Minna tuð, meiri aðgerðir Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 3. apríl 2019 09:10 Tími fálætis í umhverfismálum er liðinn. Við þurfum að taka stór og stefnumótandi skref núna strax. Við höfum ekki tíma til að taka lítil skref sem trufla fáa en breyta litlu. Við höfum ekki tíma til að vera ,,dipló”. Sá tími er löngu liðinn. Við þurfum róttækni. Við þurfum hugrekki. Unga fólkið á vikulegum loftslagsmótmælum krefst róttækra aðgerða, enda snúast loftslagsmálin um jafnrétti milli kynslóða fyrst og fremst. Eldri kynslóðir eru búnar að menga hömlulaust á kostnað næstu kynslóða og ef við sveigjum ekki af þessari braut ekki seinna en núna verður það orðið of seint.Segjum „bless“ við plástrana Sumir kollegar mínir úr minnihluta borgarstjórnar láta eins og okkar aðgerðir í meirihlutanum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda séu hálfgert ofstæki. Þeir vilja eingöngu ráðast í aðgerðir sem eru í besta falli plástrar á sárin. Þeir standa vörð um frelsi einstaklingsins til að menga en vilja helst bara draga úr neikvæðum afleiðingum þeirrar mengunar. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins sagði á nýlegum borgarstjórnarfundi um aðgerðir meirihlutans til að draga úr mengun: „Ég vil bara að við höldum okkur við hvað við getum gert án þess að segja fólki hvernig það á að lifa lífi sínu”. Ég er sammála því að fólk eigi að mestu að fá að vera í friði - svo lengi sem það brýtur ekki á frelsi annarra en það gerir mengun einmitt með víðtækum hætti. Þessi staðhæfing Kolbrúnar ber vott um algjöra firringu og engan skilning á umfangi vandans. Þetta segir hún þrátt fyrir að við Íslendingar losum mest magn koltvíoxíðs af öllum löndum Evrópu innan ESB- og EFTA-svæðisins (1).Skoðum staðreyndir, ekki bull Aðrir afneita vísindunum. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins bókaði eftirfarandi á fundi Borgarráðs 6. mars þegar ákveðið var að ráðast í framkvæmdir við endurheimt votlendis í Úlfarsárdal: „Engar rannsóknir hafa sýnt fram á að endurheimt votlendis auki kolefnisbindingu”. Það er af og frá. Votlendi bindur koltvíoxíð og standa nágrannaþjóðir okkar í metnaðarfullum endurheimtingarverkefnum vegna þessa. Finnar hafa undanfarin ár endurheimt votlendi í stórum stíl til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með góðum árangri (2). Skotar hafa í sinni loftslagsáætlun fyrir 2018-2032 markmið um að endurheimta 50.000 hektara votlendis fyrir 2020 og 250.000 hektara fyrir 2030 (3). Við ætlum líka að endurheimta votlendi í Reykjavík því það virkar. Eitt það mikilvægasta sem Reykjavíkurborg getur gert til að draga úr mengun er að efla notkun vistvænna ferðamáta og minnka notkun bíla. Bílar menga. En framleiðsla þeirra og flutningur til kaupanda menga líka. Gatnagerð er mengandi og það að spæna upp malbikinu er mengandi. En notkun vistvænna ferðamáta dregur líka úr sóun. Þegar við ferðumst milli búðarinnar og heimilis á vistvænan hátt þurfum við að forgangsraða betur við innkaupin sem minnkar sóun vegna þess að það er hreinlega takmarkað hversu mikið við getum flutt með okkur milli staða án bíls.Tíminn er á þrotum Að auka notkun vistvænna ferðamáta er þó langt frá því að vera það eina sem borgin er að gera. Nýbyggingar í borginni fara í gegnum umhverfismat þar sem lögð er áhersla á sjálfbær hverfi, verndun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúrulegra vistkerfa og aukinn orkusparnað. Yfir 90% af allri uppbyggingu er innan núverandi byggðar, þannig takmörkum við fótspor okkar og styrkjum grundvöllinn fyrir vistvænum samgöngum og sjálfbærum hverfum. Við leggjum áherslu á að gróðursetja fleiri tré sem breyta koltvíoxíði í súrefni, við ætlum að draga úr myndun úrgangs, auka stuðning við verkefni sem stuðla að endurnotkun og endurvinnslu og auka framleiðslu vistvænna orkugjafa með nýrri gas- og jarðgerðarstöð þar sem loksins verður farið að flokka lífrænan úrgang heimilanna. Svo ekki sé minnst á áherslu okkar á nýsköpun og nýjar, snjallar og umhverfisvænar lausnir. Við þurfum að taka róttæk skref til minnka losun gróðurhúsalofttegunda svo að næstu kynslóðir eigi séns. Við höfum örfá ár þangað til það er orðið of seint. Til þess að þetta mega verða þurfum við öll að vinna saman, stjórnmálafólk og almenningur. Og við þurfum stjórnmálafólk sem byggir ákvarðanir sínar og skoðanir á staðreyndum. Tíminn er að renna frá okkur. Eyðum honum ekki í tuð heldur aðgerðir.Höfundur er forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata.Heimildir: (1) https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/umhverfi/losun-koltvisyrings-a-einstakling/(2) https://ec.europa.eu/environment/life/project/Projects/index.cfm?fuseaction=home.showFile&rep=file&fil=Boreal_Peatland_Best_Practices.pdf(3) https://www2.gov.scot/Resource/0053/00532096.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Tími fálætis í umhverfismálum er liðinn. Við þurfum að taka stór og stefnumótandi skref núna strax. Við höfum ekki tíma til að taka lítil skref sem trufla fáa en breyta litlu. Við höfum ekki tíma til að vera ,,dipló”. Sá tími er löngu liðinn. Við þurfum róttækni. Við þurfum hugrekki. Unga fólkið á vikulegum loftslagsmótmælum krefst róttækra aðgerða, enda snúast loftslagsmálin um jafnrétti milli kynslóða fyrst og fremst. Eldri kynslóðir eru búnar að menga hömlulaust á kostnað næstu kynslóða og ef við sveigjum ekki af þessari braut ekki seinna en núna verður það orðið of seint.Segjum „bless“ við plástrana Sumir kollegar mínir úr minnihluta borgarstjórnar láta eins og okkar aðgerðir í meirihlutanum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda séu hálfgert ofstæki. Þeir vilja eingöngu ráðast í aðgerðir sem eru í besta falli plástrar á sárin. Þeir standa vörð um frelsi einstaklingsins til að menga en vilja helst bara draga úr neikvæðum afleiðingum þeirrar mengunar. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins sagði á nýlegum borgarstjórnarfundi um aðgerðir meirihlutans til að draga úr mengun: „Ég vil bara að við höldum okkur við hvað við getum gert án þess að segja fólki hvernig það á að lifa lífi sínu”. Ég er sammála því að fólk eigi að mestu að fá að vera í friði - svo lengi sem það brýtur ekki á frelsi annarra en það gerir mengun einmitt með víðtækum hætti. Þessi staðhæfing Kolbrúnar ber vott um algjöra firringu og engan skilning á umfangi vandans. Þetta segir hún þrátt fyrir að við Íslendingar losum mest magn koltvíoxíðs af öllum löndum Evrópu innan ESB- og EFTA-svæðisins (1).Skoðum staðreyndir, ekki bull Aðrir afneita vísindunum. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins bókaði eftirfarandi á fundi Borgarráðs 6. mars þegar ákveðið var að ráðast í framkvæmdir við endurheimt votlendis í Úlfarsárdal: „Engar rannsóknir hafa sýnt fram á að endurheimt votlendis auki kolefnisbindingu”. Það er af og frá. Votlendi bindur koltvíoxíð og standa nágrannaþjóðir okkar í metnaðarfullum endurheimtingarverkefnum vegna þessa. Finnar hafa undanfarin ár endurheimt votlendi í stórum stíl til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með góðum árangri (2). Skotar hafa í sinni loftslagsáætlun fyrir 2018-2032 markmið um að endurheimta 50.000 hektara votlendis fyrir 2020 og 250.000 hektara fyrir 2030 (3). Við ætlum líka að endurheimta votlendi í Reykjavík því það virkar. Eitt það mikilvægasta sem Reykjavíkurborg getur gert til að draga úr mengun er að efla notkun vistvænna ferðamáta og minnka notkun bíla. Bílar menga. En framleiðsla þeirra og flutningur til kaupanda menga líka. Gatnagerð er mengandi og það að spæna upp malbikinu er mengandi. En notkun vistvænna ferðamáta dregur líka úr sóun. Þegar við ferðumst milli búðarinnar og heimilis á vistvænan hátt þurfum við að forgangsraða betur við innkaupin sem minnkar sóun vegna þess að það er hreinlega takmarkað hversu mikið við getum flutt með okkur milli staða án bíls.Tíminn er á þrotum Að auka notkun vistvænna ferðamáta er þó langt frá því að vera það eina sem borgin er að gera. Nýbyggingar í borginni fara í gegnum umhverfismat þar sem lögð er áhersla á sjálfbær hverfi, verndun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúrulegra vistkerfa og aukinn orkusparnað. Yfir 90% af allri uppbyggingu er innan núverandi byggðar, þannig takmörkum við fótspor okkar og styrkjum grundvöllinn fyrir vistvænum samgöngum og sjálfbærum hverfum. Við leggjum áherslu á að gróðursetja fleiri tré sem breyta koltvíoxíði í súrefni, við ætlum að draga úr myndun úrgangs, auka stuðning við verkefni sem stuðla að endurnotkun og endurvinnslu og auka framleiðslu vistvænna orkugjafa með nýrri gas- og jarðgerðarstöð þar sem loksins verður farið að flokka lífrænan úrgang heimilanna. Svo ekki sé minnst á áherslu okkar á nýsköpun og nýjar, snjallar og umhverfisvænar lausnir. Við þurfum að taka róttæk skref til minnka losun gróðurhúsalofttegunda svo að næstu kynslóðir eigi séns. Við höfum örfá ár þangað til það er orðið of seint. Til þess að þetta mega verða þurfum við öll að vinna saman, stjórnmálafólk og almenningur. Og við þurfum stjórnmálafólk sem byggir ákvarðanir sínar og skoðanir á staðreyndum. Tíminn er að renna frá okkur. Eyðum honum ekki í tuð heldur aðgerðir.Höfundur er forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata.Heimildir: (1) https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/umhverfi/losun-koltvisyrings-a-einstakling/(2) https://ec.europa.eu/environment/life/project/Projects/index.cfm?fuseaction=home.showFile&rep=file&fil=Boreal_Peatland_Best_Practices.pdf(3) https://www2.gov.scot/Resource/0053/00532096.pdf
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar