Forseti Alsír segir af sér í mótmælaöldu Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 08:56 Mótmælendur fögnuðu afsögn Bouteflika á götum Álfgeirsborgar í gærkvöldi. Vísir/EPA Abdelaziz Bouteflika hefur sagt af sér sem forseti Alsír eftir tvo áratugi á valdastóli. Fjöldamótmæli hafa staðið yfir í landinu undanfarnar vikur og hafði yfirmaður hersins kallað eftir því að forsetinn stigi strax til hliðar. Mótmælin brutust fyrst út þegar Bouteflika tilkynnti að hann sæktist eftir endurkjöri til fimmta kjörtímabils í febrúar. Hann hætti við þau áform vegna mótmælanna. Herinn hafði kallað eftir því að forsetinn yrði lýstur vanhæfur til að gegna embætti. Bouteflika fékk heilablóðfall fyrir sex árum og hefur sjaldan komið fram opinberlega síðan. Tilkynnt var um afsögn hans á ríkisfréttastofunni APS í gær. Bouteflika hefði tilkynnt forseta stjórnlagaráðs landsins að hann ætlaði að láta af embætti. Afsögnin tæki gildi strax, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnarskrá Alsír gerir ráð fyrir að forseti öldungadeildar þingsins taki við embætti forseta þar til nýr forseti hefur verið kjörinn. Forseti til bráðabirgða verður því Abdelkader Bensalah. Upphaflega áttu kosningar að fara fram 18. apríl en þeim var frestað. Stjórnarflokkurinn Þjóðfrelsisfylkingin hefur lofað meiriháttar umbótum á stjórnkerfi landsins sem mótmælendur hafa krafist. Alsír Tengdar fréttir Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. 4. mars 2019 08:00 Bouteflika stígur til hliðar Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, er hættur við að gefa aftur kost á sér. 11. mars 2019 19:02 Sitjandi forseta mótmælt í Alsír Almenningur í Algeirsborg og annarsstaðar í Alsír er ansi andstæður áformum Abdelaziz Bouteflika forseta Alsír. 3. mars 2019 20:20 Herinn gefst upp á Bouteflika Gaid Salah, yfirmaður herafla Alsír, segir að beita þurfi 102. grein stjórnarskrár landsins til að koma forsetanum Abdelaziz Bouteflika frá völdum. Sú grein fjallar um hvað grípa skuli til bragðs ef forseti landsins er ófær um að sinna skyldum sínum. 26. mars 2019 16:45 Dómarar snúa baki við hinum heilsuveila Bouteflika Á annað þúsund alsírskra dómara segjast ekki ætla að taka þátt í eftirliti með fyrirhuguðum kosningum í landinu, bjóði forsetinn Abdelaziz Bouteflika sig fram til endurkjörs. 11. mars 2019 11:25 Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins. 10. mars 2019 19:36 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Abdelaziz Bouteflika hefur sagt af sér sem forseti Alsír eftir tvo áratugi á valdastóli. Fjöldamótmæli hafa staðið yfir í landinu undanfarnar vikur og hafði yfirmaður hersins kallað eftir því að forsetinn stigi strax til hliðar. Mótmælin brutust fyrst út þegar Bouteflika tilkynnti að hann sæktist eftir endurkjöri til fimmta kjörtímabils í febrúar. Hann hætti við þau áform vegna mótmælanna. Herinn hafði kallað eftir því að forsetinn yrði lýstur vanhæfur til að gegna embætti. Bouteflika fékk heilablóðfall fyrir sex árum og hefur sjaldan komið fram opinberlega síðan. Tilkynnt var um afsögn hans á ríkisfréttastofunni APS í gær. Bouteflika hefði tilkynnt forseta stjórnlagaráðs landsins að hann ætlaði að láta af embætti. Afsögnin tæki gildi strax, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnarskrá Alsír gerir ráð fyrir að forseti öldungadeildar þingsins taki við embætti forseta þar til nýr forseti hefur verið kjörinn. Forseti til bráðabirgða verður því Abdelkader Bensalah. Upphaflega áttu kosningar að fara fram 18. apríl en þeim var frestað. Stjórnarflokkurinn Þjóðfrelsisfylkingin hefur lofað meiriháttar umbótum á stjórnkerfi landsins sem mótmælendur hafa krafist.
Alsír Tengdar fréttir Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. 4. mars 2019 08:00 Bouteflika stígur til hliðar Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, er hættur við að gefa aftur kost á sér. 11. mars 2019 19:02 Sitjandi forseta mótmælt í Alsír Almenningur í Algeirsborg og annarsstaðar í Alsír er ansi andstæður áformum Abdelaziz Bouteflika forseta Alsír. 3. mars 2019 20:20 Herinn gefst upp á Bouteflika Gaid Salah, yfirmaður herafla Alsír, segir að beita þurfi 102. grein stjórnarskrár landsins til að koma forsetanum Abdelaziz Bouteflika frá völdum. Sú grein fjallar um hvað grípa skuli til bragðs ef forseti landsins er ófær um að sinna skyldum sínum. 26. mars 2019 16:45 Dómarar snúa baki við hinum heilsuveila Bouteflika Á annað þúsund alsírskra dómara segjast ekki ætla að taka þátt í eftirliti með fyrirhuguðum kosningum í landinu, bjóði forsetinn Abdelaziz Bouteflika sig fram til endurkjörs. 11. mars 2019 11:25 Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins. 10. mars 2019 19:36 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. 4. mars 2019 08:00
Bouteflika stígur til hliðar Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, er hættur við að gefa aftur kost á sér. 11. mars 2019 19:02
Sitjandi forseta mótmælt í Alsír Almenningur í Algeirsborg og annarsstaðar í Alsír er ansi andstæður áformum Abdelaziz Bouteflika forseta Alsír. 3. mars 2019 20:20
Herinn gefst upp á Bouteflika Gaid Salah, yfirmaður herafla Alsír, segir að beita þurfi 102. grein stjórnarskrár landsins til að koma forsetanum Abdelaziz Bouteflika frá völdum. Sú grein fjallar um hvað grípa skuli til bragðs ef forseti landsins er ófær um að sinna skyldum sínum. 26. mars 2019 16:45
Dómarar snúa baki við hinum heilsuveila Bouteflika Á annað þúsund alsírskra dómara segjast ekki ætla að taka þátt í eftirliti með fyrirhuguðum kosningum í landinu, bjóði forsetinn Abdelaziz Bouteflika sig fram til endurkjörs. 11. mars 2019 11:25
Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins. 10. mars 2019 19:36