Íslenski boltinn

Hannes byrjar Pepsi Max deildina í banni | Sjáðu brotið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hannes Þór Halldórsson með Ólafi Jóhannessyni þjálfar Vals
Hannes Þór Halldórsson með Ólafi Jóhannessyni þjálfar Vals Vísir/Vilhelm
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, nýjasta rósin í hnappagati Íslandsmeistara Vals, byrjar Pepsi Max deildina í leikbanni eftir að hann fékk rauða spjaldið í leiknum um Meistara meistaranna í kvöld.

Hannes fékk rautt spjald á síðustu mínútu fyrri hálfleiks í leiknum við Stjörnuna á Origovellinum að Hlíðarenda í kvöld. Hann átti slæma móttöku eftir langa sendingu, missti boltann of langt frá sér og Þorsteinn Már Ragnarsson komst í boltann.

Hannes braut á Þorsteini til þess að koma í veg fyrir mark og þar sem atvikið átti sér stað fyrir utan teig fékk Hannes réttilega dæmt á sig rautt spjald en ekki vítaspyrnu.



Reglur KSÍ segja til um að Meistarakeppni KSÍ og Íslandsmótið telji samna varðandi agaviðurlög og því þýðir rauða spjaldið að Hannes tekur út leikbann í opnunarleik Vals í Pepsi Max deild karla.

Fyrsti leikur Vals er eftir rétt rúma viku, á föstudaginn 26. apríl, og er það jafn framt opnunarleikur deildarinnar. Þá mætir Víkingur á gervigrasið á Origovellinum í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Stjarnan Mestari meistaranna eftir vítaspyrnukeppni

Stjarnan er Meistari meistaranna eftir sigur á Val í vítaspyrnukeppni í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Valsmenn spiluðu manni færri í 45 mínútur eftir að landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson var rekinn af velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×