Hafa yfirheyrt þrjátíu manns vegna eldsvoðans í Notre Dame Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. apríl 2019 10:57 Þrjátíu verkamenn hjá fimm byggingafyrirtækjum, sem höfðu umsjón með viðgerðum á Notre Dame kirkjunni í París þegar eldur kviknaði, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Vísir/ap Þrjátíu verkamenn hjá fimm byggingafyrirtækjum, sem höfðu umsjón með viðgerðum á Notre Dame kirkjunni í París þegar eldur kviknaði, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Yfirheyrslurnar eru liður í rannsókn á eldsupptökum sem saksóknari í París gerir ráð fyrir að verði „langdregin og flókin“. Mörg hundruð milljónir evra er heitið til uppbyggingar kirkjunnar sem stórskemmdist í eldsvoðanum á mánudag. Stjórnvöld íhuga að setja á fót sérstaka skrifstofu til að taka á móti fjárframlögum. Fjársterkir aðilar á bakvið ýmis tískumerki á borð við L‘Oreal, Chanel, Dior, Gucci og Yves Saint Lauren hyggjast verja gífurlegum fjárhæðum í verkefnið.Vill að verkinu ljúki innan fimm ára Þegar Frakkar hafa lokið við að endurreisa Notre Dame á hún að verða jafnvel glæsilegri en hún var fyrir eldsvoðann. Þetta segir Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sem vill helst að verkinu ljúki innan fimm ára en Ólympíuleikarnir í París hefjast sumarið 2024.Frakklandsforseti hefur verið gagnrýndur fyrir að vera óraunsær.Vísir/apMargir hafa þó stigið fram og gagnrýnt Macron fyrir „fimm ára áætlunina“ og sagt hana óraunhæfa. Pierluigi Pericolo, sem hefur umsjón með viðgerðum og öryggi St. Donatian kirkjunnar í Nantes sagði að það tæki allavega tvö til fimm ár bara í að tryggja öryggi og láta hana standa trausta í ljósi stærðar og umfangs hennar.Klukknahljómur til að sýna samhug Ákveðið hefur verið að hringja kirkjuklukkum í öllum dómkirkjum Frakklands í kvöld laust fyrir klukkan fimm að íslenskum tíma til heiðurs Notre Dame og til að sýna samhug. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45 Kökugerðarmeistari við Notre Dame: Franska þjóðin hjálparvana og sorgmædd en líka reið Við fylgdumst með þakinu hrynja, segir Jackie sem fannst sem hægðist á tímanum á meðan hún fylgdist með eldsvoðanum. Hún sagðist ekki hafa séð neinn slökkviliðsmann sín megin í næstum klukkutíma frá því eldurinn kviknaði. 16. apríl 2019 15:04 Macron heitir því að endurreisa Notre-Dame á fimm árum Auðkýfingar, fyrirtæki og sveitarstjórnir hafa þegar lofað því að styrkja endurbyggingu dómkirkjunnar sögufrægu. 16. apríl 2019 20:28 Stórt og flókið verkefni bíður Frakka Miklu fé hefur verið heitið til enduruppbyggingar Notre Dame eftir brunann á mánudag. Sérfræðingar frá Páfagarði og arkitektar sem endurreistu Windsor-kastala bjóða aðstoð sína. Þrívíddarskannanir til af kirkjunni. 17. apríl 2019 06:30 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Þrjátíu verkamenn hjá fimm byggingafyrirtækjum, sem höfðu umsjón með viðgerðum á Notre Dame kirkjunni í París þegar eldur kviknaði, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Yfirheyrslurnar eru liður í rannsókn á eldsupptökum sem saksóknari í París gerir ráð fyrir að verði „langdregin og flókin“. Mörg hundruð milljónir evra er heitið til uppbyggingar kirkjunnar sem stórskemmdist í eldsvoðanum á mánudag. Stjórnvöld íhuga að setja á fót sérstaka skrifstofu til að taka á móti fjárframlögum. Fjársterkir aðilar á bakvið ýmis tískumerki á borð við L‘Oreal, Chanel, Dior, Gucci og Yves Saint Lauren hyggjast verja gífurlegum fjárhæðum í verkefnið.Vill að verkinu ljúki innan fimm ára Þegar Frakkar hafa lokið við að endurreisa Notre Dame á hún að verða jafnvel glæsilegri en hún var fyrir eldsvoðann. Þetta segir Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sem vill helst að verkinu ljúki innan fimm ára en Ólympíuleikarnir í París hefjast sumarið 2024.Frakklandsforseti hefur verið gagnrýndur fyrir að vera óraunsær.Vísir/apMargir hafa þó stigið fram og gagnrýnt Macron fyrir „fimm ára áætlunina“ og sagt hana óraunhæfa. Pierluigi Pericolo, sem hefur umsjón með viðgerðum og öryggi St. Donatian kirkjunnar í Nantes sagði að það tæki allavega tvö til fimm ár bara í að tryggja öryggi og láta hana standa trausta í ljósi stærðar og umfangs hennar.Klukknahljómur til að sýna samhug Ákveðið hefur verið að hringja kirkjuklukkum í öllum dómkirkjum Frakklands í kvöld laust fyrir klukkan fimm að íslenskum tíma til heiðurs Notre Dame og til að sýna samhug.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45 Kökugerðarmeistari við Notre Dame: Franska þjóðin hjálparvana og sorgmædd en líka reið Við fylgdumst með þakinu hrynja, segir Jackie sem fannst sem hægðist á tímanum á meðan hún fylgdist með eldsvoðanum. Hún sagðist ekki hafa séð neinn slökkviliðsmann sín megin í næstum klukkutíma frá því eldurinn kviknaði. 16. apríl 2019 15:04 Macron heitir því að endurreisa Notre-Dame á fimm árum Auðkýfingar, fyrirtæki og sveitarstjórnir hafa þegar lofað því að styrkja endurbyggingu dómkirkjunnar sögufrægu. 16. apríl 2019 20:28 Stórt og flókið verkefni bíður Frakka Miklu fé hefur verið heitið til enduruppbyggingar Notre Dame eftir brunann á mánudag. Sérfræðingar frá Páfagarði og arkitektar sem endurreistu Windsor-kastala bjóða aðstoð sína. Þrívíddarskannanir til af kirkjunni. 17. apríl 2019 06:30 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45
Kökugerðarmeistari við Notre Dame: Franska þjóðin hjálparvana og sorgmædd en líka reið Við fylgdumst með þakinu hrynja, segir Jackie sem fannst sem hægðist á tímanum á meðan hún fylgdist með eldsvoðanum. Hún sagðist ekki hafa séð neinn slökkviliðsmann sín megin í næstum klukkutíma frá því eldurinn kviknaði. 16. apríl 2019 15:04
Macron heitir því að endurreisa Notre-Dame á fimm árum Auðkýfingar, fyrirtæki og sveitarstjórnir hafa þegar lofað því að styrkja endurbyggingu dómkirkjunnar sögufrægu. 16. apríl 2019 20:28
Stórt og flókið verkefni bíður Frakka Miklu fé hefur verið heitið til enduruppbyggingar Notre Dame eftir brunann á mánudag. Sérfræðingar frá Páfagarði og arkitektar sem endurreistu Windsor-kastala bjóða aðstoð sína. Þrívíddarskannanir til af kirkjunni. 17. apríl 2019 06:30