Aukið álag og engin árshátíð vegna WOW Birna Dröfn skrifar 29. apríl 2019 08:00 Mikið álag fylgdi falli WOW air en þar að auki þurfti að blása af árshátíð stofnunarinnar því starfsfólk átti flug með félaginu. Fréttablaðið/Jóhanna Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir ástæðu þess að hætt var við árshátíðarferð stofnunarinnar vera bæði aukið álag ásamt því að fljúga átti út með WOW air. Starfsfólkið átti að sögn Unnar bókað flug út með WOW air en heim með öðru flugfélagi. Hún segir að þrátt fyrir að líklega hefði verið hægt að koma fólkinu á leiðarenda hafi tímasetningin ekki hentað vegna mikilla anna. Ferðina átti að fara um liðna helgi. Mikið álag hefur verið á starfsfólki Vinnumálastofnunar vegna gjaldþrots WOW air en í byrjun mánaðarins höfðu stofnuninni borist um 700 umsóknir um atvinnuleysisbætur frá fyrrverandi starfsfólki flugfélagsins.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Þegar svona gerist þá þarf að tryggja að allir sem eiga bótarétt fái greiðslur sem fyrst og núna um mánaðamótin eru að koma greiðslur til þeirra. Það fylgir því heilmikil vinna,“ segir Vilmar Pétursson, mannauðsstjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir að vegna þessa hafi ferðinni verið aflýst og bætir við að starfsfólk stofnunarinnar hafa verið svekkt til að byrja með en sé þó sammála um að rétt ákvörðun hafi verið tekin. Starfsfólk Vinnumálastofnunar hafði hugsað sér að ferðast til Rotterdam í Hollandi og skemmta sér saman en Unnur segir að gjaldþrot WOW air hafi sett strik í reikninginn. „Það sem við héldum að yrði venjulegur aprílmánuður þegar við skipulögðum ferðina varð að einhverju allt öðru. Það er miklu meira að gera hér en vanalega. Starfsfólkið er auðvitað fúlt yfir því að missa af ferðinni en hér er samt sem áður góð stemning, starfsfólkið stendur saman og skilur aðstæður.“ Unnur segir alla starfsmenn hafa fengið ferðina endurgreidda að fullu en starfsfólk fjármagnaði ferðina sjálft. Vilmar tekur undir orð Unnar og segir stemninguna á vinnustaðnum góða. „Það er svolítið skrítið að þegar það þurfa allir að leggjast á eitt þá verður stemningin oft góð, þó að það sé brjálað að gera.“ Unnur og Vilmar segja mikilvægt að sýna starfsfólkinu þakklæti fyrir vel unnin störf og að stefnt sé að því að skipuleggja aðra ferð sem farin verði við betri aðstæður. Einnig segja þau það vera á stefnuskránni að halda vorfagnað í maí þar sem starfsfólkið gerir sér glaðan dag og fagnar saman vorinu. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Svartur mars í uppsögnum Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars. 473 starfsmönnum var sagt upp. 3. apríl 2019 07:45 Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á sleggjudómum um dómstóla Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir ástæðu þess að hætt var við árshátíðarferð stofnunarinnar vera bæði aukið álag ásamt því að fljúga átti út með WOW air. Starfsfólkið átti að sögn Unnar bókað flug út með WOW air en heim með öðru flugfélagi. Hún segir að þrátt fyrir að líklega hefði verið hægt að koma fólkinu á leiðarenda hafi tímasetningin ekki hentað vegna mikilla anna. Ferðina átti að fara um liðna helgi. Mikið álag hefur verið á starfsfólki Vinnumálastofnunar vegna gjaldþrots WOW air en í byrjun mánaðarins höfðu stofnuninni borist um 700 umsóknir um atvinnuleysisbætur frá fyrrverandi starfsfólki flugfélagsins.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Þegar svona gerist þá þarf að tryggja að allir sem eiga bótarétt fái greiðslur sem fyrst og núna um mánaðamótin eru að koma greiðslur til þeirra. Það fylgir því heilmikil vinna,“ segir Vilmar Pétursson, mannauðsstjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir að vegna þessa hafi ferðinni verið aflýst og bætir við að starfsfólk stofnunarinnar hafa verið svekkt til að byrja með en sé þó sammála um að rétt ákvörðun hafi verið tekin. Starfsfólk Vinnumálastofnunar hafði hugsað sér að ferðast til Rotterdam í Hollandi og skemmta sér saman en Unnur segir að gjaldþrot WOW air hafi sett strik í reikninginn. „Það sem við héldum að yrði venjulegur aprílmánuður þegar við skipulögðum ferðina varð að einhverju allt öðru. Það er miklu meira að gera hér en vanalega. Starfsfólkið er auðvitað fúlt yfir því að missa af ferðinni en hér er samt sem áður góð stemning, starfsfólkið stendur saman og skilur aðstæður.“ Unnur segir alla starfsmenn hafa fengið ferðina endurgreidda að fullu en starfsfólk fjármagnaði ferðina sjálft. Vilmar tekur undir orð Unnar og segir stemninguna á vinnustaðnum góða. „Það er svolítið skrítið að þegar það þurfa allir að leggjast á eitt þá verður stemningin oft góð, þó að það sé brjálað að gera.“ Unnur og Vilmar segja mikilvægt að sýna starfsfólkinu þakklæti fyrir vel unnin störf og að stefnt sé að því að skipuleggja aðra ferð sem farin verði við betri aðstæður. Einnig segja þau það vera á stefnuskránni að halda vorfagnað í maí þar sem starfsfólkið gerir sér glaðan dag og fagnar saman vorinu.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Svartur mars í uppsögnum Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars. 473 starfsmönnum var sagt upp. 3. apríl 2019 07:45 Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á sleggjudómum um dómstóla Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sjá meira
Svartur mars í uppsögnum Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars. 473 starfsmönnum var sagt upp. 3. apríl 2019 07:45
Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15
700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00