Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 12:10 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefði viljað ná fram afdráttarlausara samkomulagi um verðtrygginguna en því sem stjórnvöld voru reiðubúin að bjóða. Ragnar Þór tók sér stutt hlé í karphúsinu til að ræða við blaðamann um gang viðræðna. Í húsakynnum ríkissáttasemjara eru samninganefndir sex verkalýðsfélaga og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í óða önn að ganga frá síðustu formsatriðum kjarasamninga. Þrátt fyrir að Ragnar Þór hafi ekki viljað fara út í nein smáatriði segir hann að með aðkomu stjórnvalda séu skref tekin í átt að því að draga úr vægi verðtryggingarinnar hér á landi en Ragnar Þór segist þó langt því frá vera sáttur með niðurstöðuna því hann hafi viljað ganga mun lengra í þeim efnum. Samningarnir, sem hann bindur von um að verði undirritaðir í dag, séu þó góður grunnur sem hægt verði að byggja á. Verkalýðsfélögin ætli sér að fylgja þessu máli fast á eftir. Ragnar Þór segir að ekki sé hægt að fá allt sem maður vilji í kjaraviðræðum en bætir við að hann myndi aldrei skrifa undir samning sem ekki gæfi fyrirheit um framhald málsins.Heimildir Kjarnans herma að ýmsar takmarkanir á vægi verðtryggðra lána séu á meðal aðgerða stjórnvalda. Þannig verði horft til þess að verðtryggð jafngreiðslulán verði óheimil frá byrjun árs 2020 til lengri tíma en 25 ára. Daginn sem flugfélagið WOW air varð gjaldþrota sagði Ragnar Þór að verkalýðshreyfingin þyrfti að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum því hann myndi ekki geta sætt sig við að heimilin í landinu tækju skellinn líkt og gerðist eftir efnahagshrunið árið 2008. Nauðsynlegt yrði að stjórnvöld settu þak á verðtrygginguna til að koma í veg fyrir mögulegt áfall fyrir heimilin. Kjaramál Tengdar fréttir Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. 2. apríl 2019 15:56 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Fleiri fréttir Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefði viljað ná fram afdráttarlausara samkomulagi um verðtrygginguna en því sem stjórnvöld voru reiðubúin að bjóða. Ragnar Þór tók sér stutt hlé í karphúsinu til að ræða við blaðamann um gang viðræðna. Í húsakynnum ríkissáttasemjara eru samninganefndir sex verkalýðsfélaga og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í óða önn að ganga frá síðustu formsatriðum kjarasamninga. Þrátt fyrir að Ragnar Þór hafi ekki viljað fara út í nein smáatriði segir hann að með aðkomu stjórnvalda séu skref tekin í átt að því að draga úr vægi verðtryggingarinnar hér á landi en Ragnar Þór segist þó langt því frá vera sáttur með niðurstöðuna því hann hafi viljað ganga mun lengra í þeim efnum. Samningarnir, sem hann bindur von um að verði undirritaðir í dag, séu þó góður grunnur sem hægt verði að byggja á. Verkalýðsfélögin ætli sér að fylgja þessu máli fast á eftir. Ragnar Þór segir að ekki sé hægt að fá allt sem maður vilji í kjaraviðræðum en bætir við að hann myndi aldrei skrifa undir samning sem ekki gæfi fyrirheit um framhald málsins.Heimildir Kjarnans herma að ýmsar takmarkanir á vægi verðtryggðra lána séu á meðal aðgerða stjórnvalda. Þannig verði horft til þess að verðtryggð jafngreiðslulán verði óheimil frá byrjun árs 2020 til lengri tíma en 25 ára. Daginn sem flugfélagið WOW air varð gjaldþrota sagði Ragnar Þór að verkalýðshreyfingin þyrfti að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum því hann myndi ekki geta sætt sig við að heimilin í landinu tækju skellinn líkt og gerðist eftir efnahagshrunið árið 2008. Nauðsynlegt yrði að stjórnvöld settu þak á verðtrygginguna til að koma í veg fyrir mögulegt áfall fyrir heimilin.
Kjaramál Tengdar fréttir Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. 2. apríl 2019 15:56 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Fleiri fréttir Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Sjá meira
Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. 2. apríl 2019 15:56
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33