Innlent

Þórólfur sækist áfram eftir að leiða Samgöngustofu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu.
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu.
Alls bárust 23 umsóknir um embætti forstjóra Samgöngustofu sem auglýst var í mars. Umsóknarfrestur rann út 1. apríl. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið til fimm ára og tekur skipunin gildi 6. ágúst nk.

Á meðal umsækjanda eru Þórólfur Árnason, núverandi forstjóri Samgöngustofu, Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár og Hafsteinn Viktorsson sem gegndi stöðu forstjóra PCC BakkiSilicon á Húsavík frá árinu 2017 til síðasta árs.

Þriggja manna nefnd hefur verið skipuð til að meta hæfni umsækjenda. Í henni eiga sæti Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, Guðrún Gísladóttir, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Umsækjendur um embætti forstjóra Samgöngustofu

  • Aðalsteinn Magnússon, rekstrarhagfræðingur
  • Dagmar Sigurðardóttir, sviðsstjóri
  • Einar Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri
  • Friðrik Ólafsson, verkfræðingur
  • Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugstjóri
  • Guðjón Skúlason, forstöðumaður
  • Guðmundur I. Bergþórsson, verkefnastjóri
  • Hafsteinn Viktorsson, forstjóri
  • Halla Sigrún Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
  • Halldór Ólafsson Zoëga, deildarstjóri
  • Hlynur Sigurgeirsson, hagfræðingur
  • Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri
  • Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri
  • Jón Karl Ólafsson, ráðgjafi
  • Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri
  • Margrét Hauksdóttir, forstjóri
  • Reynir Sigurðsson, framkvæmdastjóri
  • Róbert Ragnarsson, framkvæmdastjóri og stjórnsýsluráðgjafi
  • Sigrún Birna Sigurðardóttir, ráðgjafi
  • Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri
  • Trausti Harðarson, ráðgjafi
  • Þorkell Hróar Björnsson, framkvæmdastjóri
  • Þórólfur Árnason, forstjóri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×