitt heimildarmyndarverkefninu styrk af ráðstöfunarfé sínu, sem jafnan er kallað skúffufé ráðherra og þeim er frjálst að ráðstafa í verkefni að eigin vali. Sigurður Ingi Jóhannsson, sem þá var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, styrkti verkefnið með skúffufé sínu sem og Gunnar Bragi Sveinsson sem þá var utanríkisráðherra. Síðar sama ár veitti svo þáverandi innanríkisráðherra Ólöf Nordal verkefninu 600 þúsund krónur í styrk af skúffufé sínu. Verkefnið hefur því fengið hundruð þúsunda í styrki frá allavega þremur ráðherrum fyrri ríkisstjórna. Árni lýsti, í viðtali við Fréttablaðið árið 2016 vegna styrkveitinganna, verkefninu sem afar kostnaðarsömu. Sagði hann Scoresbysund vera lengsta fjörð í heimi með um þúsund fjöllum og tugum skriðjökla. Verkefnið er því augljóslega viðamikið. „Þetta er rosalegt verkefni. Það áttar sig enginn á því sem þekkir ekki til þarna. Þetta er svo mikið flæmi og fjölbreytt,“ segir Árni um stærðargráðu verksins nú. Morgunblaðið fjallaði um fyrstu ferð Árna og Friðþjófs Helgasonar kvikmyndatökumanns í fjörðinn í september 2014. Lýsti Árni þar vilja sínum til að fanga hrikalega náttúru, dýralíf og mannlíf á þessum fáförnu og afskekktu slóðum á Norðaustur-Grænlandi á filmu.
Birtist í Fréttablaðinu Grænland Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira