Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 70-61 | Valur komið yfir í Reykjarvíkurslagnum Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 3. apríl 2019 21:30 Valskonur hafa verið óstöðvandi. vísir/bára Valur og KR mættust í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrvalsdeildar kvenna í Origo-höllinni í kvöld. Eftir spennandi 35 mínútur hrökk KR í baklás og Valur endaði á að vinna leikinn 70-61. Fyrir leikinn voru Valsstúlkur búnar að vinna 18 seinustu deildarleikina sína og því á mikilli sigurgöngu. KR-ingar höfðu aftur á móti komið eilítið haltrandi inn í úrslitakeppnina og höfðu á seinasta mánuði deildarkeppninnar tapað sjö leikjum af átta. Þær voru aftur á móti eina liðið sem hafði hingað til unnið lið Vals eftir að Helena Sverrisdóttir gekk í raðir Valsstúlkna í lok nóvember. Leikurinn byrjaði spennandi og liðin skiptust á körfum á fyrstu mínútunum áður en KR tók smá áhlaup til að taka góða forystu. Það var mikill barningur í teignum og ljóst var að dómarar ætluðu að leyfa ágæta hörku í úrslitakeppninni. Valur gat komið til baka í öðrum leikhlutanum með góðu áhlaupi og það munaði aðeins einu stigi á liðunum þegar þau héldu inn í klefana í hálfleik, 36-37. Orla O‘Reilly og Vilma Kesanen höfðu leitt KR nokkuð örugglega með góðum skotum á sama tíma og þær höfðu gert Val nægilega erfitt fyrir að þær skoruðu aðeins 36 stig á fyrstu 20 mínútunum. KR voru heldur seinar í gang í seinni hálfleik og Valur gekk á lagið með 13-0 áhlaupi á fyrstu fjórum mínútum þriðja leikhlutans. Gestirnir tóku aðeins við sér og gátu lagað stöðuna aðeins fyrir lokaleikhlutann en voru þó níu stigum undir þegar 10 mínúturu lifðu leiks, 59-50. Áhlaupagleðin hélt áfram í byrjun fjórða leikhlutans þegar KR skoruðu ellefu stig án þess að Valsstúlkur gætu svarað á hinum enda vallarins. Allt leit út fyrir að Vesturbæjarliðið myndi stela fyrsta leiknum á útivelli! Þetta reyndust hins vegar vera einu stigin sem að KR myndu skora í leiknum. Valur skoraði næstu 11 stig leikhlutans og gerði þar með út um leikinn, 70-61.Af hverju vann Valur? Valur framkvæmdi leikplanið sitt vel í kvöld, leituðu mikið inn í teig og keyrðu í bakið á KR-ingum þegar þær gerðu mistök. Þær lokuðu vel á það sem var að ganga upp hjá KR á lokametrum leiksins og gerðu út um hann á seinustu mínútunum með 11-0 áhlaupi.Hverjar stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir var öflug fyrir Val í kvöld og sótti fjöldann allan af stigum og fráköstum í teignum. Hún skoraði 15 stig, tók 16 fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal þremur boltum. Heather Butler var stigahæst hjá Valsliðinu með 26 stig og Simona Podesvova frákastahæst með 17 fráköst, þar af sjö sóknarfráköst. Hjá KR var Orla O‘Reilly best með 27 stig, 11 fráköst, fjóra stolna bolta og tvö varin skot. Hún var skæð fyrir utan þriggja stiga línuna og setti fimm þrista í aðeins níu tilraunum (56% nýting). Vilma Kesanen átti sömuleiðis gott kvöld og skoraði 18 stig. Kiana Johnson skoraði níu stig, tók 13 fráköst og gaf sjö stoðsendingar.Hvað gekk illa? KR fékk ekki nógu mikið framlag frá rulluspilurum sínum í kvöld, enda skoruðu erlendir leikmenn liðsins 54 af 61 stigum liðsins. Stigahæst Íslendinganna var Unnur Tara Jónsdóttir með fjögur stig. Þessi stigaþurrð hefði mögulega ekki komið að sök ef að erlendir leikmenn liðsins hefðu haldið áfram að skora á seinustu