Tónlist

Bláir tónar í nýju myndbandi frá Munstur

Sylvía Hall skrifar
Myndbandinu er leikstýrt af ljósmyndaranum Önnu Maggý.
Myndbandinu er leikstýrt af ljósmyndaranum Önnu Maggý. Anna Maggý
Fjöllistatvíeykið Munstur sendi frá sér í dag tónlistarmyndband við lagið More & More & More & More. Lagið er af plötunni MMMM sem kom út í janúar.

Munstur samanstendur af þeim Atla Arnarssyni og Kristni Arnari Sigurðssyni og hafa þeir starfað saman frá árinu 2013 undir merkjum Munstur. Upprunalega var Munstur fjögurra manna hljómsveit en frá árinu 2015 hafa þeir Atli og Kristinn unnið að ýmsum verkefnum, bæði tónlist og annarri listsköpun, sem Munstur.

Kristinn Arnar Sigurðsson og Atli Arnarsson.Anna Maggý
Myndbandinu er leikstýrt af ljósmyndaranum Önnu Maggý sem hefur starfað með tvíeykinu áður í ljósmyndaverkefnum. Að sögn Kristins fékk Anna Maggý frjálsar hendur við gerð myndbandsins og kom fljótt sú hugmynd að hafa bláa litinn ríkjandi í myndbandinu.

Myndbandið var tekið upp í Listaháskólanum og var leikmyndin blár kassi sem var smíðaður sérstaklega fyrir myndbandið. Þá voru gerðar grímur í bláum lit, bláklæddir leikarar koma fram í myndbandinu og ljóst að vel tókst til með að framkvæma upprunalegu hugmyndina.

Anna Maggý
Myndbandið var frumsýnt í Bíó Paradís á laugardaginn og kom á YouTube í dag og má horfa á það hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.