Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Ari Brynjólfsson skrifar 16. apríl 2019 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpi um þriðja orkupakkann fyrir stuttu. Hann sjálfur er sakaður í netheimum um að skara eld að eigin köku vegna málsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Umræðan um þriðja orkupakkann er orðin ofstopafull og meiðandi að mati einstaklings sem hefur verið sakaður um landráð og mútuþægni vegna stuðnings síns við málið. Þórlindur Kjartansson pistlahöfundur hefur tvisvar tjáð sig um málið, í pistli í Fréttablaðinu á föstudaginn og í Silfrinu á RÚV á sunnudaginn. Hann hefur kynnt sér málið og segir marga þeirra sem fara fremstir í flokki í andstöðu við þriðja orkupakkann gera það vegna andstöðu við veru Íslands í EES ásamt annarri alþjóðlegri samvinnu. „Það er mjög eðlilegt að fólk sem heyrir þessar miklu kenningar hafi raunverulega áhyggjur, vilji fá svör og kynna sér hlutina. Vandinn er að stór hluti af þessum áhyggjum stafar af rangfærslum og ýkjum sem eru ekki settar fram í heiðarlegum tilgangi, heldur einmitt til að sá efasemdarfræjum og tortryggni. Það sem þetta leiðir til er að fólk verður smám saman reiðara og sumir mjög ofstopafullir,“ segir Þórlindur. „Þeir sem hafa reynt að taka þátt í þessari umræðu verða fyrir barðinu á afskaplega harkalegum ummælum. Sumt af því er hreinlega ógnandi.“Þórlindur Kjartansson “Þeir sem hafa reynt að taka þátt í þessari umræðu verða fyrir barðinu á afskaplega harkalegum ummælum. Sumt af því er hreinlega ógnandi.”Þórlindi finnst áhugavert að sjá orðfærið sem notað er í netheimum, þá sérstaklega eftir að samtökin Orkan okkar tóku til starfa fyrir stuttu. „Manni finnst það svolítið sorglegt sem er skrifað til dæmis á Facebook-síðu Orkunnar okkar, þar er talað um landráð sem er lögbrot sem er hægt að refsa fyrir með lífstíðarfangelsi og víða með lífláti. Það er ekkert smámál að segja mann fremja landráð, þó ég viti að þessu er hent fram í skilningsleysi,“ segir Þórlindur. „Það er algjörlega kinnroðalaust dylgjað um að það séu allir á einhvers konar launum eða hafi látið kaupa afstöðu sína, sem er algjörlega ömurleg ásökun, ósönn og kolröng. Svo eru notuð svona ofstopafull orð eins og „rit- og talhóra“ og fleira sem er óþægilegt að sjá,“ segir Þórlindur. „Það er líka áhugavert að mörgum úr þessum hópi sveið sérstaklega að ég talaði um að það væri ofstopi í umræðunni.“ Birgir Örn Steingrímsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir málið heitt á báða bóga. „Þetta er mjög mikilvægt mál fyrir þá sem vilja fara inn í ESB, svo er þeim sem umhugað er um fullveldi ekki alveg sama. Þetta er tilfinningalegt átakamál eins og IceSave-málið, þá koma svona yfirlýsingar,“ segir Birgir Örn. Hann segir gífuryrðin ekki einskorðuð við andstæðinga þriðja orkupakkans. „Það er búið að kalla okkur nasista, þjóðernissinna og einangrunarsinna. Ef einhver er kallaður nasisti þá kemur hann kannski á móti með mynd af snöru og kallar hinn landráðamann.“ Þórlindur kallar eftir ábyrgð aðstandenda Orkunnar okkar. „Þarna er viljandi verið að dreifa ranghugmyndum og leyfa þeim að grassera. Þetta er þróun sem hefur mjög víða leitt til mjög vondra hluta og gerir eðlilega og málefnalega umræðu algjörlega ómögulega,“ segir Þórlindur. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að margt gott fólk hugsi sig um áður en það tekur þátt í baráttu sem er undirlögð af svona ósóma, ógnunum og hótunum.“ Birgir Örn segir forsvarsmenn Orkunnar okkar ekki standa fyrir gífuryrðum og telur hann að um 90 prósent umræðunnar séu á málefnalegum nótum. „Það eru hundrað þúsund manns sem kíkja inn á síðuna okkar, þetta er svo gífurlegur fjöldi, það þyrftu að vera tugir manna að fara yfir athugasemdirnar. Við höfum verið að henda út annað slagið.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. 15. apríl 2019 20:32 Telur alvarlegt ef fólki er talin trú um hluti sem eru ósannir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir mikilvægt að glöggva sig á gögnum um þriðja orkupakkann. Varhugavert sé að afvegaleiða umræðuna svo hún snúist um veruna í EES eða ESB. 10. apríl 2019 08:45 Orkupakkinn í samræmi við stjórnarskrá Þetta segja þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst, lögfræðingur, í bréfi sem þeir sendu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í dag. 10. apríl 2019 19:06 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Umræðan um þriðja orkupakkann er orðin ofstopafull og meiðandi að mati einstaklings sem hefur verið sakaður um landráð og mútuþægni vegna stuðnings síns við málið. Þórlindur Kjartansson