mínútunum. Málið var að seinustu fimm mínútur leiksins skoraði engin leikmaður KR á meðan að Valur hélt áfram að rúlla þægilega. Það kann ekki góðri lukku að stýra að skora ekki eitt einasta stig í rúmar fimm mínútur.Hvað tekur við? Valur hefur núna 1-0 forystu í undanúrslita viðureigninni og halda ótrauðar í næsta leik. KR verður að fá meira framlag frá íslensku leikmönnunum sínum og verða að klára næsta leik jafn sterkt og þær hófu þennan. Það kemur í ljós næsta sunnudag í DHL-höllinni í Frostaskjólinu kl.18:15. Leikur 2 verður þar í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport 3.Unnur Tara: Þetta var bara panikk Unnur Tara Jónsdóttir var nokkuð svekkt eftir leik kvöldsins, en KR-ingar lutu í lægra haldi fyrir Valsstúlkum í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum úrvalsdeildar kvenna. „Mér fannst leikurinn framan af fínn hjá okkur. Við vorum að gera það sem að við lögðum upp með. Það vantaði bara herslumuninn í lokin,“ sagði hún, en KR leiddi hálfan leikinn og voru yfir þegar tæpar átta mínútur voru eftir. Það var mikill barningur inni í teig í leiknum og Unni Töru fannst að dómarar leiksins væru að leyfa aðeins meiri hörku, sem var í lagi hennar vegna. „Dómararnir voru náttúrulega að leyfa meira eins og gerist í úrslitakeppninni og mér fannst þeir leyfa jafn mikið á báða bóga,“ sagði hún um dómgæsluna. Erlendir leikmenn KR áttu ágætan leik en íslensku leikmennirnir voru heldur rólegari, enda skoruðu þeir samtals aðeins sjö stig af þeim 70 sem liðið skoraði. Unnur Tara hafði ekki allt of miklar áhyggjur af því en hefði viljað að fleiri ættu góða leik. „Það þurfa allir að eiga góðan leik helst til að geta unnið Val. Ég held samt að við hefðum getað unnið þetta þó að nokkrar voru ekki að skora,“ sagði Unnur Tara, en hún skoraði sem dæmi aðeins fjögur stig í leiknum. Í jöfnum leik þegar átta mínútur voru eftir af leiknum hrukku KR-ingar skyndilega í baklás og skoruðu ekki körfu það sem eftir lifði leiks. „Það var bara panikk. Við vorum jafnar og urðum svo bara stressaðar,“ sagði Unnur Tara um stigaþurrð liðsins undir lokin. Hún sagði að liðsfélagar sínir þyrftu bara að trúa því að þær gætu unnið Val og þá ættu þær góðan möguleika á sigri. „Við sýndum það í kvöld að við erum alveg jafn góðar og þær.“Darri: Ég hef aldrei séð svona tölfræði áður„Við bara framkvæmdum betur á hálfum velli og það skóp sigurinn í dag,“ sagði Darri Freyr Atlason þjálfari Vals að leik loknum í Origo-höllinni í kvöld. Valur vann KR í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna eftir æsispennandi leik þar sem gestirnir úr Vesturbænum skoruðu ekki stig seinustu sjö mínútur leiksins. „Þetta var svona leikur sem að vannst á lokametrunum. Við náðum að vera aðeins sterkari í dag, hörkuleikur,“ sagði Darri Freyr sáttur. Gestirnir leiddu með einu stigi í hálfleik en Darri Freyr hafði ekki miklar áhyggjur af því. „Við töpuðum ekki nema 5 boltum í fyrri hálfleik. Lifum alveg með því. Þetta var bara hörkuleikur í hálfleik. Við töluðum um að við þurftum að halda áfram að spila og kreista út sigur,“ sagði hann og var alveg sama hvernig Valur ynni leikina, bara að þeir ynnust. Leikplanið gekk vel í kvöld að sögn Darra Freys og Valur var að fá það sem að þær lögðu upp með. Hann benti þó á að sínar stelpur hefðu sótt mikið inn í teig en fengið fá vítaskot í leiknum. „Ég hef bara aldrei séð svona tölfræði