Grái herinn grætur sinn besta mann Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2019 11:47 Fjölmargir syrgja Björgvin Guðmundsson sem á ótvírætt má heita öflugasti baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra nú á seinni árum. Björgvin Guðmundsson er fallinn frá eins og greint var frá á Vísi í morgun. Björgin var mikill baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra og víst er að fjölmargir, ekki síst úr röðum Gráa hersins, baráttusamtök aldraðra sem og fjölskyldumeðlimir, sakna hans og minnast nú á samfélagsmiðlum. Barnabarn hans, Júlía Birgis, sem sjálf hefur látið til sín taka í baráttu fyrir velferðarmálum á öðrum vettvangi, segir um afa sinn: „Hann var ótrúlegur maður. Svo afkastamikill aktivisti og barðist fyrir réttindum eldri borgara og þeirra sem minna mega sín. Skrifaði ótalgreinar, gaf út bækur, bloggaði, notaði facebook og var algjör fyrirmynd í þessari baráttu. Hann tileinkaði sér nýja tækni eins og ekkert væri og orkan frá honum í baráttunni var yndisleg,“ skrifar Júlía meðal annars. Má þetta heita lýsandi og í takti við ótal kveðjur og eftirmæli sem fallið hafa í morgun um þennan mikla baráttumann.Mesti og besti baráttumaður aldraðra Víst er að aldraðir telja sig hafa misst sinn besta mann úr baráttunni. Hér verða tilgreind fáein dæmi en af nægu er að taka. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir einfaldlega á sinni Facebooksíðu: „Einn mesti og besti baráttumaður okkar ellibelgja.“ Guðbjörn Jónsson, sem sjálfur hefur látið til sín taka með skrifum á opinberum vettvangi segir: „Mikill baráttumaður fyrir mannréttindum og bættum lífskjörum eldri borgara er nú fallinn frá. Um leið og honum er þökkuð öll hans barátta er aðstandendum hans send innileg samúðarkveðja.“ Öflugri en samtökin samanlagt María Kristjánsdóttir leikstjóri og gagnrýnandi segir: „Björgvin Guðmundsson sá mikli baráttumaður fyrir kjörum okkar öldunganna er látinn. Mér fannst hann vera öflugri en öll samtök okkar samanlagt. Mikið mun ég sakna hans.“ Sigríður Stefánsdóttir, sem er móðir Drífu Snædal formanns ASÍ, segir: „Óbilandi elja allt til loka. Hans verður sannarlega saknað.“ Samtökin Grái herinn hefur sent kveðju á sinni síðu og þar undir tjá sig fjölmargir: „Blessuð sé minning þessa mikla baráttumanns okkar. Hlýjar kveðjur til allra aðstandenda. Nú er það okkar að sýna við við getum haldið kyndlinum á lofti. Hver fyllir hans skarð? Maríanna Friðjónsdóttir kvikmyndagerðarmaður segir þar við: „Takk fyrir alla þína baráttu frá upphafi til enda, fyrir jafnrétti og mannréttindum. Það er skarð fyrir skildi.“ Og þannig er þetta allt á eina leið. Stefán Benediktsson fyrrverandi alþingismaður spyr: „Björgvin Guðmundsson farinn. Hver fyllir í hans skarð?“ Og Stefán Ólafsson stjórnmálafræðingur segir: „Það verður mikill missir af honum í baráttunni fyrir bættum kjörum lífeyrisþega. Aðdáunarverður dugnaður og þrautseigja sem hann hefur sýnt til lengri tíma.“ Andlát Kjaramál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Andlát: Björgvin Guðmundsson Björgvin starfaði lengi vel við fjölmiðla og kom víða við á ferli sínu. Undanfarin ár var hann áberandi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. 11. apríl 2019 08:40 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira
Björgvin Guðmundsson er fallinn frá eins og greint var frá á Vísi í morgun. Björgin var mikill baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra og víst er að fjölmargir, ekki síst úr röðum Gráa hersins, baráttusamtök aldraðra sem og fjölskyldumeðlimir, sakna hans og minnast nú á samfélagsmiðlum. Barnabarn hans, Júlía Birgis, sem sjálf hefur látið til sín taka í baráttu fyrir velferðarmálum á öðrum vettvangi, segir um afa sinn: „Hann var ótrúlegur maður. Svo afkastamikill aktivisti og barðist fyrir réttindum eldri borgara og þeirra sem minna mega sín. Skrifaði ótalgreinar, gaf út bækur, bloggaði, notaði facebook og var algjör fyrirmynd í þessari baráttu. Hann tileinkaði sér nýja tækni eins og ekkert væri og orkan frá honum í baráttunni var yndisleg,“ skrifar Júlía meðal annars. Má þetta heita lýsandi og í takti við ótal kveðjur og eftirmæli sem fallið hafa í morgun um þennan mikla baráttumann.Mesti og besti baráttumaður aldraðra Víst er að aldraðir telja sig hafa misst sinn besta mann úr baráttunni. Hér verða tilgreind fáein dæmi en af nægu er að taka. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir einfaldlega á sinni Facebooksíðu: „Einn mesti og besti baráttumaður okkar ellibelgja.“ Guðbjörn Jónsson, sem sjálfur hefur látið til sín taka með skrifum á opinberum vettvangi segir: „Mikill baráttumaður fyrir mannréttindum og bættum lífskjörum eldri borgara er nú fallinn frá. Um leið og honum er þökkuð öll hans barátta er aðstandendum hans send innileg samúðarkveðja.“ Öflugri en samtökin samanlagt María Kristjánsdóttir leikstjóri og gagnrýnandi segir: „Björgvin Guðmundsson sá mikli baráttumaður fyrir kjörum okkar öldunganna er látinn. Mér fannst hann vera öflugri en öll samtök okkar samanlagt. Mikið mun ég sakna hans.“ Sigríður Stefánsdóttir, sem er móðir Drífu Snædal formanns ASÍ, segir: „Óbilandi elja allt til loka. Hans verður sannarlega saknað.“ Samtökin Grái herinn hefur sent kveðju á sinni síðu og þar undir tjá sig fjölmargir: „Blessuð sé minning þessa mikla baráttumanns okkar. Hlýjar kveðjur til allra aðstandenda. Nú er það okkar að sýna við við getum haldið kyndlinum á lofti. Hver fyllir hans skarð? Maríanna Friðjónsdóttir kvikmyndagerðarmaður segir þar við: „Takk fyrir alla þína baráttu frá upphafi til enda, fyrir jafnrétti og mannréttindum. Það er skarð fyrir skildi.“ Og þannig er þetta allt á eina leið. Stefán Benediktsson fyrrverandi alþingismaður spyr: „Björgvin Guðmundsson farinn. Hver fyllir í hans skarð?“ Og Stefán Ólafsson stjórnmálafræðingur segir: „Það verður mikill missir af honum í baráttunni fyrir bættum kjörum lífeyrisþega. Aðdáunarverður dugnaður og þrautseigja sem hann hefur sýnt til lengri tíma.“
Andlát Kjaramál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Andlát: Björgvin Guðmundsson Björgvin starfaði lengi vel við fjölmiðla og kom víða við á ferli sínu. Undanfarin ár var hann áberandi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. 11. apríl 2019 08:40 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira
Andlát: Björgvin Guðmundsson Björgvin starfaði lengi vel við fjölmiðla og kom víða við á ferli sínu. Undanfarin ár var hann áberandi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. 11. apríl 2019 08:40