pistlahöfundur hefur tvisvar tjáð sig um málið, í pistli í Fréttablaðinu á föstudaginn og í Silfrinu á RÚV á sunnudaginn. Hann hefur kynnt sér málið og segir marga þeirra sem fara fremstir í flokki í andstöðu við þriðja orkupakkann gera það vegna andstöðu við veru Íslands í EES ásamt annarri alþjóðlegri samvinnu. „Það er mjög eðlilegt að fólk sem heyrir þessar miklu kenningar hafi raunverulega áhyggjur, vilji fá svör og kynna sér hlutina. Vandinn er að stór hluti af þessum áhyggjum stafar af rangfærslum og ýkjum sem eru ekki settar fram í heiðarlegum tilgangi, heldur einmitt til að sá efasemdarfræjum og tortryggni. Það sem þetta leiðir til er að fólk verður smám saman reiðara og sumir mjög ofstopafullir,“ segir Þórlindur. „Þeir sem hafa reynt að taka þátt í þessari umræðu verða fyrir barðinu á afskaplega harkalegum ummælum. Sumt af því er hreinlega ógnandi.“Þórlindur Kjartansson “Þeir sem hafa reynt að taka þátt í þessari umræðu verða fyrir barðinu á afskaplega harkalegum ummælum. Sumt af því er hreinlega ógnandi.”Þórlindi finnst áhugavert að sjá orðfærið sem notað er í netheimum, þá sérstaklega eftir að samtökin Orkan okkar tóku til starfa fyrir stuttu. „Manni finnst það svolítið sorglegt sem er skrifað til dæmis á Facebook-síðu Orkunnar okkar, þar er talað um landráð sem er lögbrot sem er hægt að refsa fyrir með lífstíðarfangelsi og víða með lífláti. Það er ekkert smámál að segja mann fremja landráð, þó ég viti að þessu er hent fram í skilningsleysi,“ segir Þórlindur. „Það er algjörlega kinnroðalaust dylgjað um að það séu allir á einhvers konar launum eða hafi látið kaupa afstöðu sína, sem er algjörlega ömurleg ásökun, ósönn og kolröng. Svo eru notuð svona ofstopafull orð eins og „rit- og talhóra“ og fleira sem er óþægilegt að sjá,“ segir Þórlindur. „Það er líka áhugavert að mörgum úr þessum hópi sveið sérstaklega að ég talaði um að það væri ofstopi í umræðunni.“ Birgir Örn Steingrímsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir málið heitt á báða bóga. „Þetta er mjög mikilvægt mál fyrir þá sem vilja fara inn í ESB, svo er þeim sem umhugað er um fullveldi ekki alveg sama. Þetta er tilfinningalegt átakamál eins og IceSave-málið, þá koma svona yfirlýsingar,“ segir Birgir Örn. Hann segir gífuryrðin ekki einskorðuð við andstæðinga þriðja orkupakkans. „Það er búið að kalla okkur nasista, þjóðernissinna og einangrunarsinna. Ef einhver er kallaður nasisti þá kemur hann kannski á móti með mynd af snöru og kallar hinn landráðamann.“ Þórlindur kallar eftir ábyrgð aðstandenda Orkunnar okkar. „Þarna er viljandi verið að dreifa ranghugmyndum og leyfa þeim að grassera. Þetta er þróun sem hefur mjög víða leitt til mjög vondra hluta og gerir eðlilega og málefnalega umræðu algjörlega ómögulega,“ segir Þórlindur. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að margt gott fólk hugsi sig um áður en það tekur þátt í baráttu sem er undirlögð af svona ósóma, ógnunum og hótunum.“ Birgir Örn segir forsvarsmenn Orkunnar okkar ekki standa fyrir gífuryrðum og telur hann að um 90 prósent umræðunnar séu á málefnalegum nótum. „Það eru hundrað þúsund manns sem kíkja inn á síðuna okkar, þetta er svo gífurlegur fjöldi, það þyrftu að vera tugir manna að fara yfir athugasemdirnar. Við höfum verið að henda út annað slagið.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. 15. apríl 2019 20:32 Telur alvarlegt ef fólki er talin trú um hluti sem eru ósannir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir mikilvægt að glöggva sig á gögnum um þriðja orkupakkann. Varhugavert sé að afvegaleiða umræðuna svo hún snúist um veruna í EES eða ESB. 10. apríl 2019 08:45 Orkupakkinn í samræmi við stjórnarskrá Þetta segja þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst, lögfræðingur, í bréfi sem þeir sendu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í dag. 10. apríl 2019 19:06 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00
Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. 15. apríl 2019 20:32
Telur alvarlegt ef fólki er talin trú um hluti sem eru ósannir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir mikilvægt að glöggva sig á gögnum um þriðja orkupakkann. Varhugavert sé að afvegaleiða umræðuna svo hún snúist um veruna í EES eða ESB. 10. apríl 2019 08:45
Orkupakkinn í samræmi við stjórnarskrá Þetta segja þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst, lögfræðingur, í bréfi sem þeir sendu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í dag. 10. apríl 2019 19:06
Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19
Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00