Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 73-83 | Keflavík tryggði oddaleik Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 14. apríl 2019 22:45 vísir/vilhelm Keflavík tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Dominos deildar kvenna með sigri á Stjörnunni í kvöld. Stjarnan vann fyrstu tvo leikina í einvíginu en Keflavík lét það ekki skemma fyrir og eru núna búnar að vinna tvo leiki í röð. Stjarnan kláraði þriðja leikhluta með 14-0 áhlaupi. Fyrir þetta áhlaup var leikurinn spennandi en Stjarnan átti ekki séns á að vinna tilbaka þessa forystu í fjórða leikhluta. Keflavík náðu að keyra upp hraðann í leiknum á þessum kafla og voru duglegar að refsa. Keflavík byrjuðu aðeins betur í fyrsta leikhluta en Stjarnan kláraði leikhlutann frábærlega. Stjarnan endaði leikhlutann á 8-1 áhlaupi en Veronika og Danielle voru frábærar sóknarlega í fyrsta leikhluta með samtals 19 af 21 stigi. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-17 Stjörnunni í vil. Stjarnan gátu ekki keypt sér körfu í upphafi annars leikhluta. Þær skoruðu fyrstu körfuna sína þegar fimm mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Keflavík nýttu sér bitlausan sóknarleik Stjörnunnar og byrjuðu leikhlutann með 15-0 áhlaupi. Brittany Dinkins fór á kostum í leiknum og hún setti tóninn snemma. Af fyrstu 32 stigum Keflavíkur skoraði hún 18. Stjarnan fann sig aftur smá í lok annars leikhluta en náðu að minnka foyrstu Keflavíkur niður í 8 stig. Staðan í hálfleik var 42-34 Keflavík í vil. Eftir nokkrar mínútur þar sem liðin skiptust á körfum í upphafi annars leikhluta skoraði Danielle Rodriguez fimm stig í röð. Danielle kom stöðunni í 46-50 og þá héldu sumir eflaust að Stjarnan ætlaði að þetta yrði jafn leikur. Keflavík voru ósammála almenningsálitinu en þær skoruðu 14 stig í röð til að loka þriðja leikhluta. Brittany Dinkins fór auðvitað hamförum í þessu áhlaupi en hún skoraði 9 af stigunum og lagði hin 5 upp. Stjarnan komu bálvitlausar inn í fjórða leikhlutann og fundu loksins takinn smá sóknarlega. Það dugði hinsvegar ekki þar sem Keflavík svöruðu oftar en ekki með körfu. Þær náðu að minnka muninn í 7 stig með minna en mínútu eftir en þá var of seint í rassinn gripið. Stjarnan þurfti þá að brjóta og Keflavík kláruðu vítin sín. Af hverju vann Keflavík? Keflavík tóku tvö stór áhlaup í þessum leik. 15-0 í byrjun annars leikhluta og 14-0 í enda í þriðja leikhluta. Sóknarleikur Stjörnunnar var arfaslakur á þessum köflum sem gaf Keflavík tækifæri á að refsa með hraðaupphlaupum. Hverjar stóðu upp úr? Brittany Dinkins er búin að eiga þessa tvo seinustu leiki. Í kvöld var hún með 50 framlagsstig en hún hélt á Keflavík sóknarlega á köflum. Hún skoraði 39 stig úr 21 skoti og 12 vítum. Hún tók 11 fráköst, gaf 6 stoðsendingar, stal fjórum boltum ásamt því að tapa boltanum bara einu sinni. Danielle Rodriguez var frábær fyrir Stjörnuna en ekki jafn góð og Brittany. Hún þurfti fleiri skot og tapaði boltanum miklu oftar. Danielle endaði með 37 stig úr 24 skotum, tók 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar en tapaði boltanum 6 sinnum. Hvað gekk illa? Stjarnan gátu ekki sett niður opin skot í þessum leik. Íslensku leikmenn Stjörnunnar hittu úr 1 af sínum 19 þriggja stiga tilraunum í leiknum. Þessi skot voru oftar en ekki galopin og að þær hafi hitt svona illa gerði það að verkum að Keflavík gátu bakkað meira af þeim. Þetta setti fleiri varnarmenn í Dani sem átti á köflum erfitt með að búa sér til pláss. Hvað