Lífið samstarf

Verðlaunakokkar töfra fram páskaborgarann á Grill 66

Grill 66 kynnir
Verðlaunakokkarnir Viktor Örn og Hinrik Örn hafa vippað upp sérlega djúsí páskaborgara á Grill 66.
Verðlaunakokkarnir Viktor Örn og Hinrik Örn hafa vippað upp sérlega djúsí páskaborgara á Grill 66.
Grill 66 á Olísstöðvunum hefur gengið til samstarfs við verðlaunakokkana Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson hjá Lux veitingum í páskamánuðinum, en þeir félagar hafa sett saman sérstakan páskaborgara, sem seldur verður undir nafninu Shamrock á Grill 66, einungis núna í apríl.

Viktor Örn sem er fyrrum landsliðskokkur, vann til bronsverðlauna í Bocuse d'Or, heimsmeistarakeppni matreiðslumanna árið 2017. Hinrik Örn Lárusson, sem er núverandi landsliðskokkur, vann til silfurverðlauna á Norðurlandamótinu Nordic Junior Chefs 2018. Saman reka þeir Lux veitingar og taka að sér allar gerðir af veislum, allt frá pinnaboðum til árshátíða stórfyrirtækja.

Páskaborgarinn Shamrock samanstendur af sérvöldu nautakjöti úr rifja- og hnakkastykkjum (prime ribs og short ribs) en fituprósentan er 20%, sem þeir Viktor og Hinrik segja að sé lykilatriði til að gera hamborgann „meira djúsí“. Á borgarann fer svo sérútbúin Lux beikon-lauksulta og Lux sinnepsmajónes, tveir mismunandi ostar, gulur cheddar og gouda-ostur, agúrkusneiðar, jöklasalat og grillaður Portobello-sveppur marineraður í balsamico og olíu setur svo punktinn yfir i-ið.

Það er því ljóst að páskaborgarinn Shamrock er safarík bragðlaukaveisla sem á vonandi eftir að gleðja margan svangan ferðalanginn í páskamánuðinum.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Grill 66.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.