Magic Johnson hættur hjá Los Angeles Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 08:00 Magic Johnson talar við blaðamenn í nótt. AP//Mark J. Terrill Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu. Það hefur gengið mikið á hjá Los Angeles Lakers í vetur en þetta útspil Magic kom samt flestum á óvart. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég grét áður en ég kom hingað,“ sagði Magic Johnson þegar sagði frá brottför sinni fyrir síðasta heimaleik Lakers liðsins á tímabilinu sem var á móti Portland Trail Blazers í nótt. Hann lét framkvæmdastjórann vita af þessu áður en hann talaði við blaðamenn.'I'm free, my love': The best bites from Magic's stunning resignation https://t.co/BDIv0hJhbLpic.twitter.com/im4vcgMHMs — ESPNLosAngeles (@ESPNLosAngeles) April 10, 2019„Þetta er erfitt þegar þú elskar félag eins mikið og ég elska þetta félag. Þetta er efitt þegar ég elska manneskju eins mikið og ég elska Jeanie [Buss]. Ég vil ekki valda henni vonbrigðum,“ sagði Magic. Hann sagðist ekki hafa sagt Jeanie Buss frá þessu áður fyrst þar sem hann var hræddur við að hún myndi sannfæra hann um að vera áfram. Erfiðir tímar hjá Lakers í vetur sá hins vegar til þess að Magic Johnson líður eins og hann sé að sleppa út úr prísund. „Ég vil fara aftur að hafa gaman af lífinu. Ég vil verða aftur hinn sami og ég var áður en ég tók að mér þetta starf,“ sagði Magic.Earvin, I loved working side by side with you. You’ve brought us a long way. We will continue the journey. We love you https://t.co/ofmQl6BtBz — Jeanie Buss (@JeanieBuss) April 10, 2019Allt fór í rugl hjá Los Angeles Lakers í vetur þegar félagið reyndi að skipta hálfu liðinu til New Orleans Pelicans fyrir Anthony Davis. Ekki einu sinni LeBron James gat kveikt aftur neistann og liðið var ekki lengi að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina. Síðustu fréttir frá Lakers er síðan að það líti ekki vel út með það að LeBron James fái aðra súðerstjörnu til sín og orðspor hans sjálfs og félagsins hafa beðið hnekki. Lakers liðið vann aðeins 37 leiki í vetur, tveimur leikjum meira en tímavbilið á undan. Félagið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2013. Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Rachel Nichols á ESPN tók við Magic í nótt NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu. Það hefur gengið mikið á hjá Los Angeles Lakers í vetur en þetta útspil Magic kom samt flestum á óvart. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég grét áður en ég kom hingað,“ sagði Magic Johnson þegar sagði frá brottför sinni fyrir síðasta heimaleik Lakers liðsins á tímabilinu sem var á móti Portland Trail Blazers í nótt. Hann lét framkvæmdastjórann vita af þessu áður en hann talaði við blaðamenn.'I'm free, my love': The best bites from Magic's stunning resignation https://t.co/BDIv0hJhbLpic.twitter.com/im4vcgMHMs — ESPNLosAngeles (@ESPNLosAngeles) April 10, 2019„Þetta er erfitt þegar þú elskar félag eins mikið og ég elska þetta félag. Þetta er efitt þegar ég elska manneskju eins mikið og ég elska Jeanie [Buss]. Ég vil ekki valda henni vonbrigðum,“ sagði Magic. Hann sagðist ekki hafa sagt Jeanie Buss frá þessu áður fyrst þar sem hann var hræddur við að hún myndi sannfæra hann um að vera áfram. Erfiðir tímar hjá Lakers í vetur sá hins vegar til þess að Magic Johnson líður eins og hann sé að sleppa út úr prísund. „Ég vil fara aftur að hafa gaman af lífinu. Ég vil verða aftur hinn sami og ég var áður en ég tók að mér þetta starf,“ sagði Magic.Earvin, I loved working side by side with you. You’ve brought us a long way. We will continue the journey. We love you https://t.co/ofmQl6BtBz — Jeanie Buss (@JeanieBuss) April 10, 2019Allt fór í rugl hjá Los Angeles Lakers í vetur þegar félagið reyndi að skipta hálfu liðinu til New Orleans Pelicans fyrir Anthony Davis. Ekki einu sinni LeBron James gat kveikt aftur neistann og liðið var ekki lengi að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina. Síðustu fréttir frá Lakers er síðan að það líti ekki vel út með það að LeBron James fái aðra súðerstjörnu til sín og orðspor hans sjálfs og félagsins hafa beðið hnekki. Lakers liðið vann aðeins 37 leiki í vetur, tveimur leikjum meira en tímavbilið á undan. Félagið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2013. Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Rachel Nichols á ESPN tók við Magic í nótt
NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga