Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2019 01:08 Það var þónokkur umgangur inn og út úr karphúsinu í kvöld. Vísir/Sigurjón Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. „Við vorum bara að kíkja aðeins í hús og fara yfir stöðu mála. Við höfum ekki átt neina samningafundi í dag, samflot iðnaðarmanna,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðum, á leið sinni út úr húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan hálf eitt í nótt. „Við munum eiga fund hjá sáttasemjara á morgun. Það er svona fyrsti formlegi fundur eftir að það slitnaði upp úr hjá okkur og það er svo sem bara sú staða sem er í gangi hjá okkur,“ segir Kristján Þórður, sem kvaðst lítið fleira geta sagt um stöðuna. Fundað hefur verið stíft í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan dag þar sem reynt er til þrautar að landa samningum í kjaradeilu VR, Eflingar og fjögurra annarra stéttarfélaga. Fyrr í kvöld var greint frá því að boðuðum verkföllum VR og Eflingar, sem hefjast áttu síðar í vikunni, hafi verið aflýst. Fundur í kjaraviðræðum stéttarfélaganna sex og Samtaka atvinnulífsins, stóð enn yfir nú um klukkan eitt. Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að árangur dagsins standi og falli með aðkomu ríkisins. Samningaaðilar hafi náð árangri en samtalið muni svo halda áfram við stjórnvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru líkur á því að það samtal muni eiga sér stað í fyrramálið. Kjaramál Tengdar fréttir Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. „Við vorum bara að kíkja aðeins í hús og fara yfir stöðu mála. Við höfum ekki átt neina samningafundi í dag, samflot iðnaðarmanna,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðum, á leið sinni út úr húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan hálf eitt í nótt. „Við munum eiga fund hjá sáttasemjara á morgun. Það er svona fyrsti formlegi fundur eftir að það slitnaði upp úr hjá okkur og það er svo sem bara sú staða sem er í gangi hjá okkur,“ segir Kristján Þórður, sem kvaðst lítið fleira geta sagt um stöðuna. Fundað hefur verið stíft í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan dag þar sem reynt er til þrautar að landa samningum í kjaradeilu VR, Eflingar og fjögurra annarra stéttarfélaga. Fyrr í kvöld var greint frá því að boðuðum verkföllum VR og Eflingar, sem hefjast áttu síðar í vikunni, hafi verið aflýst. Fundur í kjaraviðræðum stéttarfélaganna sex og Samtaka atvinnulífsins, stóð enn yfir nú um klukkan eitt. Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að árangur dagsins standi og falli með aðkomu ríkisins. Samningaaðilar hafi náð árangri en samtalið muni svo halda áfram við stjórnvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru líkur á því að það samtal muni eiga sér stað í fyrramálið.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira