Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 85-87 | KR hélt sér á lífi Guðlaugur Valgeirsson skrifar 11. apríl 2019 20:30 vísir/bára Valur tók á móti KR í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Domino’s deild kvenna. Leikurinn fór fram í Origo-höllinni. Eftir nokkuð jafnan leik hafði KR betur að lokum, 85-87. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað í kvöld en Valur var þó alltaf skrefinu á undan en ekki mikið. Bæði lið voru að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrsta leikhluta og Valur leiddi að honum loknum, 23-20. Valur náði fljótt í byrjun annars leikhluta 7 stiga forystu en KR liðið kom sterkt til baka og jafnaði leikinn rétt fyrir hálfleikinn. Það voru þó Valskonur sem skoruðu síðustu körfu hálfleiksins og leiddu með minnsta mun í hálfleik, 40-38. Það var allt annað að sjá KR í síðari hálfleik en þær tóku öll völd á vellinum í byrjun þriðja leikhluta. Þær skoruðu fyrstu 9 stig hálfleiksins og breyttu stöðunni í 40-47. Forystan fór síðan mest upp í 10 stig áður en Valur fór að saxa á forskotið. KR hafði yfirhöndina að loknum þriðja leikhluta, 55-60. Það dróg til tíðinda eftir aðeins 2 mínútur í fjórða leikhluta þegar Darri Freyr Atlason þjálfari Vals var rekinn úr húsi fyrir að kvarta kröftuglega í dómurum leiksins. Valskonur gerðu sitt besta í að reyna jafna leikinn og náðu að minnka muninn í 2 stig en lengra komust þær því miður ekki. Lokatölurnar 85-87 og liðin mætast aftur í fjórða leiknum næstkomandi sunnudag í DHL höllinni. Spurning hvort Darri Freyr verði í leikbanni þá. Af hverju vann KR? Þær voru að hitta gífurlega vel fyrir utan þriggja stiga línuna sem og vítalínuna sem skilaði þeim miklu í kvöld. Varnarleikurinn var síðan mjög öflugur í síðari hálfleik. Hverjar stóðu upp úr? Í liði Vals var Heather Butler stigahæst en hún skoraði 25 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir kom næst með 17 stig og 11 fráköst. Hjá KR var Vilma Kesanen stigahæst með 23 stig. Kiana Johnson skilaði 14 stigum, tók 6 fráköst og gaf 11 stoðsendingum. Orla O’Reilly var með myndarlega tvennu með 18 stig og 13 fráköst. Einnig verður að minnast á Ástrósu Lenu Ægisdóttur sem skoraði 21 stig en hún hitti 7 af 11 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýting Vals var ekkert sérstök lengst af leik en hún lagaðist þó aðeins í lokin. Varnarleikur liðsins og byrjun liðsins í síðari hálfleik var alls ekki nógu góð. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur í fjórða leik liðanna næstkomandi sunnudag þar sem KR þarf að vinna til að knýja fram oddaleik. Þjálfari Vals gaf ekki kost á sér í viðtal að leik loknum.Benni: Ákveðið fuck-it mode Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður eftir sigur síns liðs gegn Val í kvöld. „Ég er búinn að vera tala um þetta síðan eftir seinasta leik að við værum að fara taka þennan. Við erum búnin að vera svo nálægt þessu að núna var komið að því.” Hann var mjög sáttur með hittnina fyrir utan hjá sínum stelpum en KR var með rétt undir 50% nýtingu í 3 stiga skotum. „Valur er að loka teignum rosalega vel og þær eru að ögra okkur í að skjóta fyrir utan. Simona er á Ástrósu sem er eitthvað sem við verðum að nýta okkur og við gerðum það vel í dag. Þegar hún er skilin eftir þá verður hún að negla skotin niður.” „Við töluðum um það fyrir leik að fara í ákveðið “fuck-it mode”, við látum bara vaða, ekkert að hugsa og þegar við sjáum opið skot þá skjótum við.” Framlag Ástrósar Lenu var mikið í kvöld en hún skoraði úr 7 þriggja stiga skotum sínum úr 11 skotum. Benni var gífurlega sáttur með hennar framlag. „Hún er svona 3&D leikmaður sem maður vill hafa í sínu liði og maður vill leikmann sem spilar vörn og hittir úr skotunum sínum og hún er að bæta sig í því á fullu.” Kiana Johnson leikmaður KR hitti ekki vel í kvöld en Benni var samt sáttur með leikstjórnina hjá henni sem var mjög góð. „Hún hitti ekkert í kvöld en setti vítin sín og stýrir þessu vel. Hún er frábær karakter og við fylgjum henni. Þó hún sé ekki að skora þá getur hún samt spilað frábærlega en hún getur þess vegna sett 40 stig í næsta leik. Það er svo sterkt að vinna þegar kaninn þinn er ekki að hitta vel.” Benni talaði í lokin um dómgæsluna en Darri Freyr þjálfari Vals var rekinn úr húsi snemma í fjórða leikhluta. „Línan í þessari seríu er bara búin að vera nákvæmlega eins og hún var í þessum leik. Auðvitað er alltaf eitthvað sem maður vill fá meira og alltaf getur maður komið með einhverjar athugasemdir. Ég fékk tæknivillu í seinasta leik og þetta er bara úrslitakeppni, það er hiti í þessu.” „En núna er bara næsti leikur. Ég hitti Darra hérna frammi og ég sagði við hann að það væri bara betra að við unnum þetta því annars hefði hann verið í banni í fyrsta leik í úrslitunum,” sagði Benni að lokum. Dominos-deild kvenna
Valur tók á móti KR í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Domino’s deild kvenna. Leikurinn fór fram í Origo-höllinni. Eftir nokkuð jafnan leik hafði KR betur að lokum, 85-87. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað í kvöld en Valur var þó alltaf skrefinu á undan en ekki mikið. Bæði lið voru að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrsta leikhluta og Valur leiddi að honum loknum, 23-20. Valur náði fljótt í byrjun annars leikhluta 7 stiga forystu en KR liðið kom sterkt til baka og jafnaði leikinn rétt fyrir hálfleikinn. Það voru þó Valskonur sem skoruðu síðustu körfu hálfleiksins og leiddu með minnsta mun í hálfleik, 40-38. Það var allt annað að sjá KR í síðari hálfleik en þær tóku öll völd á vellinum í byrjun þriðja leikhluta. Þær skoruðu fyrstu 9 stig hálfleiksins og breyttu stöðunni í 40-47. Forystan fór síðan mest upp í 10 stig áður en Valur fór að saxa á forskotið. KR hafði yfirhöndina að loknum þriðja leikhluta, 55-60. Það dróg til tíðinda eftir aðeins 2 mínútur í fjórða leikhluta þegar Darri Freyr Atlason þjálfari Vals var rekinn úr húsi fyrir að kvarta kröftuglega í dómurum leiksins. Valskonur gerðu sitt besta í að reyna jafna leikinn og náðu að minnka muninn í 2 stig en lengra komust þær því miður ekki. Lokatölurnar 85-87 og liðin mætast aftur í fjórða leiknum næstkomandi sunnudag í DHL höllinni. Spurning hvort Darri Freyr verði í leikbanni þá. Af hverju vann KR? Þær voru að hitta gífurlega vel fyrir utan þriggja stiga línuna sem og vítalínuna sem skilaði þeim miklu í kvöld. Varnarleikurinn var síðan mjög öflugur í síðari hálfleik. Hverjar stóðu upp úr? Í liði Vals var Heather Butler stigahæst en hún skoraði 25 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir kom næst með 17 stig og 11 fráköst. Hjá KR var Vilma Kesanen stigahæst með 23 stig. Kiana Johnson skilaði 14 stigum, tók 6 fráköst og gaf 11 stoðsendingum. Orla O’Reilly var með myndarlega tvennu með 18 stig og 13 fráköst. Einnig verður að minnast á Ástrósu Lenu Ægisdóttur sem skoraði 21 stig en hún hitti 7 af 11 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýting Vals var ekkert sérstök lengst af leik en hún lagaðist þó aðeins í lokin. Varnarleikur liðsins og byrjun liðsins í síðari hálfleik var alls ekki nógu góð. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur í fjórða leik liðanna næstkomandi sunnudag þar sem KR þarf að vinna til að knýja fram oddaleik. Þjálfari Vals gaf ekki kost á sér í viðtal að leik loknum.Benni: Ákveðið fuck-it mode Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður eftir sigur síns liðs gegn Val í kvöld. „Ég er búinn að vera tala um þetta síðan eftir seinasta leik að við værum að fara taka þennan. Við erum búnin að vera svo nálægt þessu að núna var komið að því.” Hann var mjög sáttur með hittnina fyrir utan hjá sínum stelpum en KR var með rétt undir 50% nýtingu í 3 stiga skotum. „Valur er að loka teignum rosalega vel og þær eru að ögra okkur í að skjóta fyrir utan. Simona er á Ástrósu sem er eitthvað sem við verðum að nýta okkur og við gerðum það vel í dag. Þegar hún er skilin eftir þá verður hún að negla skotin niður.” „Við töluðum um það fyrir leik að fara í ákveðið “fuck-it mode”, við látum bara vaða, ekkert að hugsa og þegar við sjáum opið skot þá skjótum við.” Framlag Ástrósar Lenu var mikið í kvöld en hún skoraði úr 7 þriggja stiga skotum sínum úr 11 skotum. Benni var gífurlega sáttur með hennar framlag. „Hún er svona 3&D leikmaður sem maður vill hafa í sínu liði og maður vill leikmann sem spilar vörn og hittir úr skotunum sínum og hún er að bæta sig í því á fullu.” Kiana Johnson leikmaður KR hitti ekki vel í kvöld en Benni var samt sáttur með leikstjórnina hjá henni sem var mjög góð. „Hún hitti ekkert í kvöld en setti vítin sín og stýrir þessu vel. Hún er frábær karakter og við fylgjum henni. Þó hún sé ekki að skora þá getur hún samt spilað frábærlega en hún getur þess vegna sett 40 stig í næsta leik. Það er svo sterkt að vinna þegar kaninn þinn er ekki að hitta vel.” Benni talaði í lokin um dómgæsluna en Darri Freyr þjálfari Vals var rekinn úr húsi snemma í fjórða leikhluta. „Línan í þessari seríu er bara búin að vera nákvæmlega eins og hún var í þessum leik. Auðvitað er alltaf eitthvað sem maður vill fá meira og alltaf getur maður komið með einhverjar athugasemdir. Ég fékk tæknivillu í seinasta leik og þetta er bara úrslitakeppni, það er hiti í þessu.” „En núna er bara næsti leikur. Ég hitti Darra hérna frammi og ég sagði við hann að það væri bara betra að við unnum þetta því annars hefði hann verið í banni í fyrsta leik í úrslitunum,” sagði Benni að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti