Lífskjör okkar allra Guðríður Arnardóttir skrifar 12. apríl 2019 10:45 Þessa dagana þurfa þeir sem starfa á almenna markaðnum að gera upp hug sinn varðandi nýgerða lífskjarasamninga. Lífskjarasamningurinn er á margan hátt merkilegur. Þar er lagt út á óhefðbundnar brautir. Meðal annars er því heitið að aukist landsframleiðsla á mann muni það einhverju leyti skila sér í vasa launþega. Það samt ekki krónurnar sem skila sér í veskið sem skipta öllu máli heldur hvað við getum fengið fyrir þær. Húsnæðisverð, matvælaverð og almennt verð neysluvöru og þjónustu hefur veruleg áhrif á kaupmátt. Það skiptir okkur miklu máli að launahækkanir brenni ekki upp í verðbólgu eins og ófá dæmi eru um hér á landi. Stjórnvöld stigu fram með afgerandi hætti og liðkuðu fyrir því að samkomulag næðist um nýja kjarasamninga á almennum markaði. Hækkun barnabóta og viðmiðunartekna – aðgerðir til að lækka húsnæðiskostnað, lenging fæðingarorlofs. Allt eru þetta mikilvæg framfaraspor sem skipta okkur öll máli. Það er hins vegar skipting kökunnar sem deila má um. Allir í þessu landi ættu að geta lifað sómasamlega af laununum sínum. Við verðum að styðja við bakið á þeim sem þess þurfa og þeir sem best búa verða að leggja meira til samfélagsins. Það þarf að ríkja sátt um launasetningu í landinu. Í því felst meðal annars að menntun verður að meta að verðleikum. Langskólanámi fylgir tekjutap og skuldasöfnun og þar með að óbreyttu lægri ævitekjur. Velgengni ríkja er aftur á móti nokkurn vegin í réttu hlutfalli við menntunarstig. Meiri menntun þjóða leiðir til hærri landsframleiðslu og aukinnar velsældar. Þess vegna þarf að meta menntun til launa. Verkefni stjórnvalda á næstu vikum er að ganga frá kjarasamningum við opinberu stéttarfélögin sem hafa beðið þolinmóð eftir því almenni markaðurinn kláraði sína kjarasamninga. Áherslur eru að sumu leyti aðrar en á almennum markaði. Fram undan er meðal annars að jafna kerfislægan launamun á milli almenna og opinbera markaðarins eins og heitið var þegar lífeyrisréttindin voru jöfnuð. Ég treysti stjórnvöldum til þess að ganga nú fram með jafn skeleggum hætti og þegar þau greiddu fyrir kjarasamningum á almennum markaði. Ég treysti því að stjórnvöld muni leggja sig fram til að skapa sátt allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég treysti því og trúi að lífskjarasamningarnir séu mikilvægur áfangi í að skapa þjóðarsátt um nýtt vinnumarkaðslíkan. Ég ætla að ganga til verka af bjartsýni og í góðri trú að við séum öll í sama liði.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana þurfa þeir sem starfa á almenna markaðnum að gera upp hug sinn varðandi nýgerða lífskjarasamninga. Lífskjarasamningurinn er á margan hátt merkilegur. Þar er lagt út á óhefðbundnar brautir. Meðal annars er því heitið að aukist landsframleiðsla á mann muni það einhverju leyti skila sér í vasa launþega. Það samt ekki krónurnar sem skila sér í veskið sem skipta öllu máli heldur hvað við getum fengið fyrir þær. Húsnæðisverð, matvælaverð og almennt verð neysluvöru og þjónustu hefur veruleg áhrif á kaupmátt. Það skiptir okkur miklu máli að launahækkanir brenni ekki upp í verðbólgu eins og ófá dæmi eru um hér á landi. Stjórnvöld stigu fram með afgerandi hætti og liðkuðu fyrir því að samkomulag næðist um nýja kjarasamninga á almennum markaði. Hækkun barnabóta og viðmiðunartekna – aðgerðir til að lækka húsnæðiskostnað, lenging fæðingarorlofs. Allt eru þetta mikilvæg framfaraspor sem skipta okkur öll máli. Það er hins vegar skipting kökunnar sem deila má um. Allir í þessu landi ættu að geta lifað sómasamlega af laununum sínum. Við verðum að styðja við bakið á þeim sem þess þurfa og þeir sem best búa verða að leggja meira til samfélagsins. Það þarf að ríkja sátt um launasetningu í landinu. Í því felst meðal annars að menntun verður að meta að verðleikum. Langskólanámi fylgir tekjutap og skuldasöfnun og þar með að óbreyttu lægri ævitekjur. Velgengni ríkja er aftur á móti nokkurn vegin í réttu hlutfalli við menntunarstig. Meiri menntun þjóða leiðir til hærri landsframleiðslu og aukinnar velsældar. Þess vegna þarf að meta menntun til launa. Verkefni stjórnvalda á næstu vikum er að ganga frá kjarasamningum við opinberu stéttarfélögin sem hafa beðið þolinmóð eftir því almenni markaðurinn kláraði sína kjarasamninga. Áherslur eru að sumu leyti aðrar en á almennum markaði. Fram undan er meðal annars að jafna kerfislægan launamun á milli almenna og opinbera markaðarins eins og heitið var þegar lífeyrisréttindin voru jöfnuð. Ég treysti stjórnvöldum til þess að ganga nú fram með jafn skeleggum hætti og þegar þau greiddu fyrir kjarasamningum á almennum markaði. Ég treysti því að stjórnvöld muni leggja sig fram til að skapa sátt allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég treysti því og trúi að lífskjarasamningarnir séu mikilvægur áfangi í að skapa þjóðarsátt um nýtt vinnumarkaðslíkan. Ég ætla að ganga til verka af bjartsýni og í góðri trú að við séum öll í sama liði.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun