Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2019 14:34 Doan Thi-Huong er þrítug að aldri. Getty Doan Thi-Huong, víetnömsk kona sem grunuð var um aðild á morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherra Norður-Kóreu árið 2017, verður brátt frjáls ferða sinna. Lögmaður Doan segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi þriðja dag næsta mánaðar. Doan, sem er þrítug og starfaði áður á hárgreiðslustofu, var handtekin í febrúar 2017 eftir að öryggismyndavélagar á alþjóðaflugvellinum í malasísku höfuðborginni Kúala Lúmpúr sýndu hvernig hún í félagi við aðra konu hélt vasaklút vættum einhverjum vökva fyrir vitum Kim Jong-nam. Konurnar lýstu því yfir í yfirheyrslu hjá lögreglu að þær töldu sig hafa verið að taka þátt í sjónvarpshrekk og hafa þær ætíð neitað sök. Er talið að norður-kóreskir leyniþjónustumenn hafi platað þær til verksins og komið taugagasinu VX fyrir í klútnum sem leiddi svo til dauða Kim. Hefðu konurnar verið dæmdar fyrir morð hefðu þær hlotið dauðadóm, en eftir þrýsting víetnamskra yfirvalda var ákveðið að falla frá ákærum. Viðurkenndi Doan Thi-Huong þessi í stað að hafa valdið öðrum manni tjóni og var hún dæmd í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Henni verður nú sleppt fyrr vegna góðrar hegðunar. Greint var frá því í síðasta mánuði að hinni konunni, Siti Aisyah frá Indónesíu, hafi verið sleppt úr malasísku fangelsi eftir að ákveðið var að falla frá ákæru. Norður-Kóreustjórn hefur hafnað því að hafa borið ábyrgð á árásinni. Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína og bjó lengi vel erlendis, í Kína, Singapúr og á eyjunni Makaó. Malasía Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Konunni, Siti Aisyah, var gefið að sök að hafa makað taugaeitrinu VX í andlit Kims á flugvellinum í Kuala Lumpur árið 2017. 11. mars 2019 07:49 Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Doan Thi-Huong, víetnömsk kona sem grunuð var um aðild á morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherra Norður-Kóreu árið 2017, verður brátt frjáls ferða sinna. Lögmaður Doan segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi þriðja dag næsta mánaðar. Doan, sem er þrítug og starfaði áður á hárgreiðslustofu, var handtekin í febrúar 2017 eftir að öryggismyndavélagar á alþjóðaflugvellinum í malasísku höfuðborginni Kúala Lúmpúr sýndu hvernig hún í félagi við aðra konu hélt vasaklút vættum einhverjum vökva fyrir vitum Kim Jong-nam. Konurnar lýstu því yfir í yfirheyrslu hjá lögreglu að þær töldu sig hafa verið að taka þátt í sjónvarpshrekk og hafa þær ætíð neitað sök. Er talið að norður-kóreskir leyniþjónustumenn hafi platað þær til verksins og komið taugagasinu VX fyrir í klútnum sem leiddi svo til dauða Kim. Hefðu konurnar verið dæmdar fyrir morð hefðu þær hlotið dauðadóm, en eftir þrýsting víetnamskra yfirvalda var ákveðið að falla frá ákærum. Viðurkenndi Doan Thi-Huong þessi í stað að hafa valdið öðrum manni tjóni og var hún dæmd í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Henni verður nú sleppt fyrr vegna góðrar hegðunar. Greint var frá því í síðasta mánuði að hinni konunni, Siti Aisyah frá Indónesíu, hafi verið sleppt úr malasísku fangelsi eftir að ákveðið var að falla frá ákæru. Norður-Kóreustjórn hefur hafnað því að hafa borið ábyrgð á árásinni. Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína og bjó lengi vel erlendis, í Kína, Singapúr og á eyjunni Makaó.
Malasía Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Konunni, Siti Aisyah, var gefið að sök að hafa makað taugaeitrinu VX í andlit Kims á flugvellinum í Kuala Lumpur árið 2017. 11. mars 2019 07:49 Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Konunni, Siti Aisyah, var gefið að sök að hafa makað taugaeitrinu VX í andlit Kims á flugvellinum í Kuala Lumpur árið 2017. 11. mars 2019 07:49
Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18