áður,“ sagði hann en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um dómgæslu kvöldsins. Þá hefur Valur unnið fyrsta leikinn en þeim hafði verið spáð 3-0 sigri í seríunni. Darri Freyr bendir þó á að einbeitingin verði að vera til staðar. „Við þurfum að mæta tilbúnar í hvern einasta leik. Berum mikla virðingu fyrir þessu KR liði og þeirra þjálfara og við verðum að vera á tánum,“ sagði hann en ljóst er að þetta verður hörkusería ef að bæði lið halda áfram að spila svona.Benni Gumm: Vantaði pínu andlegan styrk til að klára þetta Benedikt Guðmundsson þjálfari KR, eða Benni Gumm eins og hann er gjarnan kallaður, var að vonum svekktur eftir að liðið hans tapaði gegn sterku liði Vals eftir skelfilegan lokakafla. KR tapaði leiknum 70-61 og skoruðu ekki stig á seinustu mínútum leiksins. Benni gat þó séð ljósu punktana og benti á að í 35 mínútur hefðu KR-ingar verið nokkuð góðir. „Það vantaði pínu andlegan styrk til að klára þetta,“ sagði hann. Erlendir leikmenn KR áttu ágætan leik gegn Val í kvöld en íslenskir leikmenn liðsins voru ekki nægilega sterkir, enda skoruðu þær samtals ekki nema sjö stig í öllum leiknum. Benni hefði viljað sjá meira framlag frá fleirum. „Þegar við fáum framlag úr hinum og þessum áttum þá getum við unnið hvaða lið sem er, þar á meðal Val. Við þurfum að fá rulluspilarana til að setja opnu skotin niður, þá erum við besta lið landsins,“ sagði hann. KR voru með forystu góðan hluta af leiknum og vantaði bara smá auka í lokaleikhlutanum til að vinna leikinn, að sögn Benna. „Við vorum á þvílíku áhlaupi og vorum að stýra leiknum. Þá bara allt í einu vorum við langt frá í skotum og fórum að tapa boltum.“ Það vantaði andlegan styrk til að loka dæminu,“ sagði hann og hélt að því loknu inn í búningsklefann.Helena: Gátum sett í hærri gír og klárað þetta Helena Sverrisdóttir var ánægð með sigurinn í kvöld gegn KR, 70-61, en Valur náði 11-0 áhlaupi á seinustu mínútum leiksins til að gera út um hann. „Við stóðum saman, náðum að setja saman nógu mörg stopp og klára þetta sóknarmegin líka,“ sagði Helena um lokamínúturnar og bætti við að í lokin gátu Valsstúlkur sett í hærri gír og klárað þetta. Orla O‘Reilly og Vilma Kesanen reyndust Valsstúlkum erfiðar og hittu mjög vel úr skotum sínum framan af. „Mér leið á tímabili eins og Orla gæti ekki klikkað á þriggja stiga línunni. Þær eru með frábæra útlendinga sem eru að skora mikið fyrir þær,“ sagði Helena um erlenda leikmenn KR. Hún bætti þó við að þær hefðu lokað vel á þær í lokaleikhlutanum og það hefði skilað sigri. Það var hart barist í teignum í kvöld og dómarar kvöldsins leyfðu framherjum beggja liða að spila af hörku. Helena hafði bara gaman af því að eigin sögn: „Ég held að það viti allir sem spila körfubolta að það er alltaf hörkubarátta í úrslitakeppninni. Það er bara gaman að þessu og að þurfa hafa fyrir hlutunum,“ sagði hún hress. Leikurinn vannst með níu stigum en var lengstan partinn nokkuð jafn. Helena sagði að stigaskor skipti litlu máli í úrslitakeppninni og að sigur væri það sem að teldi. „Hvort sem leikurinn vinnst með 9 eða 20 þá erum við sáttar að vera komnar í 1-0,“ sagði hún. Næsti leikur liðanna verður á sunnudaginn í KR-heimilinu og Helena fagnaði því að fá góða hvíld eftir leikinn. „Fáum núna smá tíma til að endurhlaða batteríin,“ sagði hún enda herma fréttir að hún hafi verið eilítið kvefuð í þessum leik. „Mér finnst við eiga helling inni. Við verðum ennþá skarpari á sunnudaginn,“ sagði hún að lokum. Dominos-deild kvenna
Valur og KR mættust í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrvalsdeildar kvenna í Origo-höllinni í kvöld. Eftir spennandi 35 mínútur hrökk KR í baklás og Valur endaði á að vinna leikinn 70-61. Fyrir leikinn voru Valsstúlkur búnar að vinna 18 seinustu deildarleikina sína og því á mikilli sigurgöngu. KR-ingar höfðu aftur á móti komið eilítið haltrandi inn í úrslitakeppnina og höfðu á seinasta mánuði deildarkeppninnar tapað sjö leikjum af átta. Þær voru aftur á móti eina liðið sem hafði hingað til unnið lið Vals eftir að Helena Sverrisdóttir gekk í raðir Valsstúlkna í lok nóvember. Leikurinn byrjaði spennandi og liðin skiptust á körfum á fyrstu mínútunum áður en KR tók smá áhlaup til að taka góða forystu. Það var mikill barningur í teignum og ljóst var að dómarar ætluðu að leyfa ágæta hörku í úrslitakeppninni. Valur gat komið til baka í öðrum leikhlutanum með góðu áhlaupi og það munaði aðeins einu stigi á liðunum þegar þau héldu inn í klefana í hálfleik, 36-37. Orla O‘Reilly og Vilma Kesanen höfðu leitt KR nokkuð örugglega með góðum skotum á sama tíma og þær höfðu gert Val nægilega erfitt fyrir að þær skoruðu aðeins 36 stig á fyrstu 20 mínútunum. KR voru heldur seinar í gang í seinni hálfleik og Valur gekk á lagið með 13-0 áhlaupi á fyrstu fjórum mínútum þriðja leikhlutans. Gestirnir tóku aðeins við sér og gátu lagað stöðuna aðeins fyrir lokaleikhlutann en voru þó níu stigum undir þegar 10 mínúturu lifðu leiks, 59-50. Áhlaupagleðin hélt áfram í byrjun fjórða leikhlutans þegar KR skoruðu ellefu stig án þess að Valsstúlkur gætu svarað á hinum enda vallarins. Allt leit út fyrir að Vesturbæjarliðið myndi stela fyrsta leiknum á útivelli! Þetta reyndust hins vegar vera einu stigin sem að KR myndu skora í leiknum. Valur skoraði næstu 11 stig leikhlutans og gerði þar með út um leikinn, 70-61.Af hverju vann Valur? Valur framkvæmdi leikplanið sitt vel í kvöld, leituðu mikið inn í teig og keyrðu í bakið á KR-ingum þegar þær gerðu mistök. Þær lokuðu vel á það sem var að ganga upp hjá KR á lokametrum leiksins og gerðu út um hann á seinustu mínútunum með 11-0 áhlaupi.Hverjar stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir var öflug fyrir Val í kvöld og sótti fjöldann allan af stigum og fráköstum í teignum. Hún skoraði 15 stig, tók 16 fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal þremur boltum. Heather Butler var stigahæst hjá Valsliðinu með 26 stig og Simona Podesvova frákastahæst með 17 fráköst, þar af sjö sóknarfráköst. Hjá KR var Orla O‘Reilly best með 27 stig, 11 fráköst, fjóra stolna bolta og tvö varin skot. Hún var skæð fyrir utan þriggja stiga línuna og setti fimm þrista í aðeins níu tilraunum (56% nýting). Vilma Kesanen átti sömuleiðis gott kvöld og skoraði 18 stig. Kiana Johnson skoraði níu stig, tók 13 fráköst og gaf sjö stoðsendingar.Hvað gekk illa? KR fékk ekki nógu mikið framlag frá rulluspilurum sínum í kvöld, enda skoruðu erlendir leikmenn liðsins 54 af 61 stigum liðsins. Stigahæst Íslendinganna var Unnur Tara Jónsdóttir með fjögur stig. Þessi stigaþurrð hefði mögulega ekki komið að sök ef að erlendir leikmenn liðsins hefðu haldið áfram að skora á seinustu mínútunum. Málið var að seinustu fimm mínútur leiksins skoraði engin leikmaður KR á meðan að Valur hélt áfram að rúlla þægilega. Það kann ekki góðri lukku að stýra að skora ekki eitt einasta stig í rúmar fimm mínútur.Hvað tekur við? Valur hefur núna 1-0 forystu í undanúrslita viðureigninni og halda ótrauðar í næsta leik. KR verður að fá meira framlag frá íslensku leikmönnunum sínum og verða að klára næsta leik jafn sterkt og þær hófu þennan. Það kemur í ljós næsta sunnudag í DHL-höllinni í Frostaskjólinu kl.18:15. Leikur 2 verður þar í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport 3.Unnur Tara: Þetta var bara panikk Unnur Tara Jónsdóttir var nokkuð svekkt eftir leik kvöldsins, en KR-ingar lutu í lægra haldi fyrir Valsstúlkum í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum úrvalsdeildar kvenna. „Mér fannst leikurinn framan af fínn hjá okkur. Við vorum að gera það sem að við lögðum upp með. Það vantaði bara herslumuninn í lokin,“ sagði hún, en KR leiddi hálfan leikinn og voru yfir þegar tæpar átta mínútur voru eftir. Það var mikill barningur inni í teig í leiknum og Unni Töru fannst að dómarar leiksins væru að leyfa aðeins meiri hörku, sem var í lagi hennar vegna. „Dómararnir voru náttúrulega að leyfa meira eins og gerist í úrslitakeppninni og mér fannst þeir leyfa jafn mikið á báða bóga,“ sagði hún um dómgæsluna. Erlendir leikmenn KR áttu ágætan leik en íslensku leikmennirnir voru heldur rólegari, enda skoruðu þeir samtals aðeins sjö stig af þeim 70 sem liðið skoraði. Unnur Tara hafði ekki allt of miklar áhyggjur af því en hefði viljað að fleiri ættu góða leik. „Það þurfa allir að eiga góðan leik helst til að geta unnið Val. Ég held samt að við hefðum getað unnið þetta þó að nokkrar voru ekki að skora,“ sagði Unnur Tara, en hún skoraði sem dæmi aðeins fjögur stig í leiknum. Í jöfnum leik þegar átta mínútur voru eftir af leiknum hrukku KR-ingar skyndilega í baklás og skoruðu ekki körfu það sem eftir lifði leiks. „Það var bara panikk. Við vorum jafnar og urðum svo bara stressaðar,“ sagði Unnur Tara um stigaþurrð liðsins undir lokin. Hún sagði að liðsfélagar sínir þyrftu bara að trúa því að þær gætu unnið Val og þá ættu þær góðan möguleika á sigri. „Við sýndum það í kvöld að við erum alveg jafn góðar og þær.“Darri: Ég hef aldrei séð svona tölfræði áður„Við bara framkvæmdum betur á hálfum velli og það skóp sigurinn í dag,“ sagði Darri Freyr Atlason þjálfari Vals að leik loknum í Origo-höllinni í kvöld. Valur vann KR í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna eftir æsispennandi leik þar sem gestirnir úr Vesturbænum skoruðu ekki stig seinustu sjö mínútur leiksins. „Þetta var svona leikur sem að vannst á lokametrunum. Við náðum að vera aðeins sterkari í dag, hörkuleikur,“ sagði Darri Freyr sáttur. Gestirnir leiddu með einu stigi í hálfleik en Darri Freyr hafði ekki miklar áhyggjur af því. „Við töpuðum ekki nema 5 boltum í fyrri hálfleik. Lifum alveg með því. Þetta var bara hörkuleikur í hálfleik. Við töluðum um að við þurftum að halda áfram að spila og kreista út sigur,“ sagði hann og var alveg sama hvernig Valur ynni leikina, bara að þeir ynnust. Leikplanið gekk vel í kvöld að sögn Darra Freys og Valur var að fá það sem að þær lögðu upp með. Hann benti þó á að sínar stelpur hefðu sótt mikið inn í teig en fengið fá vítaskot í leiknum. „Ég hef bara aldrei séð svona tölfræði áður,“ sagði hann en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um dómgæslu kvöldsins. Þá hefur Valur unnið fyrsta leikinn en þeim hafði verið spáð 3-0 sigri í seríunni. Darri Freyr bendir þó á að einbeitingin verði að vera til staðar. „Við þurfum að mæta tilbúnar í hvern einasta leik. Berum mikla virðingu fyrir þessu KR liði og þeirra þjálfara og við verðum að vera á tánum,“ sagði hann en ljóst er að þetta verður hörkusería ef að bæði lið halda áfram að spila svona.Benni Gumm: Vantaði pínu andlegan styrk til að klára þetta Benedikt Guðmundsson þjálfari KR, eða Benni Gumm eins og hann er gjarnan kallaður, var að vonum svekktur eftir að liðið hans tapaði gegn sterku liði Vals eftir skelfilegan lokakafla. KR tapaði leiknum 70-61 og skoruðu ekki stig á seinustu mínútum leiksins. Benni gat þó séð ljósu punktana og benti á að í 35 mínútur hefðu KR-ingar verið nokkuð góðir. „Það vantaði pínu andlegan styrk til að klára þetta,“ sagði hann. Erlendir leikmenn KR áttu ágætan leik gegn Val í kvöld en íslenskir leikmenn liðsins voru ekki nægilega sterkir, enda skoruðu þær samtals ekki nema sjö stig í öllum leiknum. Benni hefði viljað sjá meira framlag frá fleirum. „Þegar við fáum framlag úr hinum og þessum áttum þá getum við unnið hvaða lið sem er, þar á meðal Val. Við þurfum að fá rulluspilarana til að setja opnu skotin niður, þá erum við besta lið landsins,“ sagði hann. KR voru með forystu góðan hluta af leiknum og vantaði bara smá auka í lokaleikhlutanum til að vinna leikinn, að sögn Benna. „Við vorum á þvílíku áhlaupi og vorum að stýra leiknum. Þá bara allt í einu vorum við langt frá í skotum og fórum að tapa boltum.“ Það vantaði andlegan styrk til að loka dæminu,“ sagði hann og hélt að því loknu inn í búningsklefann.Helena: Gátum sett í hærri gír og klárað þetta Helena Sverrisdóttir var ánægð með sigurinn í kvöld gegn KR, 70-61, en Valur náði 11-0 áhlaupi á seinustu mínútum leiksins til að gera út um hann. „Við stóðum saman, náðum að setja saman nógu mörg stopp og klára þetta sóknarmegin líka,“ sagði Helena um lokamínúturnar og bætti við að í lokin gátu Valsstúlkur sett í hærri gír og klárað þetta. Orla O‘Reilly og Vilma Kesanen reyndust Valsstúlkum erfiðar og hittu mjög vel úr skotum sínum framan af. „Mér leið á tímabili eins og Orla gæti ekki klikkað á þriggja stiga línunni. Þær eru með frábæra útlendinga sem eru að skora mikið fyrir þær,“ sagði Helena um erlenda leikmenn KR. Hún bætti þó við að þær hefðu lokað vel á þær í lokaleikhlutanum og það hefði skilað sigri. Það var hart barist í teignum í kvöld og dómarar kvöldsins leyfðu framherjum beggja liða að spila af hörku. Helena hafði bara gaman af því að eigin sögn: „Ég held að það viti allir sem spila körfubolta að það er alltaf hörkubarátta í úrslitakeppninni. Það er bara gaman að þessu og að þurfa hafa fyrir hlutunum,“ sagði hún hress. Leikurinn vannst með níu stigum en var lengstan partinn nokkuð jafn. Helena sagði að stigaskor skipti litlu máli í úrslitakeppninni og að sigur væri það sem að teldi. „Hvort sem leikurinn vinnst með 9 eða 20 þá erum við sáttar að vera komnar í 1-0,“ sagði hún. Næsti leikur liðanna verður á sunnudaginn í KR-heimilinu og Helena fagnaði því að fá góða hvíld eftir leikinn. „Fáum núna smá tíma til að endurhlaða batteríin,“ sagði hún enda herma fréttir að hún hafi verið eilítið kvefuð í þessum leik. „Mér finnst við eiga helling inni. Við verðum ennþá skarpari á sunnudaginn,“ sagði hún að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“