Innlent

Landgangar teknir úr notkun vegna veðurs

Birgir Olgeirsson skrifar
Hvöss suðaustan átt er á Keflavíkurflugvelli.
Hvöss suðaustan átt er á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm
Allir landgangar hafa verið teknir úr notkun á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Of mikill vindhraði er á svæðinu til að notast við landganga og er því ekki hægt að hleypa farþegum í eða úr flugvélum.

Meðalvindhraði á Keflavíkurflugvelli klukkan 14 var 19 metrar á sekúndu og mældist öflugasta hviðan 30 metrar á sekúndu.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur stormurinn á landinu náð hámarki en búist er við að það muni draga úr vindi Keflavíkurflugvöll upp úr klukkan 16 og ætti að vera búið að lægja að mestu á milli 17 og 18.

Ef vindhraði fer yfir 25 metra á sekúndu á Keflavíkurflugvelli er ekki hægt að notast við landganga. 

Uppfært klukkan 15:42: Nú eru sjö vélar Icelandair lentar á Keflavíkurflugvelli og áður höfðu tvær vélar lent á vellinum eftir að landgangarnir voru teknir úr notkun. Þá er von á fleiri Icelandair vélum nú síðdegis.

Vísir hefur ekki náð tali af Ásdísi Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, til að fá upplýsingar um það hversu margir farþegar sitja fastir í vélum á Keflavíkurflugvelli.

Ekki liggur fyrri hvort hægt er að nota stigabíla til að ferja fólk úr vélunum en samkvæmt upplýsingum frá Isavia er rekstur bílanna í höndum IGS og Airport Associates.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×