Innlent

Bilun í vél Icelandair í Stokkhólmi

Andri Eysteinsson skrifar
Töluvert rask hefur verið á flugi undanfarna daga.
Töluvert rask hefur verið á flugi undanfarna daga. Vísir/Vilhelm
Uppfært 17:00: Vélin er farin í loftið en töskur farþega urðu eftir á Arlanda í Stokkhólmi.



Bilun kom upp í flugvél Icelandair sem fara átti frá Arlanda flugvelli í Stokkhólmi til Reykjavíkur. Áætlað er nú að vélin, sem lenda átti í Keflavík klukkan 15:05, lendi á Íslandi klukkan 19:05.

Samkvæmt upplýsingum frá farþega í vélinni hafa farþegar beðið í vélinni í langan tíma og hafa fengið takmarkaðar upplýsingar. Töskur hafi verið fjarlægðar úr vélinni og farþegar sem séu að missa af tengiflugi, sökum seinkunarinnar, hafi látið sig hverfa úr flugvélinni.

Lea Gestsdóttir hjá Icelandair staðfestir í samtali við Vísi að vél félagsins í Stokkhólmi glími við bilun. Á meðan að unnið er að viðgerð hafi töskur verið fjarlægðar úr vélinni af varúðarráðstöfun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×