Símon segist ekki vilja útiloka konur frá slitabúum Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2019 13:25 Símon dómsstjóri segir ekkert óeðlilegt við skipan skiptastjóra en þeir Þorsteinn og Sveinn Andri fást nú við eitt stærsta slitabú sem komið hefur til skipta undanfarin ár. „Lögmenn tilkynna dóminum um að þeir taki að sér að vera skiptastjórar í þrotabúum. Þeir fara á lista sem rúllar jafnt og þétt og í réttri röð. Þannig fá lögmenn að jafnaði úthlutað þrotabúum einu sinni á ári,“ segir Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur í samtali við Vísi.Óskráð lög og reynsla ráða förNokkur ólga hefur verið, einkum innan lögmannastéttarinnar vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW air og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsreglur gilda í slíkum tilfellum. Símon skipaði þá Svein Andra Sveinsson og Þorstein Einarsson hæstaréttarlögmenn skiptastjóra yfir þrotabú WOW AIR á fimmtudaginn. Hann segir ferlið í tilfelli WOW air hafa verið þannig að hann hafi ákveðið að Sveinn Andri og Þorsteinn yrðu skiptastjórar. Löglærður aðstoðarmaður dómara í almennri deild, Harpa Sólveig Björnsdóttir, hafi svo skipað þá skiptastjóra. Vísis spurði Símon hvort það væru fyrirliggjandi einhverjar verklagsreglur eða við hvað væri miðað þegar menn væru valdir til starfans? Símon segir að tveimur búum sé úthlutað í einu um þessar mundir.Kolbrún Garðarsdóttir hdl og formaður Félags kvenna í lögmennsku vill fá skýringar frá dómstólasýslunni og dómstjórum um hvort og hvaða verklagsreglur gildi um skipan skiptastjóra.„Þetta fer eftir fjölda innkominna búa. Þegar um allra stærstu búin er að ræða, eins og í tilviki WOW air, er beitt óskráðum viðmiðunum við val á skiptastjóra sem miða við að viðkomandi lögmaður hafi reynslu af meðferð viðamikilla búa og geti afgreitt þau hratt og með skilvirkum hætti.“Kröfuhafar stýra launum skiptastjóra Símon segir jafnframt að litið sé til þess að lögmaðurinn hafi yfir að ráða eða sé í tengslum við starfsemi sem getur aðstoðað hann við vinnslu þrotabúsins, því oft er um mjög mikið starf að ræða, auk þess sem reynt getur á önnur atriði, svo sem þekkingu á bókhaldi. Það er því ekki þannig að kylfa ráði kasti, ef svo má að orði komast en bæði stjórn Lögmannafélags Íslands sem og stjórn Félags kvenna í lögmennsku hafa óskað eftir upplýsingum um hvaða verklagsreglur gilda í slíkum tilfellum. „Þessi viðmið hafa ráðið ákvörðunum um skipan skiptastjóra í fjölda mörg ár og eru flestum starfandi lögmönnum kunn. Lögmenn gefa oft á tíðum kost á sér til starfa þegar um stór bú er að ræða og var það einnig svo í þessu tilviki.Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku.Vísir/vilhelmSlík framboð eru ekki ráðandi þegar að vali á skiptastjóra kemur. Skiptastjórar taka laun úr þrotabúinu, en þar gæta þeir hagsmuna kröfuhafa. Eiga þeir undir kröfuhöfum hvert tímagjald fyrir þeirra vinnu verður.“Eðlilegt að konur sem karlar séu skiptastjórar Sem áður sagði hefur skipunin verið gagnrýnd harðlega og segir Kolbrún Garðarsdóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku halla á konur við úthlutun verkefna af þessu tagi. „Það hallar á konur þarna en það eru skipaðir tveir skiptastjórar og báðir eru þeir karlar. Það eru mjög hæfar konur í lögmennsku sem væru til í að taka slíkt starf að sér,“ segir Kolbrún í samtali við fréttastofu. Ekki er orðum aukið að hún hafi verið afdráttarlaus í gagnrýni sinni.Finnst þér hugsanlega vert að taka tillit til kynjakvóta þegar verkefnum sem þessum er úthlutað?„Það er eðlilegt að konur jafnt sem karlar komi að þessum málum og að slík sjónarmið séu í heiðri höfð þegar þrotabúum er úthlutað,“ segir Símon en gefur að öðru leyti ekki mikið út á spurninguna. Ekki er gott að átta sig á því hvar hægt er að staðsetja WOW air á lista yfir stærstu þrotabú. En, það liggur fyrir að það er með þeim stærri frá hruni. „Þrotabú wow air er stórt í sniðum, enda tveir skiptastjórar í því. Langt er um liðið síðan síðast voru skipaðir tveir skiptastjórar í þrotabúi. Erfitt er að segja til um eiginlega stærð þrotabús.“Fréttin uppfærð klukkan 16 með viðbótarupplýsingum um ferlið við skipan skiptastjóra í þrotabúi WOW air. Dómsmál Jafnréttismál Stjórnsýsla WOW Air Tengdar fréttir Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32 Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
„Lögmenn tilkynna dóminum um að þeir taki að sér að vera skiptastjórar í þrotabúum. Þeir fara á lista sem rúllar jafnt og þétt og í réttri röð. Þannig fá lögmenn að jafnaði úthlutað þrotabúum einu sinni á ári,“ segir Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur í samtali við Vísi.Óskráð lög og reynsla ráða förNokkur ólga hefur verið, einkum innan lögmannastéttarinnar vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW air og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsreglur gilda í slíkum tilfellum. Símon skipaði þá Svein Andra Sveinsson og Þorstein Einarsson hæstaréttarlögmenn skiptastjóra yfir þrotabú WOW AIR á fimmtudaginn. Hann segir ferlið í tilfelli WOW air hafa verið þannig að hann hafi ákveðið að Sveinn Andri og Þorsteinn yrðu skiptastjórar. Löglærður aðstoðarmaður dómara í almennri deild, Harpa Sólveig Björnsdóttir, hafi svo skipað þá skiptastjóra. Vísis spurði Símon hvort það væru fyrirliggjandi einhverjar verklagsreglur eða við hvað væri miðað þegar menn væru valdir til starfans? Símon segir að tveimur búum sé úthlutað í einu um þessar mundir.Kolbrún Garðarsdóttir hdl og formaður Félags kvenna í lögmennsku vill fá skýringar frá dómstólasýslunni og dómstjórum um hvort og hvaða verklagsreglur gildi um skipan skiptastjóra.„Þetta fer eftir fjölda innkominna búa. Þegar um allra stærstu búin er að ræða, eins og í tilviki WOW air, er beitt óskráðum viðmiðunum við val á skiptastjóra sem miða við að viðkomandi lögmaður hafi reynslu af meðferð viðamikilla búa og geti afgreitt þau hratt og með skilvirkum hætti.“Kröfuhafar stýra launum skiptastjóra Símon segir jafnframt að litið sé til þess að lögmaðurinn hafi yfir að ráða eða sé í tengslum við starfsemi sem getur aðstoðað hann við vinnslu þrotabúsins, því oft er um mjög mikið starf að ræða, auk þess sem reynt getur á önnur atriði, svo sem þekkingu á bókhaldi. Það er því ekki þannig að kylfa ráði kasti, ef svo má að orði komast en bæði stjórn Lögmannafélags Íslands sem og stjórn Félags kvenna í lögmennsku hafa óskað eftir upplýsingum um hvaða verklagsreglur gilda í slíkum tilfellum. „Þessi viðmið hafa ráðið ákvörðunum um skipan skiptastjóra í fjölda mörg ár og eru flestum starfandi lögmönnum kunn. Lögmenn gefa oft á tíðum kost á sér til starfa þegar um stór bú er að ræða og var það einnig svo í þessu tilviki.Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku.Vísir/vilhelmSlík framboð eru ekki ráðandi þegar að vali á skiptastjóra kemur. Skiptastjórar taka laun úr þrotabúinu, en þar gæta þeir hagsmuna kröfuhafa. Eiga þeir undir kröfuhöfum hvert tímagjald fyrir þeirra vinnu verður.“Eðlilegt að konur sem karlar séu skiptastjórar Sem áður sagði hefur skipunin verið gagnrýnd harðlega og segir Kolbrún Garðarsdóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku halla á konur við úthlutun verkefna af þessu tagi. „Það hallar á konur þarna en það eru skipaðir tveir skiptastjórar og báðir eru þeir karlar. Það eru mjög hæfar konur í lögmennsku sem væru til í að taka slíkt starf að sér,“ segir Kolbrún í samtali við fréttastofu. Ekki er orðum aukið að hún hafi verið afdráttarlaus í gagnrýni sinni.Finnst þér hugsanlega vert að taka tillit til kynjakvóta þegar verkefnum sem þessum er úthlutað?„Það er eðlilegt að konur jafnt sem karlar komi að þessum málum og að slík sjónarmið séu í heiðri höfð þegar þrotabúum er úthlutað,“ segir Símon en gefur að öðru leyti ekki mikið út á spurninguna. Ekki er gott að átta sig á því hvar hægt er að staðsetja WOW air á lista yfir stærstu þrotabú. En, það liggur fyrir að það er með þeim stærri frá hruni. „Þrotabú wow air er stórt í sniðum, enda tveir skiptastjórar í því. Langt er um liðið síðan síðast voru skipaðir tveir skiptastjórar í þrotabúi. Erfitt er að segja til um eiginlega stærð þrotabús.“Fréttin uppfærð klukkan 16 með viðbótarupplýsingum um ferlið við skipan skiptastjóra í þrotabúi WOW air.
Dómsmál Jafnréttismál Stjórnsýsla WOW Air Tengdar fréttir Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32 Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32
Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31