Gaman Ferðir hætta starfsemi Andri Eysteinsson skrifar 11. apríl 2019 21:00 Bragi Hinrik Magnússon, Skúli Mogensen, Þór Bæring Ólafsson og Engilbert Hafsteinsson þegar tilkynnt var árið 2015 að WOW hefði eignast 49 prósent í Gaman-Ferðum. WOW air Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir, sem var að 49% hlut í eigu WOW Air, hefur skilað inn ferðaskrifstofuleyfi sínu og er hætt rekstri. Þór Bæring Ólafsson hjá Gaman Ferðum segir í samtali við Vísi að síðustu tvær vikur hafi verið erfiðar. Fall WOW Air hafi verið meira áfall en búist var við, en ferðaskrifstofan var skipulagði að mestu leiti ferðir í kringum flug félagsins. Þór segir að þrátt fyrir að Gaman Ferðir hafi verið rekið í plús hafi verið ljóst að lausafjárstaða félagsins yrði ekki nógu sterk næsta hálfa árið. Því hafi ákvörðunin verið tekin til að þjónusta best hagsmunum viðskiptavina og starfsfólks. Á undanförnum vikum eftir fall WOW hafa Gaman Ferðir staðið í ströngu við að reyna að bjarga ferðum sem bókaðar höfðu verið, meðal annars með því að leita til annarra þjónustuaðila. Þór segir að áformaður sé fundur með ferðamálastofu og í kjölfar fundarins verði ljóst um hvaða ferðir munu falla niður. Gaman Ferðir báru lögbundnar tryggingar sem ferðaskrifstofum er skylt að hafa og munu þær grípa inn í og endurgreiða þeim sem ekki komast í fyrirhugaðar ferðir. Til þess þurfa farþegar að leita til Ferðamálastofu. Gaman Ferðir hafa undanfarin ár staðið að ýmiskonar ferðum, borgarferðum, sólarlandaferðum og ferðum á íþróttaleiki og tónleika. Eitthvað er af fólki sem er statt erlendis á vegum Gaman Ferða en Þór segir að það fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðunni. Búið sé að greiða fyrir öll flug og þjónustu í þeim ferðum. Þór segir skrefin sem tekin hafa verið erfið en hafi verið þau bestu í stöðunni, fyrir viðskiptavini Gaman Ferða. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Gaman-Ferðir grípa til uppsagna vegna falls WOW air WOW air átti 49 prósent í Gaman-Ferðum. 29. mars 2019 16:20 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir, sem var að 49% hlut í eigu WOW Air, hefur skilað inn ferðaskrifstofuleyfi sínu og er hætt rekstri. Þór Bæring Ólafsson hjá Gaman Ferðum segir í samtali við Vísi að síðustu tvær vikur hafi verið erfiðar. Fall WOW Air hafi verið meira áfall en búist var við, en ferðaskrifstofan var skipulagði að mestu leiti ferðir í kringum flug félagsins. Þór segir að þrátt fyrir að Gaman Ferðir hafi verið rekið í plús hafi verið ljóst að lausafjárstaða félagsins yrði ekki nógu sterk næsta hálfa árið. Því hafi ákvörðunin verið tekin til að þjónusta best hagsmunum viðskiptavina og starfsfólks. Á undanförnum vikum eftir fall WOW hafa Gaman Ferðir staðið í ströngu við að reyna að bjarga ferðum sem bókaðar höfðu verið, meðal annars með því að leita til annarra þjónustuaðila. Þór segir að áformaður sé fundur með ferðamálastofu og í kjölfar fundarins verði ljóst um hvaða ferðir munu falla niður. Gaman Ferðir báru lögbundnar tryggingar sem ferðaskrifstofum er skylt að hafa og munu þær grípa inn í og endurgreiða þeim sem ekki komast í fyrirhugaðar ferðir. Til þess þurfa farþegar að leita til Ferðamálastofu. Gaman Ferðir hafa undanfarin ár staðið að ýmiskonar ferðum, borgarferðum, sólarlandaferðum og ferðum á íþróttaleiki og tónleika. Eitthvað er af fólki sem er statt erlendis á vegum Gaman Ferða en Þór segir að það fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðunni. Búið sé að greiða fyrir öll flug og þjónustu í þeim ferðum. Þór segir skrefin sem tekin hafa verið erfið en hafi verið þau bestu í stöðunni, fyrir viðskiptavini Gaman Ferða.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Gaman-Ferðir grípa til uppsagna vegna falls WOW air WOW air átti 49 prósent í Gaman-Ferðum. 29. mars 2019 16:20 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Gaman-Ferðir grípa til uppsagna vegna falls WOW air WOW air átti 49 prósent í Gaman-Ferðum. 29. mars 2019 16:20