gerist næst? Oddaleikur í Blue-höllinni á miðvikudaginn. Þetta gerist varla betra, húsið ætti að vera fullt á svona leik!Pétur: Við vorum bara ekki að hitta„Þær spiluðu dálítið á okkur þannig að þær voru okkur skot fyrir utan. Við vorum bara ekki að hitta. Miðað við það sem leikurinn bauð uppá er þetta 10 stiga tap bara sanngjarnt,” sagði Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar eftir leik kvöldsins. Keflavík þéttu mikið í teignum til að geta sett meiri pressu á Daniellu Rodriguez. Þetta gekk vel en Íslensku leikmenn Stjörnunnar hittu einungis úr 1 af 19 þriggju skotum sínum í leiknum. Keflavík náðu 13 sóknarfráköstum í leiknum en Stjarnan 18. Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar var vægast sagt óánægður með þessi 13 sóknarfráköst sem Keflavík tóku í leiknum. „Þær ná 13 sóknarfráköstum og skora 20 stig eftir sóknarfráköst. Þarna liggur munurinn, við vorum að spila hörkugóða vörn og þær fengu bara alltof marga sénsa til að skora.” En af hverju náðu þær öllum þessum sóknarfráköstum? „Þetta var bara útaf vitlausum staðsetningum á varnarmönnum. Við erum að spila aggresíva og góða vörn. Við þurfum að klára varnirnar aðeins betur. Sérstaklega í fyrri hálfleik við náðum góðu áhlaupi. Þá var kannski einn Keflvíkingur á móti þremur. Við vorum klaufar og héldum að við værum búnar að ná boltanum. Ef við náum að laga þetta þá er ég sáttur.” „Hún er bara rosa góður leikmaður. Við látum hana hafa fyrir hlutunum. Af þessum 39 stigum þá skoraði hún kannski 10 ef ekki 15 stig þegar þær taka sóknarfrákast og gefa aftur út á hana. Þetta eru rosalega dýrt á þessum tímapunkti í úrslitakeppninni. Það verður bara að hafa það,” sagði Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar um Brittany Dinkins sem fór á kostum í kvöld. „Ef þú kíkir á hvernig skotum hún er að hitta úr þá er hún að hitta úr mjög erfiðum skotum. Sérstaklega þegar við erum alveg í grillinu á henni. Hún setti örugglega 3 eða 4 þrista eftir að þær tóku sóknarfráköst. Þá voru ekki réttu varnarmennirnir að dekka hana.” Pétur sagði fyrir leikinn að hann væri ekki hræddur við að fara í oddaleik til Keflavíkur. Hann var á sama máli eftir leik. „Ef maður er hræddur að spila körfubolta þá á maður ekkert að vera í þessu. Það á að vera gaman að spila körfubolta. Við ætlum að fara til Keflavíkur á miðvikudaginn og hafa gaman.” Jón: Það segir sig bara sjálft„Frábær varnarleikur skóp sigurinn í kvöld. Við vorum að spila á móti mjög vel þjálfuðu og skipulögðu liði. Varnarleikurinn var bara frábær hjá okkur.” sagði Jón Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leik kvöldsins. Brittany Dinkins er búin að fara á kostum í seinustu tveimur leikjum Keflavíkur. Þá leiki hefur Keflavík unnið en hún skoraði töluvert minna í fyrstu leikjum einvígisins þegar Keflavík tapaði. „Hún skoraði 39 stig sem var bara gott fyrir okkur. Hún er ekkert búin að skora 39 í hverjum leik í vetur en við erum samt búin að vera að vinna fullt af leikjum.” Keflavík var bara með 3 stoðsendingar í fyrri hálfleik en þær þurftu á mikið af einstaklings framtökum að halda. Jón var samt ekkert að hafa áhyggjur af því þar sem Keflavík vann leikinn. „Á meðan við skorum og vinnum er mér eiginlega slétt sama þótt við höfum bara verið með 3 stoðsendingar í fyrri hálfleik.” „Það eina sem kemur til greina er að vinna leikinn á miðvikudaginn. Það segir sig bara sjálft. Við erum ekki komnar í oddaleik til að leggjast í gólfið. Við ætlum að vinna þann leik” sagði Jón ákveðinn um oddaleikinn á miðvikudaginn. Dominos-deild kvenna
Keflavík tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Dominos deildar kvenna með sigri á Stjörnunni í kvöld. Stjarnan vann fyrstu tvo leikina í einvíginu en Keflavík lét það ekki skemma fyrir og eru núna búnar að vinna tvo leiki í röð. Stjarnan kláraði þriðja leikhluta með 14-0 áhlaupi. Fyrir þetta áhlaup var leikurinn spennandi en Stjarnan átti ekki séns á að vinna tilbaka þessa forystu í fjórða leikhluta. Keflavík náðu að keyra upp hraðann í leiknum á þessum kafla og voru duglegar að refsa. Keflavík byrjuðu aðeins betur í fyrsta leikhluta en Stjarnan kláraði leikhlutann frábærlega. Stjarnan endaði leikhlutann á 8-1 áhlaupi en Veronika og Danielle voru frábærar sóknarlega í fyrsta leikhluta með samtals 19 af 21 stigi. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-17 Stjörnunni í vil. Stjarnan gátu ekki keypt sér körfu í upphafi annars leikhluta. Þær skoruðu fyrstu körfuna sína þegar fimm mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Keflavík nýttu sér bitlausan sóknarleik Stjörnunnar og byrjuðu leikhlutann með 15-0 áhlaupi. Brittany Dinkins fór á kostum í leiknum og hún setti tóninn snemma. Af fyrstu 32 stigum Keflavíkur skoraði hún 18. Stjarnan fann sig aftur smá í lok annars leikhluta en náðu að minnka foyrstu Keflavíkur niður í 8 stig. Staðan í hálfleik var 42-34 Keflavík í vil. Eftir nokkrar mínútur þar sem liðin skiptust á körfum í upphafi annars leikhluta skoraði Danielle Rodriguez fimm stig í röð. Danielle kom stöðunni í 46-50 og þá héldu sumir eflaust að Stjarnan ætlaði að þetta yrði jafn leikur. Keflavík voru ósammála almenningsálitinu en þær skoruðu 14 stig í röð til að loka þriðja leikhluta. Brittany Dinkins fór auðvitað hamförum í þessu áhlaupi en hún skoraði 9 af stigunum og lagði hin 5 upp. Stjarnan komu bálvitlausar inn í fjórða leikhlutann og fundu loksins takinn smá sóknarlega. Það dugði hinsvegar ekki þar sem Keflavík svöruðu oftar en ekki með körfu. Þær náðu að minnka muninn í 7 stig með minna en mínútu eftir en þá var of seint í rassinn gripið. Stjarnan þurfti þá að brjóta og Keflavík kláruðu vítin sín. Af hverju vann Keflavík? Keflavík tóku tvö stór áhlaup í þessum leik. 15-0 í byrjun annars leikhluta og 14-0 í enda í þriðja leikhluta. Sóknarleikur Stjörnunnar var arfaslakur á þessum köflum sem gaf Keflavík tækifæri á að refsa með hraðaupphlaupum. Hverjar stóðu upp úr? Brittany Dinkins er búin að eiga þessa tvo seinustu leiki. Í kvöld var hún með 50 framlagsstig en hún hélt á Keflavík sóknarlega á köflum. Hún skoraði 39 stig úr 21 skoti og 12 vítum. Hún tók 11 fráköst, gaf 6 stoðsendingar, stal fjórum boltum ásamt því að tapa boltanum bara einu sinni. Danielle Rodriguez var frábær fyrir Stjörnuna en ekki jafn góð og Brittany. Hún þurfti fleiri skot og tapaði boltanum miklu oftar. Danielle endaði með 37 stig úr 24 skotum, tók 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar en tapaði boltanum 6 sinnum. Hvað gekk illa? Stjarnan gátu ekki sett niður opin skot í þessum leik. Íslensku leikmenn Stjörnunnar hittu úr 1 af sínum 19 þriggja stiga tilraunum í leiknum. Þessi skot voru oftar en ekki galopin og að þær hafi hitt svona illa gerði það að verkum að Keflavík gátu bakkað meira af þeim. Þetta setti fleiri varnarmenn í Dani sem átti á köflum erfitt með að búa sér til pláss. Hvað gerist næst? Oddaleikur í Blue-höllinni á miðvikudaginn. Þetta gerist varla betra, húsið ætti að vera