Rúnar um vítaspyrnudóminn: „Hann er nær þessu eins og svo oft áður í leiknum“ Guðlaugur Valgeirsson skrifar 27. apríl 2019 22:39 Rúnar á hliðarlínunni. vísir/bára Rúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur með stigið gegn Stjörnunni en þeir voru manni færri og marki undir í hálfleik er liðin mættust í Pepsi Max-deild karla í kvöld. „Ég var ekki sáttur með frammistöðuna en ég er sáttur með stigið. Við vorum slakir fyrsta hálftímann og komum svo sterkir inn síðasta korterið í fyrri hálfleik en fáum svo þetta mark á okkur og rautt spjald að auki.” „Við kannski áttum ekki mikið meira skilið en að vera undir í hálfleiknum en við rifum okkur upp í síðari hálfleik einum færri og þá fóru menn að hlaupa og berjast og við uppskerum mark sem við höngum á.” Rúnar sagði að stigið væri frábært þegar uppi er staðið, sérstaklega þar sem þeir voru marki undir og manni færri þegar síðari hálfleikurinn hófst. „Frábært stig klárlega. Stjarnan er með frábært lið, vel mannað lið og hafa verið með sama liðið síðustu ár og þetta er nánast sama byrjunarliðið annað árið í röð.” „Þetta er erfiður útivöllur og við komum lélegir út í byrjun en mér fannst við vel stemmdir í upphitun og inn í klefa fyrir leik en svo kom smá sviðsskrekkur. Við þorðum ekki að halda boltanum og áttum í basli með að senda á milli okkar og vorum bara ragir.” „Stjörnumenn voru bara mikið betri en við fyrsta hálftímann og heilt yfir og því er ég mjög sáttur við þetta stig.” Hann var mjög ánægður með Beiti Ólafsson og vörnina í lokin og seinni hálfleiknum en þeir héldu út þrátt fyrir mikla pressu frá Stjörnunni. „Menn sjá bara hvernig hann stóð sig, hvernig hann varði skallann sem stefndi í vinkilinn og hvernig hann tekur þessar fyrirgjafir og hornspyrnur. Hann var óheppinn í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni og við vorum þéttir í seinni hálfleik.” „Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur á þá þegar þeir voru inn í teignum hjá okkur en þessi leikur var bara mikil barátta og mikil harka og fram og til baka.” Rúnar sagði að lokum að hann hefði ekki séð hvort þetta var rétt dæmt þegar KR fékk vítið í upphafi seinni hálfleiks. „Nei ég sá þetta ekki, ég vissi ekki að hann væri að fara dæma eitthvað en hann er nær þessu eins og svo oft áður í leiknum því ég var að tuða í fjórða dómaranum og hann sagði bara við mig að dómarinn væri nær en ég og hann sæi þetta miklu betur,” sagði Rúnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Rúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur með stigið gegn Stjörnunni en þeir voru manni færri og marki undir í hálfleik er liðin mættust í Pepsi Max-deild karla í kvöld. „Ég var ekki sáttur með frammistöðuna en ég er sáttur með stigið. Við vorum slakir fyrsta hálftímann og komum svo sterkir inn síðasta korterið í fyrri hálfleik en fáum svo þetta mark á okkur og rautt spjald að auki.” „Við kannski áttum ekki mikið meira skilið en að vera undir í hálfleiknum en við rifum okkur upp í síðari hálfleik einum færri og þá fóru menn að hlaupa og berjast og við uppskerum mark sem við höngum á.” Rúnar sagði að stigið væri frábært þegar uppi er staðið, sérstaklega þar sem þeir voru marki undir og manni færri þegar síðari hálfleikurinn hófst. „Frábært stig klárlega. Stjarnan er með frábært lið, vel mannað lið og hafa verið með sama liðið síðustu ár og þetta er nánast sama byrjunarliðið annað árið í röð.” „Þetta er erfiður útivöllur og við komum lélegir út í byrjun en mér fannst við vel stemmdir í upphitun og inn í klefa fyrir leik en svo kom smá sviðsskrekkur. Við þorðum ekki að halda boltanum og áttum í basli með að senda á milli okkar og vorum bara ragir.” „Stjörnumenn voru bara mikið betri en við fyrsta hálftímann og heilt yfir og því er ég mjög sáttur við þetta stig.” Hann var mjög ánægður með Beiti Ólafsson og vörnina í lokin og seinni hálfleiknum en þeir héldu út þrátt fyrir mikla pressu frá Stjörnunni. „Menn sjá bara hvernig hann stóð sig, hvernig hann varði skallann sem stefndi í vinkilinn og hvernig hann tekur þessar fyrirgjafir og hornspyrnur. Hann var óheppinn í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni og við vorum þéttir í seinni hálfleik.” „Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur á þá þegar þeir voru inn í teignum hjá okkur en þessi leikur var bara mikil barátta og mikil harka og fram og til baka.” Rúnar sagði að lokum að hann hefði ekki séð hvort þetta var rétt dæmt þegar KR fékk vítið í upphafi seinni hálfleiks. „Nei ég sá þetta ekki, ég vissi ekki að hann væri að fara dæma eitthvað en hann er nær þessu eins og svo oft áður í leiknum því ég var að tuða í fjórða dómaranum og hann sagði bara við mig að dómarinn væri nær en ég og hann sæi þetta miklu betur,” sagði Rúnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira