Skrifa undir samninginn síðdegis Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. apríl 2019 12:56 Reikna má með því að þröngt verði á þingi í Borgartúninu um þrjúleytið þegar pennarnir verða mundaðir og blekinu komið á blaðið. Vísir/Vilhelm Til stendur að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna í dag í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Samningsaðilar höfðu gert sér vonir um að þetta gæti gerst í gær og var allt til reiðu til að kynna aðkomu ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf sjö. Samningsaðilar þurfu hins vegar lengri tíma og funduðu fram að miðnætti og hittust síðan aftur í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforsi ASÍ segir málið flókið og það taki tíma að gera samningana klára til undirritunar. Samningarnir séu upp á tugi blaðsíðna og um sé að ræða tugi undirsamninga. Vanda verði til verka enda verið að semja um lífskjör fólks til þriggja ára. Forsetateymi Alþýðusambandsins hafi átti fundi með forsætis- og fjármálaráðherra í gær þar sem farið hafi verið yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann telji ríkisstjórnin koma með mun meira en áður hafi sést. Ríkisstjórnin mun opinbera aðgerðir sínar síðar í dag, öðru hvoru megin við undirritun samninganna klukkan þrjú. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að barnabætur byrji að skerðast við hærri tekjur en nú er, sérstökum ráðstöfunum til að auðvelda fyrstu kaup á húsnæði og varðandi aðstoð við fólk á leigumarkaði. Þá verður ný útfærsla á áður framkomnum tillögum í skattamálum með nýju lágtekju skattþrepi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Síðan er það fæðingarorlof, við höfum auðvitað áður greint frá því, það er risastórt mál. Við höfum verið að ræða barnabætur í því samhengi. Ástæðan fyrir því að við setjum þessi mál á dagskrá er að það sem stjórnvöld hafa verið að kynna, til dæmis gagnagrunnur okkar Tekjusagan, er að ungt fólk, barnafólk, hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Við hugsum okkar aðgerðir inn í að mæta þessum hópi og tryggja hans kjör.“Fréttin var uppfærð þegar ljóst var að undirritun samninga yrði ekki klukkan þrjú heldur myndi dragast síðdegis. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Til stendur að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna í dag í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Samningsaðilar höfðu gert sér vonir um að þetta gæti gerst í gær og var allt til reiðu til að kynna aðkomu ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf sjö. Samningsaðilar þurfu hins vegar lengri tíma og funduðu fram að miðnætti og hittust síðan aftur í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforsi ASÍ segir málið flókið og það taki tíma að gera samningana klára til undirritunar. Samningarnir séu upp á tugi blaðsíðna og um sé að ræða tugi undirsamninga. Vanda verði til verka enda verið að semja um lífskjör fólks til þriggja ára. Forsetateymi Alþýðusambandsins hafi átti fundi með forsætis- og fjármálaráðherra í gær þar sem farið hafi verið yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann telji ríkisstjórnin koma með mun meira en áður hafi sést. Ríkisstjórnin mun opinbera aðgerðir sínar síðar í dag, öðru hvoru megin við undirritun samninganna klukkan þrjú. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að barnabætur byrji að skerðast við hærri tekjur en nú er, sérstökum ráðstöfunum til að auðvelda fyrstu kaup á húsnæði og varðandi aðstoð við fólk á leigumarkaði. Þá verður ný útfærsla á áður framkomnum tillögum í skattamálum með nýju lágtekju skattþrepi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Síðan er það fæðingarorlof, við höfum auðvitað áður greint frá því, það er risastórt mál. Við höfum verið að ræða barnabætur í því samhengi. Ástæðan fyrir því að við setjum þessi mál á dagskrá er að það sem stjórnvöld hafa verið að kynna, til dæmis gagnagrunnur okkar Tekjusagan, er að ungt fólk, barnafólk, hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Við hugsum okkar aðgerðir inn í að mæta þessum hópi og tryggja hans kjör.“Fréttin var uppfærð þegar ljóst var að undirritun samninga yrði ekki klukkan þrjú heldur myndi dragast síðdegis.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira