Viðskipti innlent

Fólk skili vínar­brauðs­lengjum úr Bakara­meistaranum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vínabrauðslengjurnar voru seldar í útibúum Bakarameistarans í dag.
Vínabrauðslengjurnar voru seldar í útibúum Bakarameistarans í dag. FBL/eyþór
Bakarameistarinn, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, hefur innkallað vínarbrauðslengjur vegna aðskotahlutar sem fannst í einni slíkri lengju.

Um er að ræða vínabrauðslengjur sem voru til sölu í verslunum Bakarameistarans í dag, 12. apríl.

Áhættan af innkölluninni er talin óveruleg en búið er að fjarlægja vínarbrauðslengjur úr öllum útibúum Bakarameistarans.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna í dag er bent á að neyta hennar ekki, þess í stað skulu þeir skila henni í næstu verslun.

Hér má sjá eina staðlaða vínarbrauðslengjuAðsend





Fleiri fréttir

Sjá meira


×