Íslenski boltinn

Spilaði Evrópuleik með Everton en nú eru skórnir komnir upp í hillu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarni í leik með FH.
Bjarni í leik með FH. VÍSIR/VILHELM
Bjarni Þór Viðarsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en Bjarni hefur verið mikið meiddur á undanförnum árum. Bjarni staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið.

Bjarni hafði verið í herbúðum uppeldisfélagsins FH frá því 2015 er hann snéri heim úr atvinnumennsku. Hann vann Íslandsmeistaratitilinn með liðinu 2015 og 2016.

Miðjumaðurinn var einungis sextán ára er hann fór út til Everton þar sem hann var í fjögur ár. Hann spilaði einn aðalliðsleik fyrir félagið en það var gegn AZ Alkmaar í Evrópukeppninni.

Hann spilaði einnig í Hollandi, Belgíu og Danmörku áður en hann snéri heim fyrir tímabilið 2015.

Eftir að hafa snúið heim hafa hver meiðslin á fætur öðrum plagað þennan öfluga miðjumann sem á baki einn A-landsleik.

Hann var fyrirliði U21 árs landsliðsins á EMU21 sem fór fram í Danmörku.

Bjarni verður einn sérfræðinga Símans í enska boltanum á næstu leiktíð og segir þessi 31 ára gamli fyrrum atvinnumaður að nú hafi einar dyr lokast og aðrar opnast.

„Núna er fótboltinn búinn hjá mér, ég þarf að hætta vegna meiðsla, en þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar og þetta eru mjög spennandi dyr að ganga í gegnum,“ segir Bjarni í samtali við Fréttablaðið í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×