fullt á svona leik!Pétur: Við vorum bara ekki að hitta„Þær spiluðu dálítið á okkur þannig að þær voru okkur skot fyrir utan. Við vorum bara ekki að hitta. Miðað við það sem leikurinn bauð uppá er þetta 10 stiga tap bara sanngjarnt,” sagði Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar eftir leik kvöldsins. Keflavík þéttu mikið í teignum til að geta sett meiri pressu á Daniellu Rodriguez. Þetta gekk vel en Íslensku leikmenn Stjörnunnar hittu einungis úr 1 af 19 þriggju skotum sínum í leiknum. Keflavík náðu 13 sóknarfráköstum í leiknum en Stjarnan 18. Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar var vægast sagt óánægður með þessi 13 sóknarfráköst sem Keflavík tóku í leiknum. „Þær ná 13 sóknarfráköstum og skora 20 stig eftir sóknarfráköst. Þarna liggur munurinn, við vorum að spila hörkugóða vörn og þær fengu bara alltof marga sénsa til að skora.” En af hverju náðu þær öllum þessum sóknarfráköstum? „Þetta var bara útaf vitlausum staðsetningum á varnarmönnum. Við erum að spila aggresíva og góða vörn. Við þurfum að klára varnirnar aðeins betur. Sérstaklega í fyrri hálfleik við náðum góðu áhlaupi. Þá var kannski einn Keflvíkingur á móti þremur. Við vorum klaufar og héldum að við værum búnar að ná boltanum. Ef við náum að laga þetta þá er ég sáttur.” „Hún er bara rosa góður leikmaður. Við látum hana hafa fyrir hlutunum. Af þessum 39 stigum þá skoraði hún kannski 10 ef ekki 15 stig þegar þær taka sóknarfrákast og gefa aftur út á hana. Þetta eru rosalega dýrt á þessum tímapunkti í úrslitakeppninni. Það verður bara að hafa það,” sagði Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar um Brittany Dinkins sem fór á kostum í kvöld. „Ef þú kíkir á hvernig skotum hún er að hitta úr þá er hún að hitta úr mjög erfiðum skotum. Sérstaklega þegar við erum alveg í grillinu á henni. Hún setti örugglega 3 eða 4 þrista eftir að þær tóku sóknarfráköst. Þá voru ekki réttu varnarmennirnir að dekka hana.” Pétur sagði fyrir leikinn að hann væri ekki hræddur við að fara í oddaleik til Keflavíkur. Hann var á sama máli eftir leik. „Ef maður er hræddur að spila körfubolta þá á maður ekkert að vera í þessu. Það á að vera gaman að spila körfubolta. Við ætlum að fara til Keflavíkur á miðvikudaginn og hafa gaman.” Jón: Það segir sig bara sjálft„Frábær varnarleikur skóp sigurinn í kvöld. Við vorum að spila á móti mjög vel þjálfuðu og skipulögðu liði. Varnarleikurinn var bara frábær hjá okkur.” sagði Jón Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leik kvöldsins. Brittany Dinkins er búin að fara á kostum í seinustu tveimur leikjum Keflavíkur. Þá leiki hefur Keflavík unnið en hún skoraði töluvert minna í fyrstu leikjum einvígisins þegar Keflavík tapaði. „Hún skoraði 39 stig sem var bara gott fyrir okkur. Hún er ekkert búin að skora 39 í hverjum leik í vetur en við erum samt búin að vera að vinna fullt af leikjum.” Keflavík var bara með 3 stoðsendingar í fyrri hálfleik en þær þurftu á mikið af einstaklings framtökum að halda. Jón var samt ekkert að hafa áhyggjur af því þar sem Keflavík vann leikinn. „Á meðan við skorum og vinnum er mér eiginlega slétt sama þótt við höfum bara verið með 3 stoðsendingar í fyrri hálfleik.” „Það eina sem kemur til greina er að vinna leikinn á miðvikudaginn. Það segir sig bara sjálft. Við erum ekki komnar í oddaleik til að leggjast í gólfið. Við ætlum að vinna þann leik” sagði Jón ákveðinn um oddaleikinn á miðvikudaginn.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti