Tiger Woods enn í baráttunni | Molinari efstur Dagur Lárusson skrifar 14. apríl 2019 09:00 Tiger Woods er í baráttunni. vísir/getty Tiger Woods er enn í baráttunni um sigur á Masters mótinu eftir þriðja hring sem fór fram í gærkvöldi. Eftir annan hring var Tiger aðeins einu höggi á eftir efstu mönnum og náðu Tiger að halda í þá góðu frammistöðu á þriðja hringnum en þá lék hann á 67 höggum og er því á samtals 11 höggum undir pari. Það mun þó reynast hægara sagt en gert fyrir Tiger að vinna Masters í fyrsta sinn frá árinu 2005 þar sem Ítalinn Francesco Molinari er í efsta sætinu á 13 höggum undir pari en hann hefur leikið óaðfinnanlega. Molinari hefur fengið aðeins einn skolla á mótinu hingað til. Brooks Koepka er síðan einnig á meðal efstu manna en hann hefur verið við toppinn síðan mótið byrjaði á fimmtudaginn en eftir þriðja hring er hann á 10 höggum undir pari. Það var hinsvegar Tony Finau sem átti besta hringinn í gær en hann lék á 64 höggum. Fjórði og síðasti hringur mótsins fer fram í kvöld en útsending frá Stöð 2 Golf hefst klukkan 13:00 en Tiger Woods verður í síðasta ráshópnum. Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta frá þriðja hring Tiger Woods. Six birdies powered @TigerWoods to a third round 67, moving him into a tie for second, two strokes off the lead. #themasters pic.twitter.com/hdVOKZDJhT— Masters Tournament (@TheMasters) April 13, 2019 Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er enn í baráttunni um sigur á Masters mótinu eftir þriðja hring sem fór fram í gærkvöldi. Eftir annan hring var Tiger aðeins einu höggi á eftir efstu mönnum og náðu Tiger að halda í þá góðu frammistöðu á þriðja hringnum en þá lék hann á 67 höggum og er því á samtals 11 höggum undir pari. Það mun þó reynast hægara sagt en gert fyrir Tiger að vinna Masters í fyrsta sinn frá árinu 2005 þar sem Ítalinn Francesco Molinari er í efsta sætinu á 13 höggum undir pari en hann hefur leikið óaðfinnanlega. Molinari hefur fengið aðeins einn skolla á mótinu hingað til. Brooks Koepka er síðan einnig á meðal efstu manna en hann hefur verið við toppinn síðan mótið byrjaði á fimmtudaginn en eftir þriðja hring er hann á 10 höggum undir pari. Það var hinsvegar Tony Finau sem átti besta hringinn í gær en hann lék á 64 höggum. Fjórði og síðasti hringur mótsins fer fram í kvöld en útsending frá Stöð 2 Golf hefst klukkan 13:00 en Tiger Woods verður í síðasta ráshópnum. Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta frá þriðja hring Tiger Woods. Six birdies powered @TigerWoods to a third round 67, moving him into a tie for second, two strokes off the lead. #themasters pic.twitter.com/hdVOKZDJhT— Masters Tournament (@TheMasters) April 13, 2019
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti