Brexit: Þingmenn farnir í páskafrí og óljóst hvernig sögunni endalausu lýkur Gígja Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 12:15 Útgöngu Breta var frestað í annað sinn aðfararnótt 11. apríl. Getty/Leon Neal Það ætlar að reynast Bretum þrautin þyngri að ganga úr Evrópusambandinu. Útgöngunni hefur nú verið frestað í annað sinn en Bretland átti að ganga úr sambandinu í dag. Þingmenn eru nú farnir í páskafrí. Fyrst var stefnt að því að ganga úr sambandinu þann 29. mars síðastliðinn. Í kjölfar framlengingu útgöngufrests Evrópuráðsins nú, frá 12. apríl til 31. október, hefur staða Theresu May forsætisráðherra og hvort eða hvenær Bretar gangi úr Evrópusambandinu skýrst örlítið.Segir brýnt að knýja fram samning fyrir kosningar May ávarpaði neðri deild breska þingsins í gær og tjáði þinginu að hún vildi reyna að knýja fram samning um útgöngu fyrir 23. maí eins og hún hefur ítrekað áður. Það væri brýnt að þingið komist að sameiginlegri niðurstöðu áður en gengið verður til kosninga til Evrópuþings. Þær fara fram dagana 23.-26. maí næstkomandi. Í gær var síðasti þingfundur neðri deildar breska þingsins fyrir páskafrí sem hófst í dag. Þingið kemur aftur saman 23. apríl næstkomandi.Skýringarmyndin sýnir fram á mögulegar sviðsmyndir og afleiðingar þeirra. Það sem gæti gerst í framhaldinu eru nokkrar vendingar.Komist þingið að samkomulagi um útgöngusamning fyrir 23. maí, eins og May óskar, ganga þeir úr sambandinu 1. júní næstkomandi. Gangi það ekki eftir taka Bretar þátt í kosningum til Evrópuþings. Það gæti komið til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit eða að boðað verði til þingkosninga. Þá gæti farið svo að May verði bolað úr embætti en ljóst er að hún er völt í sessi. Brugðið getur til beggja vona hvort útgöngusamningur gangi í gegn fyrir 31. október en það veltur á því hvort neðri deildin landi samningi í tæka tíð. Gangi það ekki eftir ganga Bretar úr ESB án samnings eða frestur útgöngu verður lengdur enn á ný. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38 Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May ávarpar neðri deild þingsins í dag. 11. apríl 2019 12:15 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Það ætlar að reynast Bretum þrautin þyngri að ganga úr Evrópusambandinu. Útgöngunni hefur nú verið frestað í annað sinn en Bretland átti að ganga úr sambandinu í dag. Þingmenn eru nú farnir í páskafrí. Fyrst var stefnt að því að ganga úr sambandinu þann 29. mars síðastliðinn. Í kjölfar framlengingu útgöngufrests Evrópuráðsins nú, frá 12. apríl til 31. október, hefur staða Theresu May forsætisráðherra og hvort eða hvenær Bretar gangi úr Evrópusambandinu skýrst örlítið.Segir brýnt að knýja fram samning fyrir kosningar May ávarpaði neðri deild breska þingsins í gær og tjáði þinginu að hún vildi reyna að knýja fram samning um útgöngu fyrir 23. maí eins og hún hefur ítrekað áður. Það væri brýnt að þingið komist að sameiginlegri niðurstöðu áður en gengið verður til kosninga til Evrópuþings. Þær fara fram dagana 23.-26. maí næstkomandi. Í gær var síðasti þingfundur neðri deildar breska þingsins fyrir páskafrí sem hófst í dag. Þingið kemur aftur saman 23. apríl næstkomandi.Skýringarmyndin sýnir fram á mögulegar sviðsmyndir og afleiðingar þeirra. Það sem gæti gerst í framhaldinu eru nokkrar vendingar.Komist þingið að samkomulagi um útgöngusamning fyrir 23. maí, eins og May óskar, ganga þeir úr sambandinu 1. júní næstkomandi. Gangi það ekki eftir taka Bretar þátt í kosningum til Evrópuþings. Það gæti komið til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit eða að boðað verði til þingkosninga. Þá gæti farið svo að May verði bolað úr embætti en ljóst er að hún er völt í sessi. Brugðið getur til beggja vona hvort útgöngusamningur gangi í gegn fyrir 31. október en það veltur á því hvort neðri deildin landi samningi í tæka tíð. Gangi það ekki eftir ganga Bretar úr ESB án samnings eða frestur útgöngu verður lengdur enn á ný.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38 Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May ávarpar neðri deild þingsins í dag. 11. apríl 2019 12:15 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38
Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May ávarpar neðri deild þingsins í dag. 11. apríl 2019 12:15