Spurði hvort Katrín gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2019 16:12 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði forsætisráðherra um þriðja orkupakkann í dag. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, nýtti óundirbúinn fyrirspurnatíma Alþingis í að skjóta föstum skotum á Bjarna Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, en Sigmundur vitnaði í ársgamla ræðu hans og spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í framhaldinu hvort hún gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu í raforkumálum. Alþingi kom saman í dag að loknu páskaleyfi. Fundurinn hófst á óundirbúnum fyrirspurnatíma klukkan 15.00. Sigmundur tók fyrstur þingmanna til máls og hóf að lesa brot úr ræðu Bjarna frá því 22. mars í fyrra þar sem hann ræddi um raforkumarkaðsmál. „Það sem ég á svo erfitt með að skilja er áhugi háttvirts þingmanns og sumra hér á þinginu á að komast undir boðvald samevrópskra stofnana. Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana?“ spurði Bjarni sem þá gaf ekki mikið fyrir þau rök að Ísland væri þegar undir því. „Eru það rök að þar sem Evrópusambandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi undir einhverja samevrópska stofnun sé ástæða til að ganga lengra?“ spurði Bjarni.Spyr hvort Katrín vilji þiggja aðstoð Viðreisnar og Samfylkingar Sigmundur beindi spurningu sinni til Katrínar. „Því spyr ég, minnugur þessarar góðu ræðu hæstvirts fjármálaráðherra - sem hæstvirtur forsætisráðherra hlýtur að muna eftir líka - er hæstvirtur ráðherra sammála mati hæstvirts fjármálaráðherra? Og ef svo er getur ráðherrann aðstoðað hæstvirtan fjármálaráðherra við að fylgja eftir þeirri skoðun og þeirri stefnu sem hann lýsti hér svo vel í ræðu sinni fyrir rétt rúmu ári síðan? Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra getur ráðið og rekið ráðherra Sjálfstæðisflokksins og hlýtur fyrir vikið að geta veitt Sjálfstæðisflokknum aðstoð nú við að framfylgja stefnu þess flokks eða ætlar hæstvirtur forsætisráðherra frekar að þiggja aðstoð Viðreisnar og Samfylkingarinnar við að ganga gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins í málinu?“Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að vandað hefði verið til verka í tengslum við þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann.vísir/vilhelmÞriðji orkupakkinn liður í tveggja stoða lausn Katrín svaraði um hæl að hún væri greinilega ekki jafn mikill aðdáandi Bjarna og Sigmundur afhjúpaði sig sem í ljósi þess að hún myndi ekki eftir ræðu Bjarna. Ræðan hafi þó vafalaust verið eftirminnileg. Hún segir að þriðji orkupakkinn sé liður í innleiðingu tveggja stoða lausnarinnar líkt og gert hefur verið í öðrum málum. „Á meðan við erum innan EFTA þá höfum við lagt áherslu á tveggja stoða lausnir hvort sem það er á sviði fjármálaeftirlits eða orkueftirlits og það á auðvitað við í þessu máli eins og öðru.“ Katrín bendir á að í þingsályktunartillögunni sem þingið hafi til meðferðar séu fyrirvarar „sem standast fullkomlega þá skoðun að við erum ekki knúin til að leggja hér sæstreng.“ Sæstrengur yrði ekki lagður nema Alþingi tæki ákvörðun þess efnis í framtíðinni. Katrín sagði að auk fyrirvaranna við sjálfa þingsályktunartillöguna sé búið að leggja fram frumvarp sem felur það í sér að sæstrengur verði ekki lagður til Íslands nema með samþykki Alþingis. „Það er töluvert önnur stefna en háttvirtur þingmaður stóð sjálfur fyrir þegar hann fór hér til Bretlands og undirritaði sérstaka viljayfirlýsingu um sæstreng með forsætisráðherra Bretlands á þeim tíma. Ég er á leiðinni til Bretlands og ég ætla ekki að skrifa undir viljayfirlýsingu um sæstreng með núverandi forsætisráðherra Bretlands,“ sagði Katrín og uppskar hróp og framíköll úr sal: „Það er rangt!“. Katrín sagði hér væri vandað til verka. „Ég legg á það áherslu að háttvirt utanríkismálanefnd gefi sér tíma til að fara yfir þetta mál og fari yfir öll þau vafaatriði sem uppi kunna að vera þannig að háttvirtir þingmenn geti tekið afstöðu með upplýstum hætti síðar í vor.“ Alþingi Miðflokkurinn Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ísland heldur fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum Þriðji orkupakkinn hefur engin áhrif á forræði íslenska ríkisins yfir náttúruauðlindum. Full yfirráð yfir þeim verða áfram hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. apríl 2019 08:15 Segir logið upp á Þriðja orkupakkann Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildir eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. 22. apríl 2019 13:06 Bjartsýnn á að orkupakki þrjú verði samþykktur á þingi Utanríkisráðherra segir umræðuna um þriðja orkupakkann enn einkennast af miklum rangfærslum andstæðinga hans. 27. apríl 2019 13:04 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, nýtti óundirbúinn fyrirspurnatíma Alþingis í að skjóta föstum skotum á Bjarna Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, en Sigmundur vitnaði í ársgamla ræðu hans og spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í framhaldinu hvort hún gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu í raforkumálum. Alþingi kom saman í dag að loknu páskaleyfi. Fundurinn hófst á óundirbúnum fyrirspurnatíma klukkan 15.00. Sigmundur tók fyrstur þingmanna til máls og hóf að lesa brot úr ræðu Bjarna frá því 22. mars í fyrra þar sem hann ræddi um raforkumarkaðsmál. „Það sem ég á svo erfitt með að skilja er áhugi háttvirts þingmanns og sumra hér á þinginu á að komast undir boðvald samevrópskra stofnana. Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana?“ spurði Bjarni sem þá gaf ekki mikið fyrir þau rök að Ísland væri þegar undir því. „Eru það rök að þar sem Evrópusambandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi undir einhverja samevrópska stofnun sé ástæða til að ganga lengra?“ spurði Bjarni.Spyr hvort Katrín vilji þiggja aðstoð Viðreisnar og Samfylkingar Sigmundur beindi spurningu sinni til Katrínar. „Því spyr ég, minnugur þessarar góðu ræðu hæstvirts fjármálaráðherra - sem hæstvirtur forsætisráðherra hlýtur að muna eftir líka - er hæstvirtur ráðherra sammála mati hæstvirts fjármálaráðherra? Og ef svo er getur ráðherrann aðstoðað hæstvirtan fjármálaráðherra við að fylgja eftir þeirri skoðun og þeirri stefnu sem hann lýsti hér svo vel í ræðu sinni fyrir rétt rúmu ári síðan? Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra getur ráðið og rekið ráðherra Sjálfstæðisflokksins og hlýtur fyrir vikið að geta veitt Sjálfstæðisflokknum aðstoð nú við að framfylgja stefnu þess flokks eða ætlar hæstvirtur forsætisráðherra frekar að þiggja aðstoð Viðreisnar og Samfylkingarinnar við að ganga gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins í málinu?“Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að vandað hefði verið til verka í tengslum við þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann.vísir/vilhelmÞriðji orkupakkinn liður í tveggja stoða lausn Katrín svaraði um hæl að hún væri greinilega ekki jafn mikill aðdáandi Bjarna og Sigmundur afhjúpaði sig sem í ljósi þess að hún myndi ekki eftir ræðu Bjarna. Ræðan hafi þó vafalaust verið eftirminnileg. Hún segir að þriðji orkupakkinn sé liður í innleiðingu tveggja stoða lausnarinnar líkt og gert hefur verið í öðrum málum. „Á meðan við erum innan EFTA þá höfum við lagt áherslu á tveggja stoða lausnir hvort sem það er á sviði fjármálaeftirlits eða orkueftirlits og það á auðvitað við í þessu máli eins og öðru.“ Katrín bendir á að í þingsályktunartillögunni sem þingið hafi til meðferðar séu fyrirvarar „sem standast fullkomlega þá skoðun að við erum ekki knúin til að leggja hér sæstreng.“ Sæstrengur yrði ekki lagður nema Alþingi tæki ákvörðun þess efnis í framtíðinni. Katrín sagði að auk fyrirvaranna við sjálfa þingsályktunartillöguna sé búið að leggja fram frumvarp sem felur það í sér að sæstrengur verði ekki lagður til Íslands nema með samþykki Alþingis. „Það er töluvert önnur stefna en háttvirtur þingmaður stóð sjálfur fyrir þegar hann fór hér til Bretlands og undirritaði sérstaka viljayfirlýsingu um sæstreng með forsætisráðherra Bretlands á þeim tíma. Ég er á leiðinni til Bretlands og ég ætla ekki að skrifa undir viljayfirlýsingu um sæstreng með núverandi forsætisráðherra Bretlands,“ sagði Katrín og uppskar hróp og framíköll úr sal: „Það er rangt!“. Katrín sagði hér væri vandað til verka. „Ég legg á það áherslu að háttvirt utanríkismálanefnd gefi sér tíma til að fara yfir þetta mál og fari yfir öll þau vafaatriði sem uppi kunna að vera þannig að háttvirtir þingmenn geti tekið afstöðu með upplýstum hætti síðar í vor.“
Alþingi Miðflokkurinn Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ísland heldur fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum Þriðji orkupakkinn hefur engin áhrif á forræði íslenska ríkisins yfir náttúruauðlindum. Full yfirráð yfir þeim verða áfram hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. apríl 2019 08:15 Segir logið upp á Þriðja orkupakkann Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildir eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. 22. apríl 2019 13:06 Bjartsýnn á að orkupakki þrjú verði samþykktur á þingi Utanríkisráðherra segir umræðuna um þriðja orkupakkann enn einkennast af miklum rangfærslum andstæðinga hans. 27. apríl 2019 13:04 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ísland heldur fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum Þriðji orkupakkinn hefur engin áhrif á forræði íslenska ríkisins yfir náttúruauðlindum. Full yfirráð yfir þeim verða áfram hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. apríl 2019 08:15
Segir logið upp á Þriðja orkupakkann Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildir eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. 22. apríl 2019 13:06
Bjartsýnn á að orkupakki þrjú verði samþykktur á þingi Utanríkisráðherra segir umræðuna um þriðja orkupakkann enn einkennast af miklum rangfærslum andstæðinga hans. 27. apríl 2019 13:04