Jack Hermansson með óvæntan sigur á Jacare í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. apríl 2019 05:39 Hermansson fagnar sigri. Vísir/Getty Jack Hermansson nældi sér í nótt í sinn stærsta sigur á ferlinum þegar hann sigraði Ronaldo ‘Jacare’ Souza eftir dómaraákvörðun. Þeir Jack Hermansson og Jacare Souza mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Flórída í kvöld. Fyrir bardagann var Jacare lofað að fá titilbardaga með sigri í nótt. Hermansson, sem kom inn í þennan bardaga með aðeins þriggja vikna fyrirvara, átti hins vegar magnaða frammistöðu. Hermansson vankaði Jacare í 1. lotu og reyndi að klára glímumanninn með hengingu en Jacare lifði af. Hermansson var óhræddur við að fara í gólfið með Jacare og ógnaði honum einnig standandi. Hermansson var betri yfir loturnar fimm og hefur þar með stimplað sig inn meðal þeirra bestu í millivigtinni. Hermansson hefur nú unnið tvo bardaga á einum mánuði og fær væntanlega enn stærri bardaga næst. Svíinn hefur verið búsettur í Noregi í meira en áratug og vonast eftir að fá stóran bardaga í Danmörku í haust en bardagakvöldið hefur ekki enn verið staðfest af UFC. Fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy náði síðan í sinn fyrsta sigur í UFC. Hardy kláraði Dmitri Smolaikov með tæknilegu rothöggi eftir 2:15 í 1. lotu og er hann nú 4-1 sem atvinnumaður í MMA. Smolaikov gafst mjög auðveldlega upp þegar á móti blés og hefur val UFC á andstæðingi Hardy verið harðlega gagnrýnt. Smolaikov hefur tapað öllum þremur bardögum sínum í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Getur Jacare tryggt sér titilbardaga í kvöld? UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo 'Jacare' Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. 27. apríl 2019 06:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Jack Hermansson nældi sér í nótt í sinn stærsta sigur á ferlinum þegar hann sigraði Ronaldo ‘Jacare’ Souza eftir dómaraákvörðun. Þeir Jack Hermansson og Jacare Souza mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Flórída í kvöld. Fyrir bardagann var Jacare lofað að fá titilbardaga með sigri í nótt. Hermansson, sem kom inn í þennan bardaga með aðeins þriggja vikna fyrirvara, átti hins vegar magnaða frammistöðu. Hermansson vankaði Jacare í 1. lotu og reyndi að klára glímumanninn með hengingu en Jacare lifði af. Hermansson var óhræddur við að fara í gólfið með Jacare og ógnaði honum einnig standandi. Hermansson var betri yfir loturnar fimm og hefur þar með stimplað sig inn meðal þeirra bestu í millivigtinni. Hermansson hefur nú unnið tvo bardaga á einum mánuði og fær væntanlega enn stærri bardaga næst. Svíinn hefur verið búsettur í Noregi í meira en áratug og vonast eftir að fá stóran bardaga í Danmörku í haust en bardagakvöldið hefur ekki enn verið staðfest af UFC. Fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy náði síðan í sinn fyrsta sigur í UFC. Hardy kláraði Dmitri Smolaikov með tæknilegu rothöggi eftir 2:15 í 1. lotu og er hann nú 4-1 sem atvinnumaður í MMA. Smolaikov gafst mjög auðveldlega upp þegar á móti blés og hefur val UFC á andstæðingi Hardy verið harðlega gagnrýnt. Smolaikov hefur tapað öllum þremur bardögum sínum í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Getur Jacare tryggt sér titilbardaga í kvöld? UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo 'Jacare' Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. 27. apríl 2019 06:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Getur Jacare tryggt sér titilbardaga í kvöld? UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo 'Jacare' Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. 27. apríl 2019 06:00