Pepsi Max-mörkin: „Ætti að vera kennt í öðrum eða þriðja flokki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2019 12:45 Til vinstri er þar sem varnarveggur KA var og til hægri þar sem hann átti að vera. mynd/skjáskot Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði þriðja mark ÍA í 3-1 sigrinum á KA í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla á laugardaginn með skoti beint úr aukaspyrnu. Hinn ungi markvörður KA, Aron Dagur Birnuson, stillti varnarveggnum ansi furðulega upp og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Tryggva. „Ég sá að hann stillti veggnum skringilega upp. Það var glufa hægra megin við hann og nýtti mér það,“ sagði Tryggvi eftir leik. Varnarveggur KA var til umræðu Pepsi Max-mörkunum í gær. Þar fóru sérfræðingar þáttarins, þeir Reynir Leósson og Þorkell Máni Pétursson, yfir hvar veggurinn hefði átt að vera. „Við viljum hafa vegginn þarna,“ sagði Reynir og benti á að veggurinn hefði átt að vera tveimur metrum lengra til vinstri. „Þetta er ótrúlegt að þetta grunnatriði sé ekki í lagi í meistaraflokki. Þetta var glórulaust.“ Máni tók í sama streng og velti fyrir sér hlutverki markvarðaþjálfara KA. „Er þetta ekki atriði sem markvarðaþjálfari ætti að vera búinn að kenna í öðrum eða þriðja flokki. Það er skrítið að sjá þetta í Pepsi Max-deildinni,“ sagði Máni. „Við viljum ekki taka strákinn algjörlega af lífi,“ sagði Reynir. „En þetta er dýrt. Þetta er grunnatriði. Stilltu veggnum rétt upp og komdu í veg fyrir þetta.“ Innslagið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Pepsi Max-mörkin: Skrítinn varnarveggur KA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KA 3-1 | Sterk byrjun Skagamanna ÍA stóð undir væntingum og vann góðan sigur á KA, 3-1, í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. 27. apríl 2019 18:45 Jóhannes Karl: Leikmennirnir eru frábærir Þjálfari ÍA var að vonum kátur eftir sigurinn á KA. 27. apríl 2019 18:49 Sjáðu markaregnið úr fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar Mikið fjör og mikið drama í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. 27. apríl 2019 23:00 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Sjá meira
Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði þriðja mark ÍA í 3-1 sigrinum á KA í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla á laugardaginn með skoti beint úr aukaspyrnu. Hinn ungi markvörður KA, Aron Dagur Birnuson, stillti varnarveggnum ansi furðulega upp og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Tryggva. „Ég sá að hann stillti veggnum skringilega upp. Það var glufa hægra megin við hann og nýtti mér það,“ sagði Tryggvi eftir leik. Varnarveggur KA var til umræðu Pepsi Max-mörkunum í gær. Þar fóru sérfræðingar þáttarins, þeir Reynir Leósson og Þorkell Máni Pétursson, yfir hvar veggurinn hefði átt að vera. „Við viljum hafa vegginn þarna,“ sagði Reynir og benti á að veggurinn hefði átt að vera tveimur metrum lengra til vinstri. „Þetta er ótrúlegt að þetta grunnatriði sé ekki í lagi í meistaraflokki. Þetta var glórulaust.“ Máni tók í sama streng og velti fyrir sér hlutverki markvarðaþjálfara KA. „Er þetta ekki atriði sem markvarðaþjálfari ætti að vera búinn að kenna í öðrum eða þriðja flokki. Það er skrítið að sjá þetta í Pepsi Max-deildinni,“ sagði Máni. „Við viljum ekki taka strákinn algjörlega af lífi,“ sagði Reynir. „En þetta er dýrt. Þetta er grunnatriði. Stilltu veggnum rétt upp og komdu í veg fyrir þetta.“ Innslagið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Pepsi Max-mörkin: Skrítinn varnarveggur KA
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KA 3-1 | Sterk byrjun Skagamanna ÍA stóð undir væntingum og vann góðan sigur á KA, 3-1, í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. 27. apríl 2019 18:45 Jóhannes Karl: Leikmennirnir eru frábærir Þjálfari ÍA var að vonum kátur eftir sigurinn á KA. 27. apríl 2019 18:49 Sjáðu markaregnið úr fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar Mikið fjör og mikið drama í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. 27. apríl 2019 23:00 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KA 3-1 | Sterk byrjun Skagamanna ÍA stóð undir væntingum og vann góðan sigur á KA, 3-1, í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. 27. apríl 2019 18:45
Jóhannes Karl: Leikmennirnir eru frábærir Þjálfari ÍA var að vonum kátur eftir sigurinn á KA. 27. apríl 2019 18:49
Sjáðu markaregnið úr fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar Mikið fjör og mikið drama í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. 27. apríl 2019 23:00