RÚV sýknað af bótakröfu Steinars Bergs Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2019 15:39 Steinar Berg Ísleifsson. FBL/Anton Landsréttur hefur sýknað Ríkisútvarpið af miskabótakröfu Steinars Bergs Ísleifssonar vegna meiðyrða sem voru látin falla um hann í þætti um Popp- og rokksögu Íslands. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt tónlistarmanninn Bubba Morthens og Ríkisútvarpið ohf. til að greiða Steinari Berg 250 þúsund krónur í miskabætur vegna meiðyrða. Auk þess þurftu Bubbi og RÚV að greiða tvær milljónir í málskostnað. Ummælin sem um ræðir komu frá tónlistarmanninum Bubba Morthens í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi vildi meina að Steinar hefði hlunnfarið hann og félaga hans sem útgefandi. Gerði Steinar þá kröfu að RÚV yrði dæmt fyrir að dreifa þessum ummælum Bubba, sér í lagi vegna þess að RÚV endursýndi þáttinn þrátt fyrir athugasemdir Steinars Bergs um að þar væru að finna meiðandi ummæli að hans mati. Bubbi ákvað að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms en það gerði Ríkisútvarpið sem fór fram á að fjölmiðilinn yrði ekki dæmdur til greiðslu bóta. Landsréttur mat það svo að ábyrgð á ummælum Bubba yrði ekki felld á Ríkisútvarpið. Þá taldi Landsréttur einnig að það væru ekki efni til að líta svo á að með því að endursýna umræddan þátt þrátt fyrir fram komnar athugasemdir Steinar Bergs þá hafi RÚV allt í einu bakað sér skyldu til greiðslu bóta á grundvelli ákvæðis skaðabótalaga. Málið varðaði ummæli Bubba í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi sagði um Steinar: „Útgefandinn hann mokgræddi á okkur.“ Voru þessi ummæli dæmd ómerk ásamt eftirfarandi ummælum sem Bubbi lét falla á Facebook 14. mars árið 2016 en þau voru: „Fyrirtækið nýtti sér reynsluleysi okkar og yfirburða stöðu sína þannig var það“ „Og þú nýtir þér þekkingarleysi okkar“ Ummæli á samskiptamiðlinum Facebook 15. mars 2016 voru einnig dæmd ómerk: „Niðurstaðan er og verður sú að samningar þínir við Ego og Utangarðsmenn voru gerðir af fyrirtæki með yfirburðaþekkingu á öllum hlutum á meðan við vorum með því miður enga yfirsýn yfir neitt og algerlega blautir á bakvið eyrun. Þú nýttir þér það.“ Þá voru eftirfarandi ummæli á fréttasíðunni mbl.is 17. ágúst 2016 dæmd ómerk: „Hann nýtti sér bágt ástand mitt.“ Ásamt ummælum á fréttasíðunni visir.is 17. ágúst 2016: „Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. [...] Hann nýtti sér bágt ástand mitt. [...] og hann bara nýtti sér það [...] en hann nýtti sér þetta allt.“ Eins og fyrr segir sneri málið að því að í þættinum Popp- og rokksaga Íslands bar Bubbi upp ásakanir á hendur Steinari. Bubbi sagði í þættinum að meðlimir hljómsveitarinnar Egó, sem Bubbi stofnaði í upphafi níunda áratugarins, hafi farið flatt á viðskiptum sínum við útgáfufyrirtækið Steinar hf. Fyrirtækið hafi í raun grætt óeðlilega mikið á plötum hljómsveitarinnar. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir Bubba ekki ætla að áfrýja Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar að greiða Steinari Berg 250.000 krónur. 15. ágúst 2018 12:15 Steinar Berg lagði Bubba og RÚV í meiðyrðamáli Þurfa að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur. 26. júlí 2018 13:16 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Landsréttur hefur sýknað Ríkisútvarpið af miskabótakröfu Steinars Bergs Ísleifssonar vegna meiðyrða sem voru látin falla um hann í þætti um Popp- og rokksögu Íslands. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt tónlistarmanninn Bubba Morthens og Ríkisútvarpið ohf. til að greiða Steinari Berg 250 þúsund krónur í miskabætur vegna meiðyrða. Auk þess þurftu Bubbi og RÚV að greiða tvær milljónir í málskostnað. Ummælin sem um ræðir komu frá tónlistarmanninum Bubba Morthens í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi vildi meina að Steinar hefði hlunnfarið hann og félaga hans sem útgefandi. Gerði Steinar þá kröfu að RÚV yrði dæmt fyrir að dreifa þessum ummælum Bubba, sér í lagi vegna þess að RÚV endursýndi þáttinn þrátt fyrir athugasemdir Steinars Bergs um að þar væru að finna meiðandi ummæli að hans mati. Bubbi ákvað að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms en það gerði Ríkisútvarpið sem fór fram á að fjölmiðilinn yrði ekki dæmdur til greiðslu bóta. Landsréttur mat það svo að ábyrgð á ummælum Bubba yrði ekki felld á Ríkisútvarpið. Þá taldi Landsréttur einnig að það væru ekki efni til að líta svo á að með því að endursýna umræddan þátt þrátt fyrir fram komnar athugasemdir Steinar Bergs þá hafi RÚV allt í einu bakað sér skyldu til greiðslu bóta á grundvelli ákvæðis skaðabótalaga. Málið varðaði ummæli Bubba í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi sagði um Steinar: „Útgefandinn hann mokgræddi á okkur.“ Voru þessi ummæli dæmd ómerk ásamt eftirfarandi ummælum sem Bubbi lét falla á Facebook 14. mars árið 2016 en þau voru: „Fyrirtækið nýtti sér reynsluleysi okkar og yfirburða stöðu sína þannig var það“ „Og þú nýtir þér þekkingarleysi okkar“ Ummæli á samskiptamiðlinum Facebook 15. mars 2016 voru einnig dæmd ómerk: „Niðurstaðan er og verður sú að samningar þínir við Ego og Utangarðsmenn voru gerðir af fyrirtæki með yfirburðaþekkingu á öllum hlutum á meðan við vorum með því miður enga yfirsýn yfir neitt og algerlega blautir á bakvið eyrun. Þú nýttir þér það.“ Þá voru eftirfarandi ummæli á fréttasíðunni mbl.is 17. ágúst 2016 dæmd ómerk: „Hann nýtti sér bágt ástand mitt.“ Ásamt ummælum á fréttasíðunni visir.is 17. ágúst 2016: „Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. [...] Hann nýtti sér bágt ástand mitt. [...] og hann bara nýtti sér það [...] en hann nýtti sér þetta allt.“ Eins og fyrr segir sneri málið að því að í þættinum Popp- og rokksaga Íslands bar Bubbi upp ásakanir á hendur Steinari. Bubbi sagði í þættinum að meðlimir hljómsveitarinnar Egó, sem Bubbi stofnaði í upphafi níunda áratugarins, hafi farið flatt á viðskiptum sínum við útgáfufyrirtækið Steinar hf. Fyrirtækið hafi í raun grætt óeðlilega mikið á plötum hljómsveitarinnar.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir Bubba ekki ætla að áfrýja Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar að greiða Steinari Berg 250.000 krónur. 15. ágúst 2018 12:15 Steinar Berg lagði Bubba og RÚV í meiðyrðamáli Þurfa að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur. 26. júlí 2018 13:16 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Segir Bubba ekki ætla að áfrýja Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar að greiða Steinari Berg 250.000 krónur. 15. ágúst 2018 12:15
Steinar Berg lagði Bubba og RÚV í meiðyrðamáli Þurfa að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur. 26. júlí 2018 13:16